Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2002, Síða 34

Læknablaðið - 15.06.2002, Síða 34
FRÆÐIGREINAR / SAMBAND SKÓLAGÖNGU OG LÍFSLÍKNA Table I. Number of positive and negative answers to questions on physical activity according to educational group. Men. Educational group 1 2 3 4 Question Yes No Yes No Yes No Yes No Regular physical exercise after age 20 years 521 2589 1131 2914 468 629 423 446 Regular physical exercise after age 40 years 245 2659 567 3075 252 753 243 524 Age during exercise 20-29 years 299 2811 717 3328 346 769 275 594 30-39 years 222 2888 521 3524 259 856 251 618 40-49 years 201 2703 492 3150 222 783 229 538 50-59 years 138 1862 294 1908 123 488 114 336 Exercise type Swimming 336 2774 751 3294 322 793 287 582 Walking 145 2965 326 3719 167 948 168 701 Table II. Number of positive and negative answers to questions on physical activity according to educational group. Women. Educational group 1 2 3 4 Question Yes No Yes No Yes No Yes No Regular physical exercise after age 20 years 749 4561 1083 2565 259 399 63 94 Regular physical exercise after age 40 years 512 4483 707 2521 189 414 40 103 Age during exercise 20-29 years 251 5059 451 3197 111 547 38 119 30-39 years 315 4995 549 3099 132 526 41 116 40-49 years 357 4638 582 2646 155 448 37 106 50-59 years 333 3234 396 1554 95 309 20 66 Exercise type Swimming 432 4878 703 2945 174 484 48 109 Walking 243 5067 417 3231 119 539 33 124 kvætt samband er á milli lengdar skólagöngu og lífs- líkna (5-8). Þórður Harðarson og fleiri sýndu fram á í Hóprannsókn Hjartaverndar að jákvætt samband milli lífslíkna fólks og lengdar skólagöngu þess á einnig við í íslensku samfélagi (9). Þó að Kristján Guðmundsson og fleiri hafi sýnt fram á misjafna dreifingu ýmissa áhættuþátta (blóð- þrýstings, reykinga og kólesteróls í blóði) eftir lengd skólagöngu í Hóprannsókn Hjartaverndar (10) þá skýrir það ekki ofangreindan mun á dánartíðni nema að litlu leyti. Regluleg líkamshreyfing hefur löngum verið talin heilsubót. Sýnt hefur verið fram á þetta í faraldurs- fræðilegum rannsóknum. Þar hefur komið hefur í ljós að hreyfingarleysi minnkar lífslrkur verulega og lífs- líkur aukast í hlutfalli við stundaðar líkamsæfingar og hreyfingu (11-13). Fram á þetta hefur einnig verið sýnt í Hóprannsókn Hjartaverndar (14). Markmið þessarar rannsóknar var því í fyrsta lagi að kanna hvort tengsl væru á milli lengdar skóla- göngu og ástundunar líkamsæfinga sem áhættuþátta og í öðru lagi hvort slík tengsl gætu skýrt fyrrgreindan mun á dánartíðni eftir lengd skólagöngu að einhverju leyti. Þær tilgátur sem við lögðum upp með í þessari rannsókn voru: fólk með lengri skólagöngu að baki er líklegra til að stunda reglulegar líkamsæfingar af einhverju tagi og hluti af mun á lífslíkum eftir lengd skólagöngu skýrist af mismikilli ástundun líkams- hreyfingar. Þýði og aðferðir Rannsókn þessi var hluti af Hóprannsókn Hjarta- vemdar sem hófst árið 1967.1 Hóprannsókn Hjarta- vemdar var upphaflega rannsóknarþýðið allir sem búsettir voru í Reykjavík og nágrannabæjum sam- kvæmt þjóðskrá fyrsta desember 1966, karlar fæddir 1907-1934 og konur fæddar 1908-1935, alls 30.795 einstaklingar. Þýðinu var skipt í sex hópa, A-F, eftir fæðingardögum. Rannsóknin hefur farið fram í sex áföngum. Hópi B var boðið í alia áfangana (undan- tekningar: aðeins var boðið helmingi kvenna í III áfanga og aðeins þeim sem orðnir voru 70 ára í VI áfanga). í II áfanga var hópi C boðið að auki, í III áfanga hópum A og C, í IV áfanga hópi D, í V áfanga hópi E og í VI áfanga hópi F (70 ára og eldri). Til grundvallar þessari rannsókn voru 18.912 þátt- takendur í Hóprannsókn Hjartaverndar (karlar 9139 og konur 9773) sem mættu í fyrstu heimsókn sína á áranum 1967-1991, í fyrstu fimm áföngunum. Hópur F er því ekki með. Meðalaldur karla var 52,3 ár (33- 79 ára) og kvenna 53,3 ár (33-81 árs). Um 70% boð- aðra þátttakenda mættu. Eftirfylgd var fram til 31. desember 1997, eða 6-30 ár. Allir sem tóku þátt í Hóprannsókn Hjartavemdar svöruðu spurningalista þar sem spurt var um heilsu- farslega og félagslega þætti, meðal annars menntun og ástundun líkamshreyfingar. Hvað varðar líkams- æfingar þá var í fyrsta lagi spurt „Hafið þér stundað (eftir 20 ára aldur) eða stundið þér nokkrar íþróttir eða líkamsæfingar reglulega?" Ef svarið var játandi var spurt nánar um á hvaða aldursskeiði eftir tvítugt líkamsæfingar voru stundaðar og gefinn möguleiki á fjórum tímabilum; 20-29,30-39,40-49 og 50-59. Einn- ig var spurt hvaða íþróttir eða líkamsæfingar voru stundaðar og gefinn kostur á 11 flokkum; sundi, leik- fimi, frjálsum íþróttum, knattleik, badminton (borð- tennis, tennis), golfi, gönguferðum, júdó, útreiðum, trimmi og öðru. Algengast var að þátttakendur stund- uðu sund og gönguferðir og var slík ástundun því greind sérstaklega. Eftir að þátttakendur höfðu svarað listanum fór þjálfaður starfsmaður í gegnum listann með viðkomandi. Þátttakendur mættu síðan í blóðrannsóknir og læknisskoðun. A 498 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.