Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2003, Side 49

Læknablaðið - 15.12.2003, Side 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ stöðumanna með því að láta málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga ekki ná til ákvarðana um starfslok opinberra starfsmanna. Þetta er sýnu alvarlegra þeg- ar haft er í huga að með setningu stjórnsýslulaga var verið að gera lágmarkskröfur til stjórnsýslunnar, eins og segir í skýringarriti Páls Hreinssonar prófessors um stjómsýslulögin. Þar segir ennfremur að mark- mið laganna sé að tryggja réttaröryggi borgaranna gagnvart stjórnvöldum. Það liggur því fyrir að með skerðingarfrumvarp- inu eiga opinberir starfsmenn ekki einu sinni að njóta lágmarkskrafna né heldur þarf að tryggja þeim réttaröryggi í samskiptum við stjórnvöld þegar kem- ur að uppsögn þeirra. Skynsamleg vi&brögð Eins og fyrr segir er því sjónarmiði haldið á loft að verið sé að jafna aðstæður launþega á almennum markaði og á opinberum markaði. Þetta er að sínu leyti göfugt markmið og sanngjarnt og er höfuðrök- semd leiðarahöfundar Morgunblaðsins sem segir laugardaginn 15. nóvember: „Viðbrögð forsvars- manna samtaka opinberra starfsmanna eru fyrirsjá- anleg, en engu að síður óskynsamleg." Ég vil hins vegar ítreka það að markaðsaðstæður í hvorum geira samfélagsins um sig eru ólíkar. Annars vegar er mark- aður þar sem samkeppnislögmál eru ríkjandi og hins vegar markaður þar sem samkeppnislögmál eru víkj- andi en þjónustuviðhorf eru allsráðandi án samkeppn- issjónarmiða. I mörgum tilfellum eru tiltölulega fá störf í boði fyrir mjög sérhæfða menntun og stundum aðeins hjá einum vinnuveitanda undir hatti ríkisins. Um leið eru starfsmennirnir ef til vill ofarlega í valda- pýramídanum og beinlínis um almannahagsmuni að ræða að þeir komi skoðunum sínum á framfæri, þyki þeim einhverju áfátt á starfsvettvangi sínum. Eða viljum við koma málum þannig að ungt sérhæft fólk hugsi sig tvisvar um áður en það ákveður að taka sig upp með fyrirhöfn og kostnaði til að flytja heim með þeirri áhættu og múlbindingu sem því fylgir ef frum- varp þetta verður að lögum? Þegar saman fer skerðing á réttarvernd opinberra starfsmanna, aukið vald forstöðumanna, sameining stofnana og miðstýring er full ástæða fyrir opinbera starfsmenn og almenning í landinu að óttast um tján- ingarfrelsi og sjálfstæði háskólamanna. í ljósi þess sem sagt hefur verið tel ég að viðbrögð forystumanna opinberra starfsmanna hafi verið fyrir- sjáanleg og skynsamleg. Býr það ef til vill í framtíðinni að opinberir starfs- menn hafi ekki það skjól fyrir ofríki sem þeir hafa haft og að sjálfsögð mannréttindi þeirra verði í vitum okkar sem ilmur liðinna daga? Árshátíð LR verður haldin að Breiðvangi, Hótel íslandi laugardaginn 24. janúar Hljómsveit: Hljómar Reyklaus árshátíð Nánar auglýst síðar Læknablaðið 2003/89 965

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.