Læknablaðið - 15.12.2003, Síða 17
FRÆÐIGREINAR / OFNÆMISLOST
Geitunga- og býflugnaofnæmi
— nýr vágestur á Islandi?
Unnur Steina
Björnsdóttir'
SÉRFRÆÐINGUR f
LYFLÆKNINGUM, OFNÆMIS-
OG ÓNÆMISLÆKNINGUM
Erling Ólafsson3
SKORDÝRAFRÆÐINGUR
Davíð Gíslason1
SÉRFRÆÐINGUR í LYF- OG
OFNÆMISLÆKNINGUM
Sigurveig Þ.
Sigurðardóttir2
SÉRFRÆÐINGUR í BARNA-,
OFNÆM3S- OG ÓNÆMIS-
LÆKNINGUM
'Göngudeild ofnæmis- og
lungnasjúkdóma Landspítala
Fossvogi, 2Rannsóknarstofnun
Landspítala, ónæmisfræði-
deild, Hringbraut, ’Náttúru-
fræðistofnun íslands.
Fyrirspumir og bréfaskipti:
Unnur Steina Björnsdóttir,
göngudeild ofnæmis- og
lungnasjúkdóma Landspítala
Fossvogi, sími 543 6040.
usb@landspitali. is
Lykilorð: ofnœmi vegna
geitunga og býflugna,
ofnœmislost, afnœming.
Ágrip
Lýst er fyrsta staðfesta ofnæminu fyrir æðvængjum
hjá íslendingi. Hann var stunginn af geitungi og fékk
lífshættulegt ofnæmislost, en skjót og rétt meðferð
varð honum til bjargar. Hérlendis eru bæði skordýr
sem stinga, til dæmis geitungar og býflugur, og skor-
dýr sem bíta (mýflugur). Sjúkdómseinkenni eftir
skordýrastungu/bit geta verið allt frá staðbundnum
óþægindum til lífshættulegs ofnæmislosts. Sagt er frá
helstu skordýrum sem valdið geta þessum einkenn-
um. Mikilvægt er að greina skordýrin rétt. Fái sjúk-
lingur sértæka afnæmingu fyrir geitungum eða bý-
flugum er hægt að koma í veg fyrir ofnæmislost við
endurstungu í yfir 95% tilfella.
Inngangur
Með sumrinu kemur tími aukinnar útivistar. Nýir
vágestir í náttúru Islands geta gert útiveruna að
háskadvöl! Hlýnandi veðrátta og aukin garðyrkja
hafa gert fleiri skordýrum kleift að setjast hér að og
fjölga sér. Þar á meðal eru ýmis skordýr af ættbálki
æðvængna (hymenoptera), það er geitungar, humlur
og býflugur. Ymis skordýr geta lagst á fólk. í megin-
atriðum gera þau það í tvennum tilgangi, til að verja
sig með eiturgaddi á afturenda (ofangreindar æð-
vængjur) eða lil að sjúga blóð með þartilgerðum
munnlimum. í báðum tilvikum geta skordýrin valdið
ofnæmisviðbrögðum og jafnvel banvænu ofnæmis-
losti.
Fyrsti Islendingur með ofnæmi fyrir æðvængjum
greindist veturinn 2002. Hann var stunginn af skor-
dýri sem hann náði ekki að greina og fékk lífshættu-
legt ofnæmislost, en skjót og rétt meðferð varð hon-
um til bjargar. Húðpróf sýndi að um geitungaofnæmi
var að ræða. Hann fær nú afnæmingu (venom im-
munotherapy) og eru litlar líkur að hann fái endur-
tekin viðbrögð þrátt fyrir stungu. Án meðferðar væri
hann í bráðri lífshættu við nýja stungu.
Vegna örrar fjölgunar þessara nýju landnema get-
um við búist við að fleiri verði stungnir og þar með
aukinni tíðni alvarlegra einkenna og jafnvel dauðs-
falla. Mikilvægt er að þekkja einkennin.
Stungur æðvængna eru ein algengasta orsök
dauða vegna ofnæmislosts í heiminum (1, 2). Bráða-
ofnæmi vegna geitunga eða býflugna er talið orsaka
að minnsta kosti 50 dauðsföll á ári í Bandaríkjunum
(3). Alvarleg en ekki banvæn viðbrögð sjást ár hvert
hjá um 5-10 af hverjum 100.000 íbúum (3). Að fáum
árum liðnum má búast við því að nokkrir íslendingar
ENGLISH SUMMARY
Björnsdóttir US, Ólafsson E, Gíslason D,
Sigurðardóttir SÞ
Insect hypersensitivity in lceland
Læknablaðið 2003; 89: 933-40
In this article we review allergic reactions to stinging
insects (hymenoptera) and biting insects (mosquitoes). We
describe the first proven case of sensitization and ana-
phylaxis to hymenoptera in an lcelander.
Yellow jackets, honeybees, paper wasps and hornets
cause most sting reactions. The vespidae species were
first seen in lceland in 1973. Since that time, these insects
have inhabited the island in ever increasing numbers.
Symptoms range from local reactions to systemic
anaphylaxis and even death. Accurate diagnosis is impor-
tant as treatment with venom immunotherapy can prevent
repeated reactions by at least 95%. Local reactions in
children and adults and even widespread urticaria in
children should not be treated with immunotherapy.
Practical measures to avoid these insects and the charac-
teristics of each species are discussed. Physicians and
other health care workers must recognize the symptoms of
insect sting allergy and know when to refer to an allergist
for skin testing and possible immunotherapy.
Key words: allergy, anaphytaxis to hymenoptera.
Correspondence: Unnur Steina Björnsdóttir,
usb@landspitali.is
Ofnæmi fyrir geitungum
• Stungur sem leiöa til kláöa, roða og sársauka á
stungustaö eru óþægilegar en hættulausar
• Stungur sem leiöa af sér einkenni fjarri stungu-
stað, til dæmis dreifö útbrot, bjúg, andþyngsli,
eöa yfirlið, geta veriö hættulegar. í þessum tilvik-
um á aö gera sértækt húöpróf (á A3 á Landspítala
Fossvogi)
• Sé húðpróf jákvætt VERÐUR sjúklingurinn aö fá
rétta meöferö sem er afnæming. Meöferöin tekur
þrjú til fjögur ár, fyrst gefin vikulega, síöan á
fjögurra vikna fresti. Hún veitir 95% vörn og getur
því komiö f veg fyrir aö viökomandi fái lífshættuleg
einkenni viö endurstungu.
fái alvarleg einkenni eftir skordýrastungur ár hvert. í
nýlegri grein í Náttúrufræðingnum var sagt frá ýmsu
sem lýtur að stungum geitunga (4).
Læknablaðið 2003/89 933