Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2003, Side 58

Læknablaðið - 15.12.2003, Side 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STEFNUMÓTUN CPME Meðferðaráætlun fyrir evrópska lækna með geðsjúkdóma og/eða fíkilshegðun Katrín Fjeldsted Höfundur er heimilislæknir og fulltrúi Læknafélags íslands í CPME. Samtök evrópskra lækna (CPME) hafa samþykkt eftirfarandi stefnumótun í málefnum lækna með geðsjúkdóma og/eða fíkilshegðun (www.cpme. be). A 20. öld varð réttur til heilbrigðis að veruleika í flestum Evrópulöndum og smám saman hafa menn farið að telja ávana- og fíkniefnavanda til sjúkdóma. Þar með dró verulega úr fordómum sem ríktu í garð þeirra sem glíma við vandann. Það er þessum breyt- ingum að þakka að geðheilbrigðisþjónusta hefur samlagast almennri heilbrigðisþjónustu og réttur til heilbrigðis auk almenns aðgangs að hei 1 brigðisþjón- ustu hefur náð til hvers landsins á fætur öðru í Evr- ópu. En jafnvel þótt svo sé hefur það sýnt sig að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk nýtur lakari heilbrigðisþjónustu en aðrir. A seinni árum hefur komið í ljós að oftast haga heilbrigðisstarfsmenn, og þá einkum læknar, sér ekki eins og venjulegir sjúklingar þegar þeir eru veikir. Þar að auki hafa geðsjúkdómar og fíkilshegðun enn neikvæðan stimpil, jafnvel meðal starfssystkina, því vaninn er að leita sér ekki hjálpar; starfsfélagar gætu litið á sjúkdóminn sem veikleikamerki. Margt af því fólki sem er frá vinnu vegna veik- inda, fatlað á einhvern hátt eða óvinnufært hefur lent í þessu og verið haldið veikindum sem hægt hefði verið að lækna. Hvað heilbrigðisstarfsfólk varðar, sérstaklega lækna með vandamál af þessu tagi, leikur óttinn við að félagarnir komist að hinu sanna stórt hlutverk, hindrar þá í að biðja um hjálp og leita heil- brigðisþjónustu. í þessum tilvikum er tilhneigingin sú að hafa samviskubit yfir sjúkdóminum, breiða yfir hann og fela, fresta því að leita hjálpar og gera bata- horfur þar með verri. Þetta er ekki eingöngu mál ein- staklingsins heldur snertir einnig lýðheilsu þar sem ástandið getur verið áhætlusamt fyrir heilsu þeirra sem þessir læknar sinna. Yfirlit Margar kannanir hafa sýnt að samband læknis og sjúklings eða læknis og meðferðaraðila lýtur ekki sömu meginreglum og gilda fyrir aðra, og það tekst ekki að koma á fót raunverulegu sambandi milli læknis og sjúklings. Þessu til viðbótar fela þessir sjúk- lingar vanda sinn sem best þeir geta, ekki síst ef um geðsjúkdóm eða ávana/fíkn er að ræða. Þeir leita ekki hjálpar og reyna að halda áfram að vinna eins og ekkert hafi í skorist. Það gæti verið vegna for- dóma sem enn eru fyrir hendi í garð sjúkdómanna og sjúklinganna sem þjást af þeim, kannski eru þeir hræddir um að upp komist, að þeir missi faglegt traust sjúklinga sinna, virðingu kolleganna og jafnvel vinnuna. Allt þetta hefur gríðarleg áhrif á fjölskylduna og andrúmsloft á vinnustað, veldur vanrækslu, gerir starfið slakara og veldur áhættu fyrir þann hóp fólks sem sinna á. Klögumálum fjölgar, sjúklingar láta sig hverfa og deilur koma upp á vinnustaðnum. Þetta er því lýðheilsuvandamál sem hefur víðtæk áhrif og þarf því að reyna að koma í veg fyrir eftir fremsta megni. Þegar svona er komið finnst þessum sjúklingum erfitt að neyta réttar síns til heilbrigði því þeir nota hina almennu heilbrigðisþjónustu venjulega ekki í veikindum og því mynda þeir, þótt fáránlegt megi teljast, einn af þeim sjúklingahópum sem verst er sinnt heilsufarslega. Ur því svona er komið teljum við fyrst af öllu nauðsynlegt að koma á eftirliti af hálfu fagfólks svo að tryggja megi viðeigandi hjálp í slíkum tilvikum án þess að valda hættu fyrir þá sem læknarn- ir þjóna. I öðru lagi ættum við að tryggja það að trún- aður geti ríkt svo aðgangur að sérfræðiþjónustu verði greiðari. Það að trúnaður ríki og beitt sé aðferðum til að tryggja gott faglegt starf eru tvö lykilatriði ef hægt á að vera að ná tveimur helstu markmiðum þessa verk- efnis: I fyrsta lagi að sinna þeim heilbrigðisstarfs- mönnum sem eru haldnir geðsjúkdómi eða ávana/ fíkn með því að nota sértæka og sérhæfða þjónustu í því skyni og í öðru lagi að fullvissa almenning um að heilbrigðisstarfsmenn séu hæfir til að sinna fagi sínu. Læknafélögin og/eða þeir aðilar sem hafa faglegt eftirlit með læknum eru best til þess fallin að tryggja veikum læknum aðgang að meðferðarprógrammi í samræmi við siðareglur og faglegar kröfur. Fyllsta trúnaðar verði gætt og þeim tryggt að þeir fái endur- hæfingu svo þeir geti snúið aftur til starfs síns. Þeir sem stjóma lýðheilsu í hverju landi bera ábyrgð á heilsu almennings, og sérstaklega á heil- brigðisþjónustu fyrir þá lækna sem vinna í þágu hins opinbera, og ættu því að fjármagna flest meðferðar- úrræðin í samstarfi við samtök lækna, bæði stéttar- félög og fagfélög. Vitandi um þetta lýðheilsuvandamál, svo og stöð- uga framför í gæðum heilbrigðisþjónustu, og með það í huga að bæta heilsu íbúanna, lítur fastanefnd CPME, svo á að samræma og þróa þurfi samræmd viðbrögð og meðferðarúrræði í öllum löndum Evr- ópusambandsins og löndum þeim tengdum. CPME 974 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.