Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 28

Læknablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 28
FRÆÐIGREINAR / VÖÐVASPENNUTRUFLUN dæmis getur sjúklingur fengið einkenni þegar hann gengur áfram en ekki þegar hann gengur afturábak (3). Á vöðvariti sjást merki um stöðugan samdrátt sem kemur samtímis fram í samverkandi og gagn- verkandi vöðvahópum (2,4). Einkenni vöðvaspennutruflunar versna oft við álag og streitu, en slökun og ákveðin sjálfsskynörvun (sensory tricks/geste antagonistique) sem sjúkling- arnir temja sér og er einstaklingsbundin getur í sum- um tilvikum dregið úr þeim. Sem dæmi urn skynörv- un má nefna að snerta á sér hökuna eða afturhluta höfuðs. Þetta getur leitt til þess að einkennin séu ranglega talin vera af sálrænum toga (1-3). Oftast eru einkennin viðvarandi yfir daginn en hverfa í svefni (2, 5). Almennt er tilhneiging til þess að þau ágerist með tímanum sem leiðir oft til varanlegrar ailögunar á líkamsstöðu (2). Frekari lýsingar á einkennum ein- stakra heilkenna er að finna hér á eftir. Faraldsfræði vöðvaspennutruflana Sjálfsprottin vöðvaspennuheilkenni eru tiltölulega sjaldgæf. Fáar vel unnar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið gerðar og sýna flestar að heildaralgengi allra sjálfsprottinna sjúkdómsmynda sé á bilinu 6-33 af hverjum 100.000 (6-12). Algengið er líklega van- metið vegna fjölda vangreindra tilfella. í nýlegri óbirtri heilþjóðarrannsókn á íslandi reyndist algengi sjálfsprottinnar vöðvaspennutruflunar vera hærra en áður hefur fundist (13). Staðbundin vöðvaspennu- truflun er talin vera að minnsta kosti tífalt algengari en altæk. Fleiri konur en karlar þjást af þessum sjúk- dómum og almennt aukast líkurnar á því að fá stað- bundna vöðvaspennutruflun með aldri (6,12,14-16). Lýst hefur verið mismun á aldri við upphaf einkenna í hinum ýmsu heilkennum sem einnig er háður kyni, og undirstrikar það að afbrigðin eru líklega ekki einn og sami sjúkdómur og mismunandi lífeðlismeina- fræði getur búið að baki (15,16). Flokkun vöövaspennutruflana Birtingarmynd vöðvaspennuheilkenna er breytileg og lítið er vitað um undirliggjandi orsakir. Hefur það leitt til þess að mörg flokkunarkerfi eru í notkun. Helstu flokkanir hafa miðast við orsök, aldur við upphaf einkenna og dreifingu einkenna. Á síðustu árum hafa fundist erfðagallar í sumum fjölskyldum sem hefur leitt til enn nýrrar flokkunar (17-19). Það gefur auga leið að talsverð skörun er á milli flokkun- arkerfa og er líklegt að framtíðarþekking muni leiða til grundvallarendurskoðunar á þeirn. Eftirfarandi eru dæmi um flokkanir sem tíðkast að nota: Sjálfsprottin eða afleidd vöðvaspennutruflun Vöðvaspennutruflun má skipta í: a) sjálfsprottna og b) afleidda (2). Til sjálfsprottinna heilkenna teljast þau sem engin ástæða finnst fyrir auk ættlægrar vöðva- spennutruflunar. Afleidd vöðvaspennutruflun getur komið eftir áverka á taugakerfið, svo sem eftir heila- blóðfall, höfuðmeiðsli eða útlimameiðsli, verið fylgi- fiskur heilaæxlisvaxtar, súrefnisskorts í fæðingu eða lyfja- og eiturlyfjanotkunar (2, 5, 20, 21). Algengust viðvarandi afleiddrar vöðvaspennutruflunar í full- orðnum er síðkomin (tardive) vöðvaspennutruflun sem orsakast af langtímanotkun sefandi lyfja (neuro- leptics/antipsychotics) (12, 22, 23). Einkenni eru einkum ósjálfráðar hreyfingar á kjálka og í munni (4). Önnur þekkt aukaverkun sefandi lyfja er augn- vöðvaspennutruflun (oculogyric crisis) en útlima- og hálsvöðvaspennutruflun getur einnig komið frarn. Þessi einkenni eru oftar tímabundin en viðvarandi. Aðrar gerðir vöðvaspennutruflana eru ýmist tald- ar með afleiddri vöðvaspennutruflun eða sem sér- flokkar. Er þar um að ræða vöðvaspennutruflun ásamt öðrum taugaeinkennum, svo sem Parkinson- einkennum eða vöðvarykkjum (myoclonus). í arf- gengum taugahrömunarsjúkdómum kemur vöðva- spennutruflunin samhliða stigversnandi taugahrörn- unarsjúkdómi, svo sem Wilsons sjúkdómi eða Hunt- ingtonsjúkdómi (2). í Parkinsonveiki er sársaukafull vöðvaspennutruflun algeng. Einkennin koma og fara og eru háð dópamínlyfjainntöku. Sársaukafull vöðva- spennutruflun getur einnig þróast í kjölfar áverka á útlim eða taugakerfi (reflex sympaticus dystropia with dystonia/complex regional pain syndrome) (24). Vöðvaspennutruflun af sálrænum toga er mjög sjald- gæf (2,3,25). Flokkun byggð á aldri við upphaf einkenna Stundum eru mörk sett við 20 ára aldur og sagt að þeir sem byrji með einkenni fyrir þann aldur hafi snemmbúna vöðvaspennutruflun en hinir sagðir hafa síðbúna vöðvaspennutruflun (3, 26). Hjá sjúklingum með sjálfsprottin einkenni er aldur við upphaf ein- kenna mikilvægasti þátturinn sem spáir fyrir um horfur sjúklinga. Því fyrr sem einkennin koma fram, þeim mun líklegra er að þau verði alvarleg og breiðist til annarra líkamshluta (2). Þessi flokkun er að öllum líkindum úrelt í ljósi vaxandi þekkingar á eðli og or- sökum sjúkdómanna. Flokkun eftir líkamsdreifmgu einkenna Eftir líkamsdreifingu einkenna er sjúkdómsmyndum skipt í a) staðbundna, b) geiraskipta, c) fjölhreiðra, d) helftarvöðvaspennutruflun og e) altæka vöðva- spennutruflun. Sjálfsprottin heilkenni lýsa sér eink- um með staðbundnum einkennum sem oftast eru bundin við einn líkamshluta. Stundum byrja einkenn- in staðbundið, en dreifast til aðlægra líkamshluta. Þróun í altæka vöðvaspennutruflun er sjaldgæf (2, 27). Einkennin geta lagst á næstum hvaða líkamshluta sem er. Algengasta form staðbundinnar vöðvaspennu- 944 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.