Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STARFSUMHVERFI LÆKNA Tjáningarfrelsi óánægðra lækna Málþing um faglegt sjálfstæði háskólamanna og lækna - Skýrsla Vinnueftirlitsins sýnir óánægju lækna með yfirstjórn Landspítalans Það var eins og öll stjórnvöld legðust á eitt til að tryggja líflegar umræður á ráðstefnu sem LÍ og Bandalag háskólamanna efndu til 20. nóvember síð- astliðinn. Umræðuefnið var tjáningarfrelsi ogfaglegt sjálfstœði háskólamanna og þegar nýbúið var að dag- setja ráðstefnuna lagði ríkisstjórnin fram frumvarp um breytingar á lögum um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna sem skerða mun mjög rétt þeirra gagnvart uppsögnum. Eins og þetta væri ekki nóg bættu stjórnendur Landspítala um betur og sögðu Sigurði Björnssyni upp stöðu yfirlæknis lyflækninga krabbameina, að því er virðist fyrir það eitt að vilja láta reyna á það fyrir dómstólum hvort stefna Land- spítalans og framkvæmd hennar standist samkvæmt lögum landsins. Þrátt fyrir þetta var ráðstefnan ekki ýkja fjöl- menn, hverju sem um var að kenna. Hins vegar voru umræðurnar bæði fjörugar og upplýsandi. Eftir setn- ingarræðu Sigurbjörns Sveinssonar formanns LI (sem birt er hér í blaðinu) flutli Einar Páll Tamimi lektor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík fróðlegt yfirlit um tjáningarfrelsi þeirra sem starfa hjá hinu opinbera; Jón Ásgeir Sigurðsson formaður Starfs- mannafélags Ríkisútvarpsins fjallaði um fjölmiðla og tjáningarfrelsið á RÚV; Elsa B. Friðfinnsdóttir for- Kristrún Heimisdóttir lög- frœðingur stjórnar pall- borðsttmrœðum á ráð- stcfntt LÍ og BHM. Þröstur Haraldsson maður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga greindi frá stöðu heilbrigðisstarfsmanna inni á stofnunum og Sigurður Guðmundsson landlæknir og varaformaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana lýsti hlutunum frá sjónarhóli stjórnenda. Eftir kaffið stjórnaði Kristrún Heimisdóttir pall- borðsumræðum en í þeim tóku þátt ína Björg Hjálm- arsdóttir formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, Magnús Jónsson veðurstofustjóri, Bryndís Hlöðvers- dóttir alþingismaður, Hafdís Ólafsdóttir forstöðu- maður nefndasviðs alþingis og Gísli Tryggvason framkvæmdastjóri BHM. Að jafna réttin niöur á við Umræðurnar snerust að talsverðu leyti um áðurnefnt lagafrumvarp sem allir ræðumenn voru sammála um að væri mikil afturför í mannréttindamálum. Magnús Jónsson veðurstofustjóri upplýsti að það væri ekki pantað af forstöðumönnum ríkisstofnana þó vissu- lega þættu þeim gildandi reglur um uppsagnir heldur þunglamalegar. Hann tók hins vegar undir með öðrum fundarmönnum í því að frumvarpið gengi allt of langt, með því væri réttur starfsmanna til andmæla og til að krefjast rökstuðnings fyrir uppsögn afnuminn. Einar Páll Tamimi vísaði til þeirra ummæla ráð- herra að með frumvarpinu væri verið að jafna rétt þeirra sem störfuðu á almennum og opinberum vinnu- markaði. Einar sagði það ekki til siðs þegar jafna ætti rétt manna að jafna niður á við, það er að skerða rétt þeirra sem hafa betri stöðu. Það væri hins vegar ætl- unin nú að færa réttarstöðu opinberra starfsmanna niður í það horf sem ríkir á almennum vinnumarkaði en þar væri ástandið „ömurlegt“ eins og hann orðaði það. Kvaðst hann efast um að réttleysið sem þar ríkti stæðist mannréttindasáttmála Evrópu. Frumvarpið væri því einstæð atlaga að tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna. Við hvern er trúnaðurinn? Samspil tjáningarfrelsis og trúnaðar var mönnum hugleikið. Elsa lýsti stöðunni eins og hún er á Land- spítala þar sem mörg stjórnunarlög eru á milli hins óbreytta læknis eða hjúkrunarfræðings og þeirra sem geta tekið stórar ákvarðanir um starfsemi spítalans. Þetta væri svifaseint kerfi og þess vegna væri ekkert undarlegt við að fólk nýtti sér þær leiðir sem til eru framhjá kerfinu, svo sem að leita til fjölmiðla með mál sem á því brenna. Þá vaknar spurningin um það við hvern menn eiga að halda trúnað. Er það við stofnunina og stjórnendur hennar eða eru menn bundnir trúnaði við eigandann, almenning í landinu? Þessi spurning snýr ekkert síður að embættis- mönnum sem oft standa frammi fyrir því að stjórn- málamenn taka ákvarðanir sem orka tvímælis. Bryn- dís nefndi dæmi af svonefndu Tamílamáli í Dan- mörku þar sem ráðherra vísaði nokkrum flóttamönn- um úr landi án þess að þeir gætu nýtt sér stjómar- skrárvarinn rétt sinn lil upplýsinga og andmæla. Þar var ekki nóg með að ráðherrann hrökklaðist frá (og felldi raunar ríkisstjórnina) heldur var ráðuneytis- stjóranum og fleiri háttsettum embættismönnum 968 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.