Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2003, Síða 40

Læknablaðið - 15.12.2003, Síða 40
FRÆÐIGREINAR / LUNGNASJÚKDÓMAR Tafla II. Helstu orsakir hypoxemíu. Sjúkdómar í lungnavef Langvinn lungnateppa Millivefjasjúkdómar í lungum Lungnabólga Lungnamar Samfall (atelectasis) Hjartasjúkdómar Vinstri hjartabilun Kransæöasjúkdómur Mttrallokuleki Mítrallokuþrengsli Ofvökvun vegna hjartaþilunar eða nýrnabilunar Göt milli hólfa ARDS sepsis ásvelging briskirtilsbólga innöndun eitraöra efna lungnabólga Lungnaæöasjúkdómar lungnaháþrýstingur segarek til lungna æðabólgur æöamissmíð Lungnablöörublæöing (e. diffuse alveolar hemorrhage) Goodpasture’s syndrome bandvefssjúkdómar æðabólgur hemosiderosis beinmergsflutningur Umræða Tilfellið er lærdómsríkt og reynir á rökrétta greiningu hypoxemíu. Langvinn hypoxemía getur leitt til lungnaslagæðaháþrýstings (e. secondary pulmonary hypertension). Þegar háþrýstingur í lungnaslagæð greinist er lykilatriði að útloka fyrst sjúkdóma eða ástand sem veldur langvinnri hypoxemíu (sjá töflu II um helstu orsakir hypoxemíu). Lungnaslagæðaháþrýstingur af óþekktri orsök (prímer lungnaslagæðaháþrýstingur (PLH)) er skil- greindur sem meðalþrýstingur (mean pulmonary art- ery pressure) hærri en 25 mmHg við hvíld, eða 30 mmHg við áreynslu ef ekki eru til staðar sjúklegar breytingar í lungnavefnum, hjartasjúkdómar, band- vefssjúkdómar eða segarek til lungna (1). Flest tilvik eru stök en ættarsaga hefur fundist í 6- 10% tilfella og virðist sjúkdómurinn erfast ríkjandi með ófullkominni sýnd (2). Nýgengi PLH er 1-2 tilfelli/milljón íbúa en sjúkdómurinn er mun algeng- ari í konum en körlum (3, 4). Hann getur greinst á hvaða aldri sem er en algengast er að hann komi fram á þriðja áratug hjá konum og á þeim fjórða hjá körl- um (2). Margir þættir eru tengdir PLH. Þekktastur þeirra er notkun megrunarlyfja, svo sem amínórex fumar- ate og fenflúramíne. Notkun þeirra tengist faraldri sjúkdómsins í Sviss, Þýskalandi og Austurríki í kring- um 1960 og í Evrópu um 1995 (5). Aðrir áhættuþættir eru HlV-sýking, amfetamín og kókaínneysla, port- æðaháþrýstingur, meðfædd samleiðsla milli aðal- og lungnablóðrásar og bandvefssjúkdómar (4). Faralds- fræðilegar rannsóknir hafa ekki sýnt tengsl við notkun p-pillunnar þrátt fyrir ýmsar vangaveltur um tengsl estrógens og PLH þar sem sjúkdómurinn er al- gengari meðal kvenna (6). Meinafræðilegar rannsóknir á PLH benda til að háþrýstingurinn stafi af þrengslum í litlum lungna- slagæðum með medial hypertrófíu og fíbrósu í lam- ina interna æðanna (7). Nokkrar rannsóknir hafa sýnt trudun í starfsemi æðaþels þar sem myndun prosta- sýklíns og köfnunarefnisoxíðs minnkar en myndun endóþelíns eykst. Hins vegar er ekki vitað hvort þessi truflun í starfsemi er orsök sjúkdómsins eða afleiðing af stöðugri skemmd í æðaveggjum (8,9). Rannsóknir hafa sýnt meira af endóþelín 1 í þvagi PLH sjúklinga en heilbrigðra en endóþelín 1 veldur æðasamdrætti og fjölgun á sléttum vöðvafrumum í æðaveggjum lungnaslagæða. Lyf sem blokka virkni endóþelíns 1 lækka lungnaslagæðaþrýsting og geta í sumum tilfell- um bætt úthald og minnkað mæði sjúklinga með PLH (10). Mæði er algengasta einkenni sjúklinga með PLH. Önnur einkenni eru slappleiki, brjóstverkur, yfirlið, bjúgur á útlimum og hjartsláttartruflanir (2). Oft finnst ekkert markvert við líkamsskoðun nema ef sjúkdómurinn er farinn að valda hægri hjartabilun. Vegna ósértækra einkenna tekur gjarnan langan tíma að greina PLH. Blóðrannsóknir eru venjulega ósértækar en úti- loka þarf HlV-sýkingu, lifrar- og gigtarsjúkdóma. Röntgenmynd af lungum getur sýnt breytingar, svo sem stækkun á lungnaslagæðum, hægrigátt og slegli, ásamt eðlilegum lungnavef. Sneiðmynd af lungnaæðum og -vef er mikilvæg til að útiloka aðra sjúkdóma sem geta valdið lungna- slagæðaháþrýstingi (e. secondary pulmonary hyper- tension). Hjartalínurit getur sýnt hægri öxul með áberandi P bylgju í undirvegg og R bylgju meira áberandi en S bylgju í fyrstu brjóstleiðslu (Vj). Hafa ber í huga að ofangreindar rannsóknir eru oftast innan eðlilegra marka þar til sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig með mikilli hækkun á lungna- slagæðaþrýstingi. Hjartaómun er notuð til greiningar og eftirfylgni á PLH en varast ber að hún getur verið eðlileg á vægari stigum sjúkdómsins þegar þrýstingur er ekki orðinn mjög hár, eins og hjá sjúklingi okkar. Hjartaómun getur sýnt bæði virkni og stærð hægra slegils ásamt útfallsstuðli og hægt er að reikna út slagbilsþrýsting í lungnaslagæð. Hjartaómun er ekki síður mikilvæg til að útiloka lokusjúkdóma, meðfædda galla og sjúk- dóma í vinstri hluta hjarta og nýtist afar vel við eftir- fylgni. Sex mínútna göngupróf er mikilvægt til að kanna áreynslugetu, svörun við meðferð og horfur sjúk- linga. Hægri hjarlaþræðing er gerð til að staðfesta sterkan grun um PLH. Hjartaþræðing segir til um 956 Læknablaðid 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.