Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KENNSLUBÓK í GEÐLÆKNISFRÆÐI Ný kennslubók í geðlæknisfræði Tómas Helgason Ulnk Fiedrlk Mdlt. Nilt Retterttol oq Alv A. Oahl Lærebok i psykiatri % Forsíða bókarinnar Lœrebok i psykiatri. í ÁGÚST síðastliðnum var haldið hér í Reykjavík 27. norræna geðlæknaþingið. Þátttaka var mikil og þing- ið þótti takast mjög vel. Einn var þó ljóður á, allt þinghaldið fór fram á ensku, raunar eins og næstsíð- asta þing sem haldið var í Kaupmannahöfn árið 2000. Vegna skyldleika, sameiginlegs menningararfs og svipaðrar menntunar er norræn samvinna mikilvæg fyrir Norðurlöndin öll og nauðsynlegt að við getum rætt saman á norrænum tungum, sem eru flestum tamari og auðveldari en enska. Sú enska sem menn reyna að tala á svona fundum verður oftast það sem kallað hefur verið „the bad language of science“, sem notendur skilja varla sjálfir, hvað þá aðrir. Tveimur vikum eftir að þinginu lauk barst mér í hendur ný útgáfa af norskri kennslubók um geðlækn- isfræði eftir Malt, Retterstöl og Dahl (1). Þessi bók hefði eiginlega átt að vera skyldulesning fyrir alla þátttakendur svo þess að færa umræðuna yfir á nor- rænt mál og til að þeir væru með yfirlit um hvað væri ferskast í fræðunum. Því miður gat það ekki orðið þar eð bókin kom ekki út fyrr en rétt um svipað leyti og þingið var haldið. Hún gefur mér hins vegar kærkom- ið tækifæri til minna íslenska læknanema og lækna, sérstaklega geðlækna og heimilislækna, á nauðsyn þess að læra og lesa skanínavísk mál og nota þau í samskiptum við kollega frá hinum Norðurlöndunum. Bókin gerir nýjustu stefnum og straumum í geð- læknisfræði nokkurn veginn jafnhátt undir höfði og minnir þannig rækilega á nauðsyn þess að menn kunni nokkuð fyrir sér í margs konar meðferðar- tækni. Bókin skiptist í þrjá meginhluta, 1) sögu ásamt fræðilegum bakgrunni, 2) klínískan hluta um ein- staka sjúkdóma og raskanir og 3) almennan meðferð- arhluta og umfjöllun um ýmis sérsvið geðlæknisfræð- innar. í fyrsta hluta bókarinnar er almennur inngang- ur og stuttur kafli um sögu sérgreinarinnar. Síðan er fjallað ítarlega um þann grunn sem greinin stendur á í vefrænu, geðrænu og félagslegu tilliti, sem læknar verða að kunna nokkur skil á til þess að gera lesend- um bókina og fræðin aðgengilegri. Fjallað er um gagn- reynda geðlæknisfræði, viðtal, geðskoðanir, rann- sóknaaðferðir og sérstaklega um taugalíffræðilegar rannsóknir. í hinum meira klíníska hluta bókarinnar er fjallað um geðsjúkdóma bæði með hliðsjón af klassískum evrópskum viðmiðum og í tengslum við nýtísku greiningarkerfi, ICD 10 og DSM IV. Minnt er á að klassísk skipting í nevrósur og psýkósur er enn gagn- leg þrátt fyrir að greiningarkerfin noti ekki þessi hug- tök beint. Astæða er til að benda heimilislæknum sér- staklega á kaflana um lyndis- og kvíðaraskanir, en í þeim eru greiningarskilmerkjum og meðferð gerð mjög góð skil bæði í texta og með skemum. Sem dæmi má nefna skema um forsendur þess að verjandi sé að beita samtalsmeðferð eingöngu við þunglyndis- raskanir. Sérstakir kaflar eru um aðlögunar- og áfallaraskanir, átraskanir, sál-vefræn einkenni og raskanir, og geðraskanir í tengslum við aðra sjúk- dóma. Síðarnefndu tveir kaflarnir eru mjög gagnlegir fyrir alla lækna sem vilja hafa heildrænt viðhorf til greiningar og meðferðar sjúklinga sinna. Kaflarnir fjalla um áhrif tilfinninga og geðshræringa á líkamleg einkenni og hvernig líkamlegir sjúkdómar og raskan- ir geta valdið geðrænum einkennum. Þeir eru þörf áminning til allra sérfræðinga um að þeir eru fyrst og fremst læknar sem þurfa að skoða einstaklinginn sem heild og sem hluta af fjölskyldu eða starfshópi án þess að einblína á einhverjar efnafræðilegar eða mólekúl- bíólógískar rannsóknaniðurstöður. Afengis- og eitur- lyfjamisnotkun eru gerð ítarleg skil og lögð áhersla á að sjúklingar með slíkar raskanir hafa oftar en ekki aðra geðsjúkdóma jafnframt. I þessum hluta bókar- innar er að sjálfsögðu ítarlegur kafli um sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir og forvarnir gegn þeim. í þriðja hluta bókarinnar eru kaflar um mikilvæg sérsvið, svo sem um geðraskanir þroskaheftra og öldrunargeðlækningar. Síðustu 150 síðurnar eru að mestu um meðferðar- form sem notuð eru í geðlækningum sem að nokkru er búið ijalla um áður í tengslum við einstaka sjúk- dóma. Þarna er og stuttur kafli um réttargeðlækning- ar, en í honum er rætt um ýmis siðfræðileg vandamál sem nauðsynlegt er að allir læknar kunni skil á. Bók- inni lýkur á kafla um bráðameðferð geðraskana utan sjúkrahúsa og meðferð þar til sjúklingurinn kemst á sjúkrahús, ef á þarf að halda. I heild er bókin vel uppsett, mjög læsileg með til- vitnunum í grunnheimildir og ábendingum um ítar- efni, m.a. á netinu. Helsti galli bókarinnar er að hún er yfir 900 blaðsíður, en erfitt er að gera stórri sér- grein læknisfræðinnar skil í mikið styttra máli. 1. Malt UF. Retterstöl N, Dahl AA. Lærebok i psykiatri. Oslo: Gyldendal akademisk; 2003. - ISBN 82-05-28070-3. - 942 blaðsíður. - Verð: 745 nkr. I í 972 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.