Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2003, Side 18

Læknablaðið - 15.12.2003, Side 18
FRÆÐIGREINAR / OFNÆMISLOST Aculeata (gaddvespur) Formicidae Vespidae Apldae (mauraætt) (geitungaætt) (býflugnaætt) Polistinae Vespinae Bombinae Apinae (pappírsvespur) (geitungar) (humlur) (býflugur) Polistes Vespa Bombus Apis Vespula Paravespula Dolichovespula Mynd 1. Venslatengsl Hymenoptera (œðvœngja). Ættbálkurinn hymenoptera skiptist meðal annars i œtt- irnar formicidae, vespidae og apidae, og svo frekari skipting þeirra síðasttöldu í þœr œttkvíslir sem hér eru helst til umfjöllunar. Tilgangur þessarar greinar er að auka vitneskju heilbrigðisstétta um einkenni og meðferð við ofnæmi af völdum skordýra því það er nauðsynlegt að læknar séu vel á verði, þekki einkennin og viti hvenær rétt sé að vísa til ofnæmislæknis. Fái sjúklingur rétta meðferð kemur það í veg fyrir alvarlegar afleiðingar (5,6). Sjúkrasaga 41 árs gamall íslenskur karlmaður er hundaþjálfari, en stundar auk þess veiðar á haustin. I starfi sínu og sem veiðimaður hefur hann dvalist mikið erlendis í skógum og fjalllendi og oft orðið fyrir skordýrabiti. Hann var að aka norðan við Malmö í Svíþjóð og varð þá var við flugu á mælaborðinu sem hann hugð- ist fæla burt með hendinni en var þá stunginn í hand- legginn. Ekki sá hann fluguna það vel að hann gæti greint hverrar tegundar hún var. Um 15 mínútum síð- ar var hann orðinn útsteyptur af ofsakláða og ofsa- bjúg og missti meðvitund, en vaknaði upp aftur eftir meðferð á sjúkrahúsi. Húðpróf með pikk-prófi var jákvætt fyrir Paraves- pula vulgaris. Mynd 2. Fjórar tegundir af geitungaœtt hafa náð að setjast hér að. Á myndinni er húsageitungur fpara- vespula germanicaj sem var sennilega fyrstur til að nema hér land. Skordýr sem stinga og valda ofnæmi A mynd 1 má sjá hvernig ættbálkurinn hymenoptera (æðvængjur) skiptist í helstu ættir: formicidae, vespi- dae og apidae sem greinast í þær ættkvíslir sem hér eru til umfjöllunar. Um 1979 voru aðeins tvær tegundir komnar til landsins (7,8). Nú hafa fjórar tegundir af geitungaætt (mynd 2) náð að setjast hér að. Auk þess hafa borist hingað tegundir af ættkvíslunum vespa og polistes, en ekki numið land enn sem komið er. Húsageitungur (Paravespula germanica) var senni- lega fyrstur til að nema hér land, um 1973 í miðbæ Reykjavíkur. Húsageitungur er hér á ystu mörkum þess sem hann getur lifað við og útbreiðsla hans enn takmörkuð við höfuðborgarsvæðið. Húsageitungar velja búum sínum stað inni á húsþökum, í holrými milli þilja og á háaloftum eða holum í jörðinni, til dæmis á bak við steinhleðslur og hraunhellur í blóma- beðum. Holugeitungur (Paravespula vttlgaris) fannst fyrst með bú 1977. Líkt og húsageitungur hefur þessi teg- und aðeins fundist á höfuðborgarsvæðinu. Veruleg áraskipti eru á fjölda hans, en hann getur þrifist betur við íslenskar aðstæður en húsageitungur. Staðsetning búa er sú sama og hjá húsageitungum. Trjágeitungur (Dolichovespula norwegica) fannst hér fyrst 1980 í Skorradal og í Neskaupstað. Trjágeitung- ar hafa dreifst hratt um landið og þrífast þeir mun betur hérlendis en hinar tegundimar. Bú hans eru ber- skjölduð. Þau hanga undir þakskeggjum, á glugga- körmum, á klettum, steinum, þúfnakollum og í trjám og runnum. Roðageitungur (Paravespula rufa) fannst hér fyrst 1986, en bú hans fannst ekki svo öruggt sé fyrr en 1988. Tegundin er mjög sjaldgæf og hafa aðeins tvö bú fundist síðan. Hann gerir bú sín í holum í jörðinni. Trúlega á hann mjög erfitt uppdráttar hér. Af býflugnaætt (Apidae) finnast hérlendis einnig fjórar tegundir. Ein hefur væntanlega verið hér frá fornu fari, tvær bárust hingað með varningi á síðari hluta 20. aldar og námu land, en sú fjórða hefur verið flutt inn til hunangssöfnunar (9). Móhumla (Bombus jon- ellus) (mynd 3) finnst um land allt og hefur ef til vill borist hingað með land- námsmönnum. Hún finnst einkum í grósku- miklu mó- og kjarrlendi. Mynd 3. Humlur (bombusj hafa náð verulegri útbreiðslu Garðhumla (Bombus hortorum) fannst hér fyrst árið 1959 og náði verulegri útbreiðslu um suðvestanvert landið. Hún varð nokkuð algeng á höfuðborgarsvæðinu á 7. og 8. áratugnum en síð- an fjaraði undan henni og nú er hún orðin afar fágæt. Ef lil vill er húshumlu um að kenna, en sennilega hefur garðhumla ekki staðist samkeppnina. Vegna sérhæfðra lífshátta þrífst garðhumla einungis í görð- um. um allt land. Móhumla finnst einkum I kjarr- og mólendi en garðhumla er fágœt í görðum á suðvestur- horninu. Húshumla kýs helst nábýli við manninn og rœktarlönd hans. Húshumla (Bombus lucorum) fannst fyrst á höfuð- borgarsvæðinu 1979. Henni hefur vegnað afar vel hérlendis og dreifst hratt um láglendi umhverfis land- ið, allt upp í hálendisbrúnir. Þó kýs hún helst nábýli 934 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.