Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 57

Læknablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS í síðasta þætti Læknablaðins um lyfjamál ræddi Eggert Sigfússon lyfjafræðingur um svokölluð lífs- stílslyf (1). Þetta er hugtak sem heyrst hefur fleygt á opinberum vettvangi jafnt hérlendis sem erlendis. Eggert hefur pistil sinn á að skilgreiningu hugtaksins: „Skilgreining er nokkuð á reiki, en segja má að hér sé um að ræða lyf sem eiga að hafa áhrif á sjúkdóma eða sjúkdómseinkenni sem rekja má til rangra lifnað- arhátta.” (1) Þar sem höfundurinn sagði að skilgreining væri á reiki leitaði undirrituð að viðurkenndri alþjóðlegri skilgreiningu. Byrjaði sú leit í gagnagrunnum á net- inu. Komst ég þá að því að ráðstefna verður haldin í Philadelphia í Bandaríkjunum 3.-4. maí á næsta ári undir heitinu: Lifestyle Drugs World 2004 (iviviv. lifescienceworld.com/2004/life_US). Þar er tekið fram í kynningu að skilgreining sé á reiki og það þurfi að ræða hana á þinginu. Síðan hafði ég samband við fyrrum samstarfs- mann minn Dr. Claus Mpldrup dósent við danska lyfjafræðiháskólann í Kaupmannahöfn, þar sem ég vissi að hann hefur rannsakað þetta svið í nokkur ár. I bók sem kom út eftir hann árið 1999 er eftirfarandi skilgreining á lífsstflslyfjum: „Þegar klínískt heilbrigður einstaklingur notar lyf í þeim tilgangi að auka eðlilega getu sína.”(2) Hvað það þýðir að bæta „eðlilega” getu einstak- lings er skilgreint ítarlega í bók þessari. Hann sagði mér að ýmislegt hefði gerst síðan bókin kom út og hann væri með yfirlitsgrein í ritrýningu þessa stund- ina um skilgreiningu hugtaksins lffsstflslyf. Samkvæmt upplýsingum hans hafa skilgreiningar á hugtakinu lífsstílslyf skipst í tvö hom: Annars vegar em ákveðnir lyfjaflokkar merktir sem lífsstflslyf; og hins vegar em ákveðnar ábendingar sem stjóma því hvort um lífsstílslyfjanotkun er að ræða. Má í því sambandi benda á að seinni gerðin af skilgreiningu er í anda þeirrar sem Eggert Sigfússon notar, þó svo hann haldi áfram með sína skilgreiningu yfir í fyrri gerðina: „Síðan má eflaust lengi deila um hvort einstök lyf falli undir skilgreininguna. Það má færa rök fyrir því að lyf við offitu (A08), blóðfitulækkandi lyf (C10), lyf við stinningarvanda (G04BE) og lyf við nikótínfíkn (N07BA) megi heimfæra undir þessa flokkun þó auð- vitað finnist tilvik þar sem orsakir sjúkdóms eru aðrar en rangir lifnaðarhættir.”(l). Vandamálið við að skilgreina lífsstílslyf eftir lyfja- flokkum er að nánast öll lyf geta heyrt undir slíka skilgreiningu. Til dæmis er ómögulegt að draga lín- una sem dregin var í síðasta Læknablaði þar sem fjór- ir lyfjaflokkar (lyf við níkótínfíkn, blóðfitulækkandi lyf, stinningarlyf og lyf við offitu) voru taldir til lífs- stílslyfja, en lesandinn gat spurt sig af hverju geð- deyfðarlyf, getnaðarvarnalyf og margir aðrir lyfja- flokkar komu ekki við sögu. Vandamálið þegar ábendingar eru notaðar sem grundvöllur er einnig stórt. Það er varla til sá sjúk- dómur í vestrænu þjóðfélagi sem ekki hefur einhverja hugsanlega tengingu við lífsstíl. Einnig hefur það neikvæð áhrif á þá sjúklinga sem hafa ábendingar fyrir notkun lyfjanna. Til dæmis sýndi nýleg eigindleg rannsókn í Danmörku að konur sem nota geðdeyfð- arlyf af gerðinni SSRI finna fyrir því að þær eru brennimerktar þar sem þessi lyf eru kölluð „ham- ingjupillur” á dönsku (3). Einnig birtist grein í Við- skiptablaðinu nýlega þar sem það er talið óþolandi að fólk með ættlæga hækkun á kólesteróli þurfi að sitja undir því ámæli að vera neytendur lífsstílslyfja (4). Claus Mpldrup leggur til að sátt komist á um al- þjóðlega skilgreiningu á lífsstílslyfjum og byggi hún á fyrri skilgreiningu hans. Hún verði: „Lífsstílslyf hafa ekki aðeins það hlutverk að lina, lækna eða fyrirbyggja velskilgreinda sjúkdóma eða einkenni, heldur að bæta það sem yfirleitt er skil- greint sem eðlilegt ástand eða geta. Lyf verða lífsstíls- lyf ef einstaklingurinn sem nýtur þeirra álítur ástand sitt eðlilegt.” í viðtali sem tekið var við Claus í danska dagblað- inu Extrabladet nýverið ræðir hann þessa skilgrein- ingu og gefur dæmi um hvernig skilja megi milli þess sem telst notkun vegna sjúkdóms annars vegar og lffstfls hins vegar. (5) Ef eldri karlmaður með sykur- sýki er hefur risvandamál sem afleiðingu af sjúk- dómnum, telst stinningarlyf ekki vera lífsstflslyf. A hinn bóginn, þegar fimmtugur karlmaður sem eignast þrítuga kærustu vill hafa kynlífsgetu á við þrítugan mann og notar til þess stinningarlyf, telst það vera lífsstflslyf. Heimildlr 1. Sigfússon E. Lyfjamál 119: Lífsstflslyf. Læknablaðiö 2003; 89: 891. 2. Mðldrup C. Den medicinerede normalitet. Kaupmannahöfn: Gyldendal, 1999. 3. Knudsen P, Hansen EH, Traulsen JM. Perceptions of younger woman using SSRI antidepressants - a reclassification of stigma. Int J Pharm Pract 2002; 10: 243-52. 4. Lífsstflslyf - ekki alltaf sanngjörn umfjöllun. Viðskiptablaðið 19. nóvember 2003. 5. Et liv pá piller. Extrabladet, 16. nóvember 2003 (s. 28). Anna Birna Almarsdóttir annaba@hi.is Höfundur er lyfjafræðingur Ph. D., dósent í stefnumörkun og stjórnun lyfjamála við Lyfjafræðideild HÍ og fram- kvæmdastjóri ráðgjafafyrir- tækisins AL-BAS ehf. Læknablaðið 2003/89 973
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.