Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2003, Síða 21

Læknablaðið - 15.12.2003, Síða 21
FRÆÐIGREINAR / OFNÆMISLOST sú sama og fullorðinna. Aðeins um 10% barna (undir 16 ára aldri) sem fengu útbreiddan ofsakláða við stungu fengu ofnæmislost við næstu stungu (22). Börn eiga því ekki að fá afnæmismeðferð. Annað gildir um fullorðna þar sem yfirleitt er gefin afnæm- ing þó að einkenni einskorðist við húðina (23). 4. Einkenni vegna eitrunar (toxic reactions) Verði einstaklingur fyrir mörgum stungum í einu get- ur það valdið eituráhrifum. Eitrið (venom) getur leitt til blóðþrýstingsfalls og jafnvel dauða (24). Oft er erf- itt að greina milli ofnæmislosts og eituráhrifa. Því þarf að rannsaka þessa einstaklinga nánar með of- næmisprófum. 5. Sermaveiki (serttm sickness) Einkenni um sermaveiki eru ofsakláði, bjúgur, lið- verkir, eitlastækkanir, hiti og almennur slappleiki. Þau koma í ljós um viku eftir stunguna. Þessir ein- staklingar eru í meiri hæltu en aðrir að fá ofnæmislost við næstu stungu og ættu því að fá afnæmingu (25). 6. Ofnœmislost (mynd 7) Alvarlegasta afleiðing stungu er ofnæmislost. Of- næmislost er lífshættulegt og því þarf að meðhöndla það án tafar (26, 27). Ofnæmislost er IgE-miðlað ónæmissvar og verður þegar IgE á yfirborði mast- frumna eða basafrumna þekkja ofnæmisvaldinn (venom). Ræsing á frumum á sér stað með losun á boðefnum (meðal annars histamíni, tryptasa, leuko- triene-C4 og prostaglandíni-D2). Þetta leiðir til ofsa- kláða og ofsabjúgs, æðavíkkunar og blóðþrýstings- falls með örum hjartslætti. Bólguboðefnin valda berkjusamdrætti og einkennum frá meltingarvegi eins og ógleði, uppköstum, kviðverkjum og niðurgangi (28). Einkenni frá öndunarfærum og hjarta- og æða- kerfi geta leitt til dauða (26). Einkennin koma oftast innan 15 mínútna frá stungunni. Stunga hvar sem er á líkamanum getur leitt til of- næmislosts. Hættulegastar eru þó stungur á höfði eða hálsi (29). Tíðni ofnæmislosts eftir stungur er 0,4-3% (3). Ofnæmislost er algengara undir tvítugu og um helmingi algengara hjá karlmönnum en konum. Það er sennilega vegna þess að karlmenn eru meira út- settir. Um 17% þeirra sem fá lost hafa sögu um mikil staðbundin viðbrögð við fyrri stungum og 30% hafa sögu um annað bráðaofnæmi (30). Hafi einstaklingur fengið ofnæmislost við stungu eru um 60% líkur á að það endurtaki sig við endur- stungu. Einnig það er algengara hjá fullorðnum en börnum. Því alvarlegri sem einkennin voru þeim mun líklegra er að þau endurtaki sig (31). Meöferö Sjúklingar með sögu um alvarleg einkenni við skor- dýrastungum eiga að 1) forðast snertingu við þessi skordýr eins og hægt Mynd 7. Ofnœmislost eftir er. stungu. Flugan sest á hand- 2) bera á sér adrenalín til inndælingar, til dæmis legg fórnarlambsins. Epi-pen®, andhistamín og barkstera. 3) fara í meðferð með sértækri afnæmingu (ven- om specific immunotherapy) Forðast skordýrin sem um ræðir Þetta er hægara sagt en gert. Geitungar ráðast sjaldn- ast til atlögu nema þeir séu ónáðaðir í búinu. Frá því eru þó undantekningar. Eyða skal búum sem finnast nálægt heimilum. Mesta hættan stafar af geitungabú- um síðsumars á lokastigi í þroskaferli búsins þegar nýjar drottningar og karldýr verða til og þernurnar finna aukna þörf til að verja búið. Stundum lenda klippur garðeiganda við hauststörf í miðju búi. Einn- ig er tími rifsberjatínslu varhugaverður þar sem bú geta leynst í rifsberjarunnum. Oft er mestur þéttleiki berjanna nálægt búunum því þar hefur fuglum verið haldið í skefjum. Þegar hausta tekur eiga þernurnar meiri tíma aflögu til að huga að eigin fæðuöflun og sækja þá gjarnan í ýmsan mat; sætindi og sérstaklega gosdrykki. Matarbiti úti í garði getur boðið hættunni heim. Gosdósir eru sérstaklega varhugaverðar. Geit- ungar fara gjarnan ofan í dósirnar og lenda síðan uppi í munni neytandans við næsta sopa. Innan dyra reynist vel að sprauta hárlakki á geitunga eða reyna að bana þeim í einu höggi. Bent skal á að hafa þétt net yfir vögnum barna sem sofa úti. Lélegt net yfir barnavagni getur reynst verra en ekkert. Þeim sem er hætta búin af völdum stungna skal bent á að dökk eða skærlituð föt laða að skordýr og því er skynsamlegt að vera í hvítum/ljósum fatnaði (21). Ilmefni draga að sér skordýr og því er rétt að sneiða hjá notkun snyrtivara. Ilmur og daunn af mat draga einnig að skordýr. Fólk ætti ekki að ganga berfætt úti við og það á að klæðast síðum buxum og hafa hanska við störf í garðinum. Fólk með skordýra- ofnæmi á að verja andlitið með neti við þær aðstæður sem bjóða hættunni heim. Læknablaðið 2003/89 937
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.