Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2003, Page 33

Læknablaðið - 15.12.2003, Page 33
FRÆÐIGREINAR / AÐSKILINN LUNGNAHLUT Aðskilinn lungnahluti (pulmonary sequestration) - sjúkratilfelli Tómas Guðbjartsson Erik Gyllsted PerJönsson SÉRFRÆÐINGAR í HJARTA- OG LUNGNASKURÐ- LÆKNINGUM Ágrip Aðskilinn lungnahluli er sjaldgæfur meðfæddur galli þar sem hluti lungna er án tengsla við lungnaberkjur og lungnablóðrás. Lungnahlulinn tekur því ekki þátt í loftskiptum. Oftar en ekki veldur aðskilinn lungna- hluti einkennum, oftast lungnasýkingum. Sjúkling- arnir geta einnig verið án einkenna og greinast slund- um fyrir tilviljun. Hér er lýst áður hraustri 17 ára gamalli stúlku sem greindist með aðskilinn lungna- hluta í kjölfar lungnabólgu og ígerðar í hægra lunga. Greining fékkst með tölvusneiðmyndatöku og segul- ómun. Lungnahlutinn var fjarlægður með opinni skurðaðgerð og var staðsettur í neðra blaði lungans. Tæpu ári eftir aðgerðina er sjúklingurinn einkenna- laus og við góða heilsu. Sjúkratilfelli ENGIISH SUMMARY Guðbjartsson T, Gyllsted E, Jönsson P Pulmonary sequestration - a case report and review of the litterature Læknablaðið 2003; 89: 949-52 Pulmonary sequestration is an uncommon congenital malformation where non-functioning lung tissue is separated from the normal bronchopulmonary tree and vascularized by an aberrant systemic artery. We describe a previously healthy 17 year old girl who was diagnosed with intralobar sequestration following a pneumonia and pulmonary abscess. The diagnosis was made with on CT- scan and confirmed by MRI angiography. A right lower lobectomy was performed and six months later the patient was without symptoms. The case is discussed and the literature reviewed. Sautján ára sænsk stúlka sem verið hafði hraust veiktist með hósta, hita og takverk í hægri síðu í byrjun árs 2003. Eftir tæplega viku veikindi leitaði hún til heimilislæknis og var sett á sýklalyf vegna gruns um lungnabólgu. Einkenni héldust óbreytt þrátt fyrir sýklalyfjameðferð og því var fengin lungnamynd sem sýndi lungnabólgu í neðri hluta hægra lungnablaðs (mynd 1). Við skoðun var bank- deyfa yfir neðri hluta lungans og slímhljóð við lungnahlustun. Púls var 83 slög á mínútu en blóð- þrýstingur eðlilegur. Hvít blóðkorn og CRP (C-reac- tive protein) voru hækkuð en önnur blóðpróf reynd- ust eðlileg. Einkenni létu ekki undan sýklalyfjameð- Key words: pulmonary sequestration, case report, lobectomy. Correspondence: Tómas Guðbjartsson, tomasgudbjartsson@hotmail.com ferð og grunur vaknaði um ígerð í lunganu. Því voru fengnar tölvusneiðmyndir af lunganu sem sýndu 8x6 cm stóra ígerð í neðra blaði hægra lunga og lungna- bólgu í nærliggjandi lungnavef (mynd 2). Auk þess sást afbrigðileg slagæð sem teygði sig frá ósæð, rétt ofan þindar, fram fyrir vélinda og inn í ígerðarsvæðið Hjarta- og lungnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson Hjarta- og lungnaskurðdeild Háskólasjúkrahúsinu Lundi S 226 53 Lundur, Svíþjóð tomasgudbjartsson @hotmail.com Lykilorö: aðskilinn lungna- hluti, sjúkratilfelli, blaðnám. Figure 1. A chest X-ray showing pneumonia in the medial and basal portions ofthe right lower lobe. Figure 2. A CTscan showing an 8 x 6 cm abscess in the right lower lobe with atelectasis and pneumonia in the surrounding lung parenchyma. Læknablaðið 2003/89 949

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.