Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2002, Qupperneq 57

Læknablaðið - 15.06.2002, Qupperneq 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 145 Islensk orð í síðasta pistli var brugðið á leik og leituð voru uppi ýmis almenn heiti sem notuð hafa verið í íslensku um sjúkdóma og veikindi manna. Undirrituðum finnst mikilvægt að gömlu heitin falli ekki í gleymsku. Sum tilheyra vissulega hugmyndafræði síns tíma, en mörg eru svo lipur að æskilegt er að geta tekið þau til endur- vinnslu ef upphafleg merking á ekki við eða er úr gildi fallin. Ný þekking og ný hugtök kalla stöðugt á orð og heiti, en íslenskan er svo auðug að ekki er þörf á ljótum erlendum slettum eða hugsunarlausri eftiröpun. Work-up Það voru undirrituðum því mikil vonbrigði að sjá heitið „uppvinnsla“ í fýrirsögn í síðasta blaði (Lækna- blaðið 2002; 88: 438). Það er einmitt dæmi um hugs- unarlausa eftiröpun á erlendu heiti. Enska samsetn- ingin work-up (sögn og atviksorð tengd með band- striki) hefur verið gerð að nafnorði í því máli. Sam- kvæmt hinni stóru orðabók Websters varð þessi sam- setning til í máli prentara og var upphaflega notuð um „óœskilega“ blekbletti milli orða á prentuðum síðum. Þetta er frá þeim tíma prentunar að lausum stöfum á mjóum blýteinum var raðað saman til að mynda orðin í hverri prentlínu. Bil milli orða voru einnig mynduð af lausum blýteinum. Fyrir gat komið að þessir staflausu teinar runnu svo langt fram að þeir tóku við prentbleki eins og stafirnir og skiluðu því síðan á pappírinn sem „óæskilegum" blettum. Áðurnefnd fyrirsögn í Læknablaðinu hefst á orð- unum: Nýtt vinnulag við uppvinnslu brjóstverkja -. Þama hefði betur mátt segja: „Nýtt vinnulag við rannsókn brjóstverkja Orðið rannsókn er al- mennt og merking þess ekki bundin við það sem fram fer á rannsóknarstofu. Sagnorðið að rannsaka merkir, samkvæmt Islenskri orðabók, tölvuútgáfu, að kanna, skoða niður í kjölinn, athuga nákvæmlega. Fyrirspurnir Ymsar fyrirspurnir hafa safnast fyrir og skal nú um- ræðu beint að þeim. Fyrst má nefna fyrirspurn frá Runólfi Pálssyni, lækni, um hvort nota eigi stóran eða lítinn upphafsstaf í heitum deilda. Undirritaður svar- aði því til í tölvupósti að nöfn væm rituð með stórum staf en heiti með litlum. Þarna getur vissulega verið mjótt á munum, en samkvæmt þriðja kafla í Auglýs- ingu uin íslenska stafsetningu (nr. 132/1974 með breytingum skv. auglýsingu nr. 261/1977) er ótvírætt að bein sérnöfn skal rita með stórum staf. Til þeirra teljast meðal annars „Nöfn stojhana, félaga ogflokka, ef nöfnin eru óstytt og óafbökuð“. Landspítali, Sjúkrahús Reykjavíkur, Landakotsspítali, Vífils- staðaspítali, Kópavogshæli og Rannsóknastofa Há- skólans eru í þessum hópi. Hins vegar má rita lítinn staf í breyttu nafni stofnunar eða deildar innan stofn- unar, sem notað er með viðskeyttum greini. Þannig má rita „háskólinn“ þegar verið er að vísa í Háskóla íslands og ótvírætt við hvaða háskóla er átt. Ekki er að öðru leyti fjallað um heiti deilda (stofn- unarhluta) í auglýsingunni. Gera verður því ráð fyrir að það sé á valdi stofnunar að ákveða hvort deildum hennar hafi verið gefið nafn eða hvort þær beri ein- ungis heiti. Landspítalinn ætti þannig að geta ákveðið hvort um er að ræða Lyfjadcild Landspítala eða lyfja- deild á Landspítala. Eintala, fleirtala í 142. pistli (Læknablaðið 2002; 88: 247) var fjallað um eintölu og fleirtölu í samsettum orðum. Undirrit- aður tók undir þá hugmynd að nota ætti eintölu í fyrri hluta samsetts orðs þegar vísað er í annað af tveimur eða eitt af fleiri líffærum. Þannig mætti greina eitil- sýni (úr einum eitli) frá eitlasýnum (úr fleiri en einum eitli)og nýraígræðslu (eitt nýra) frá nýrnaígræðslu (fleiri en eitt nýra). Þessu var mótmælt í 143. pistli (Læknablaðið 2002; 88: 353) með þeirri röksemd að fleirtöluhefðin sé rökrétt þegar vísað er í par líffæra, dæmi nýrnasteinn og lungnaæxli. Valur Þór Marteinsson, læknir, sendi tölvupóst frá Akureyri og sagði að sér kæmi á óvart hversu óvanir menn væru eintöluheitunum. Hann sagðist um árabil hafa notað eintölu í samsettum heitum fyrirbæra í þvagvegum og tók sem dæmi nýrasteinn, þvagáls- steinn, nýraæxli, nýrasýni og loks eistanáni (aðeins annað eistað fjarlægt). Hvekkur, blöðruhálskirtill Valur sendi einnig stutta athugasemd um að sér þætti illt hversu treglega hefði gengið að koma orðinu hvekkauki inn í læknamálið. Hann vill þar nota stofn- samsetningu en ekki eignarfallssamsetninguna, hvekksauki. Um stofn- og eignarfallssamsetningar var fjallað í 121. pistli (Læknablaðið 2000; 86: 308). Undirritaður svaraði Vali því til að hann hefði aldrei verið hrifinn af því að nefna blöðruhálskirtilinn „hvekk“. íðorðasafn lækna birtir bæði heitin, hvekk- ur og blöðruhálskirtill. Hvekkur er talinn fyrst og þannig gefið til kynna að með því heiti sé mælt, enda er það valið í flestum samsettum heitum. Athugasemd Vals varð til þess að undirritaður leit- aði uppi þau heiti í íðorðasafni lækna þar sem orð- hlutamir hvekk- eða hvekks- koma fyrir. Það fyrsta, sem kom í hugann eftir leitina, var að stofninn „hvekk-“ færi afar vel í samsettum heitum: hvekkblað (lobus prostatae), hvekkbolur (corpus prostatae), hvekkbólga (prostatitis), hvekkbroddur (apex prostatae), hvekkfell (fascia prostatae), hvekkhýði (capsula prostatica), hvekkmoli (concretio prostatica) og hvekkskipt (septum prostaticum). Meira í næsta blaði. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali.is I Læknablaðið 2002/88 521
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.