Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 11

Læknablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 11
RITSTJÓRNARGREINAR Fjármögnunar- og framleiðslu- mælikvarðar sjúkrahúsa Um árabil voru sjúkrastofnanir á íslandi fjármagnað- ar með svokölluðu daggjaldakerfi þar sem fyrirfram ákveðið gjald var greitt fyrir hvert legurými þann tíma sem það var nýtt. A þessum árum geisaði verðbólga sem gerði stjórnendum sjúkrahúsa ómögulegt að sjá fyrir um rekstrarkostnað. Gallar þessa fyrirkomulags fólust meðal annars í hvata til að lengja legutíma sjúk- linga umfram það sem nauðsynlegt var og freista þess að nýta hvert legurými til hins ítrasta. Þá tók þetta greiðslukerfi ekki tillit til samsetningar sjúklingahóps- ins og mismunandi kostnaðar við meðferð. Þrátt fyrir að nær öll sjúkrarúm væru nýtt af misveikum sjúkling- um var halli á rekstri sjúkrastofnana í árslok fremur regla en hitt og var þá gripið til svokallaðra halladag- gjalda, sem jafnað var á sjúkrahúsin allt eftir því hversu vel eða illa hafði gengið að halda fjárhags- áætlun. Frá árinu 1988 hefur fjármögnun sjúkrahúsa hér á landi byggst á fastri upphæð á fjárlögum. Fjár- hæðin tekur mið af fjárheimildum undangengins árs að viðbættum verðbótum og leiðréttingum vegna kjarasamninga, auk sérstakra fjárveitinga sem alþingi tekur afstöðu til, svo sem vegna tækjakaupa, viðhalds og svo framvegis. Sparnaðarkrafa hefur oft komið til frádráttar. Undanfarin tíu ár hafa útgjöld sjúkrahús- anna í Reykjavík ætíð farið fram úr fjárheimildum. Má það fyrst og fremst rekja til ýmissa rekstrarþátta, einkum hjúkrunar- og lækningavara og lyfja, sem hafa farið langt fram úr áætlun fjárveitingavaldsins. Kostir fastra fjárlaga eru meðal annars einfaldleiki og þægindi við rammafjárlagagerð. Sá galli er hins veg- ar á gjöf Njarðar að tekjumyndun heilþrigðisstofnana er ekki tengd framleiðslu eða þjónustu sem veitt er. Slíkt fyrirkomulag er þannig afkastaletjandi því meiri afköst- um fylgir óhjákvæmilega aukinn kostnaður. Þjónustu- tengd markmið, svo sem fjöldi verka, gæði og árangur þjónustunnar, geta því þurft að víkja fyrir áherslum á fjárhagsleg markmið. Vegna augljósra ókosta hafa flest- ar vestrænar þjóðir vikið frá föstum fjárveitingum og í staðinn reynt að tengja fjárveitingar þeim verkum sem innt eru af hendi á viðkomandi sjúkrastofnun. DRG og aðrir framleiöslumælikvarðar Breytingar eða þróun á starfssviði heilbrigðisstofnana og eininga innan þeirra kalla æ sterkar á breytta fjár- mögnun sem tekur tillit til mælanlegra afkasta og ár- angurs. Notkun slíkra mælikvarða krefst áreiðanlegra upplýsinga um veitta þjónustu og þá kostnaðarþætti sem henni fylgja. Því kallar innleiðing þeirra á bætta skráningu og umsýslu gagna og leggur þannig grunn að útkomurannsóknum og öðrum rannsóknum á heil- brigðisþjónustu. Kostnaðargreining sú er mælikvarð- arnir miðast við veitir tækifæri til virkari stjómunar þar sem stöðugt er fylgst með rekstrarlegum árangri en einnig geta mælikvarðarnir auðveldað mat á faglegum árangri. Einna best þekktur slíkra mælikvarða er DRG (Diagnosis Related Groups) sem var þróað í Banda- ríkjunum í byrjun 9. áratugarins og hefur verið notað sem greiðslukerfi, meðal annars fyrir Medicare trygg- ingakerfið frá 1983. Kerfið var í byrjun fyrst og fremst sniðið að bráðaþjónustu og flokkar alla sjúklinga á bráðalegudeildum í einhvern af tæplega 500 flokkum. Flokkunin byggir á sjúkdómsgreiningum, aðgerðum, aldri, kyni og afdrifum við lok sjúkrahúsvistar. Þannig miðast flokkunin við klínísk kennimerki sem jafn- framt em kostnaðarvaldar. Hver flokkur er því þokka- lega einsleitur innbyrðis, hvort sem litið er til klínískra þátta eða kostnaðar. Flestar Evrópuþjóðir hafa aðlag- að DRG-kerfið sínum þörfum. Norðurlandaþjóðir, þar á meðal ísland, hafa lagað það að norrænum að- stæðum undir nafninu NordDRG. í ýmsum löndum Evrópu hefur DRG-kerfið verið notað sem grunnur að fjárveitingum til sjúkrahúsa en hluti fjárveitinga verið fastur. Undanfarin ár hefur verið unnið að innleiðingu NordDRG á Landspítala og hefur slíkri flokkun nú verið komið á á nokkrum sviðum. Ætlunin er að inn- leiðslu kerfisins á bráðadeildum verði lokið á miðju ári 2004 og spítalinn þar með reiðubúinn fyrir breytta fjármögnun fyrir árið 2005. Önnur framleiðslumæl- ingakerfi henta betur fyrir þjónustu tiltekinna sér- greina á sjúkrahúsum, svo sem á öldrunar-, endurhæf- ingar- og geðdeildum, ásamt þjónustu við ferlisjúk- linga. RAI-kerfi (Resident Assessment Index) fyrir öldrunar- og geðdeildir er hvað lengst komið í þróun en það er hannað af alþjóðlegum vinnuhópi sem ís- land er aðili að. RAI-mælitækið hefur þegar verið innleitt á öldrunarlækningadeildum landsins og er nú unnið að þróun greiðslukerfis í tengslum við það og nrun það taka mið af þörfum aldraðra og umönnunar- úrræðum frekar en sjúkdómsgreiningum. Þá eru í þró- un sérhæfð mælitæki fyrir líknardeildir, RAI-PC (Palli- ative Care) og fyrir geðdeildir, RAI-MH (Mental Health). Greiðslukerfi í geðheilbrigðisþjónustu lúta sömu lögmálum og í öldrunarþjónustu, það er greiðslu- hlutinn byggist á mati á þörfum einstaklinga ásamt meðferðarúrræðum í stað sjúkdómsgreininga. Jóhannes M. Gunnarsson Höfundur er fram- kvæmdastjóri lækninga á Landspítala. Læknablaðið 2003/89 927
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.