Læknablaðið - 15.12.2003, Side 5
LISTAMAÐUR
MÁNAÐARINS
UMRÆÐfl 0 G FRÉTTIR
964 Af sjónarhóli stjórnar:
Múlbundnir ríkisstarfsmenn?
Sigurbjörn Sveinsson
966 Fagleg mál heimilislækna
í brennidepli
Rætt við Elínborgu Bárðardóttur,
nýkjörinn formann FÍH
Þröstur Haraldsson
967 Hvað líður viljayfírlýsingu
heilbrigðisráðherra?
968 Tjáningarfrelsi óánægðra
lækna
Frásögn af málþingi LÍ og BHM og
skýrslu Vinnueftirlitsins um starfs-
umhverfi lækna á Landspítala
Þröstur Haraldsson
971 LÍ reisir orlofshús
að Húsafelli
972 Ný kennslubók í
geðlæknisfræði
Tómas Helgason
973 Skilgreiningar á lífsstílslyfjum
Anna Birna Almarsdóttir
974 Meðferðaráætlun fyrir
evrópska lækna með geðsjúk-
dóma og/eða fíkilshegðun
Katrín Fjeldsted
975 Ráðstefna á aldarafmæli
Jóns Steffensen
978 ,,Hypnotica“ og „sedativa“
verði nú þegar gerð
afritunarskyld
979 LÍ skipar starfshóp um
innflutning sjúklinga
Hvað telst „óbærileg“
töf veralöng?
980 Er hægt að mæla árangur
í vísindum?
Þröstur Haraldsson
981 Stjórn LÍ ályktar
um stöðu barna- og
unglingageðlækninga
982 Af hverju á heilbrigðis-
starfsfólk að tilkynna
aukaverkanir lyfja?
Rannveig Gunnarsdóttir
983 Smásjáin
Ekkert er nýtt undir sólinni
985 íðorðasafn lækna 161.
Klinikfárdig
Jóhann Heiðar Jóhannsson
987 Faraldsfræði 34. Faralds-
fræði og heilsuhagfræði
Anna Birna Almarsdóttir
989 Broshorn 43. Af hósta
og biðtíma
Bjarni Jónasson
991 Lyfjamál 120. Lyfsala
1989-2003
Eggert Sigfússon
994 Læknadagar 2004
1001 Lausarstöður
1007 Okkar á milli
1008 Sérlyfjatextar með
auglýsingum
1015 Ráðstefnur og þing
Heilsukort Evrópu
Heimasíða Læknablaösins
www.laeknabladid.is
_>
s
a
_c
©
Grafreitir geyma hina látnu og hafa
þannig flóknar skírskotanir fyrir þá
sem lifa. Mannfólkið hefur í þús-
undir ára haft helgisiði til að fylgja
þeim sem deyja burt úr heimi hinna
lifandi og er það til vitnis um af-
stöðu okkar til dauðans - sá sem
deyr er á einhvern hátt enn til og
það er mikilvægt að greftrun hans
fari rétt fram, að hann hvíli í friði og
að hans sé minnst eins og við á.
Þeirra sem ekki er minnst á
áþreifanlegan hátt - sem ekki fá
sinn bautastein - bíður aðeins að
fylla flokk hinna gleymdu og nafn-
lausu forfeðra. Aðeins þeir sem enn
er minnst lifa áfram sem einstak-
lingar; nafn þeirra er letrað í stein í
heimi hinna lifandi.
Þess vegna er það að við
skynjum svo sterkt návist látinna
þegar við göngum um kirkjugarða.
Þar lifa liðnir tímar enn og þegar við
skoðum legsteina tengjumst við
sögunni og þeim sem á undan
okkur hafa gengið. Legsteinarnir
endurspegla líka viðhorf hvers tíma
og afstöðu fólksins sem þá lifði til
lífsins og til dauðans. 1 kirkjugörð-
unum má lesa söguna skráða á
áþreifanlegan hátt í stein og við
getum sett okkur sjáif í spor þeirra
sem reistu minnisvarðana til að
tryggja látnum ættingjum sínum
hlutdeild í framtíðinni, til að minning
þeirra mætti lifa þótt þeir væru
dánir. Myndirnar sem skreyta stein-
ana vitna um flókið táknmyndakerfi
sem á sér rætur í aldagamalli hefð.
Trúarleg þemu eru að sjálfsögðu
ráðandi eins og í Maríumyndinni
sem sjá má á forsíðu blaðsins.
Inga Sólveig hefur í meira en
fimmtán ár lagt sig eftir því að
Ijósmynda í kirkjugörðum. Það má
kannski segja að viðfangsefni
Ijósmynda hennar sé í raun þögnin
sjálf, kyrrðin sem liggur yfir graf-
reitnum sem vekur þó ótal raddir í
huga okkar. Myndbyggingin og öll
Ijósmyndaleg nálgun undirstrika
þetta í hljóðlátri framsetningu. í
svart-hvítum myndunum skýrast
skil Ijóss og skugga, lífs og dauða,
þess sem liðið er og þess sem við
eigum enn í vændum.
Jón Proppé
Læknablaðið 2003/89 921