Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2003, Síða 62

Læknablaðið - 15.12.2003, Síða 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF BLÖÐUM SÖGU LÍ „Hypnotica“ og „sedativa" gerð afritunarskyld Hér fer á eftir bréf formanns Læknafélags íslands frá 1971, Arinbjarnar Kolbeinssonar, til þáverandi landlæknis, Sigurðar Sigurðssonar. Tilefnið er ályktun af fundi Kvenfélagasambands íslands sem LÍ hefur borist þar sem skorað er á lækna landsins að gæta varúðar við ávísun lyfja sem geta valdið ávana og fíkn. 7. sept. 1971 Hr. landlæknir, Sigurður Sigurðsson, Arnarhvoli, R. Læknafélagi Islands hefur borizt fundarályktun frá Kvenfélagasambandi Islands, þar sem því er slegið föstu, að þörf sé að áminna lækna um meiri varúð varðandi ávísanir á ávanalyf og fíknilyf. Kvenfélaga- sambandið skorar á læknastéttina að gæta varúðar í því að gefa lyfseðla fyrir lyfjum, sem flokkast geta undir ávana- og fíknilyf. Ekki hefur stjórn Læknafélags íslands áður borizt skrifleg ábending eða kvörtun frá félagasamtökum varðandi gáleysi lækna í ávísun ávanalyfja og hefur eigi í höndum neinar sannanir fyrir því, að slíkt gá- leysi viðgangist hér, og ef svo er, hvaða hlut læknar eiga þar að máli. Hins vegar ber þess að geta, að í blaðaskrifum hefur þó þráfaldlega verið haldið fram, að læknar ávísi um of fíkni- og ávanalyfjum, gefið er í skyn í skrifum þessum, að þeir eigi meginsök á notkun fíkniefna hér á landi. I því sambandi viljum við benda á grein í dagblaðinu Vísi 9. apríl 1970 undir fyrirsögninni „Læknastéttin of laus á ávísun vana- lyfja“ og grein í Morgunblaðinu 17. apríl 1971, en auk þess hafa allmargar fleiri greinar birzt í blöðum, sem hníga í þá átt, að læknar eigi verulega sök á of- notkun ávana- og fíknilyfja. Þessi órökstuddi fréttaflutningur getur óhjákvæmi- lega haft óheppilegar og alvarlegar afleiðingar, og má í því sambandi nefna, að sjúklingar, sem þarfnast þessara lyfja, verða óeðlilega tortryggnir gagnvart áhrifum og notkun þeirra. Ólöglegur innflutningur og ólögleg sala fíkniefna og fíknilyfja getur þróast í landinu í skjóli þess, að hjá læknum sé að leita orsaka ofnotkunar ávanalyfja og fíkniefna. Órökstuddur fréttaflutningur sem þessi gerir því tvennt í senn, að torvelda eðlilega lækningastarfsemi og auðvelda smygl og ólöglega sölu fíkniefna, ávana- og fíknilyfja í landinu. Þess vegna er nauðsynlegt, að kannað verði nú þegar verði til hlítar, hvort um sé að ræða misnotkun eða ofnotkun umræddra lyfja í starfsemi lækna og verði þá beitt lögum um endurritunarheimild í víðtækari mæli en hingað lil hefur verið gert. Fundarsamþykkt Kvenfélagasambandsins fylgir enginn rökstuðningur, og er því eðlilegast að álykta, að hún sé fram komin begna blaðaskrifa og orðróms, sem skapazt hefur, en fundarsamþykktin sýnir skoð- anir almennings á þessum efnum og gefur sannarlega tilefni til þess, að málið sé rannsakað og greið svör gefin. Þá er einnig þess að geta, að í fundarsamþykkt- inni fellst áminnig um varkárni í ávísun deyfilyfja. Nú er ekki vitað, hverjir eða hvort nokkrir yfirleitt þurfi á slíkri áminningu að halda, og af þeim ástæðum er rannsókn óhjákvæmileg. Með tilliti til þess, sem að framan segir, fer stjórn Læknafélags íslands þess á leit við heilbrigðisyfir- völd, að „hypnotica" og „sedativa" verði nú þegar gerð afritunarskyld. Gerðar verði skýrslur um ávís- anir og notkun þessara lyfja með sama hætti og nú er gert um hin sterkari fíkni- og deyfilyf. Ef svo kynni að fara, að einhvers staðar finnist mistök í sambandi við notkun hypnotica og sedativa, þá er það ósk Lækna- félags íslands, að lögum frá 1968 verði beitt til leið- réttingar slíkra mála, ef slíkt reynist nauðsynlegt. Afritun þessara lyfja mun eigi gerð í öðrum lönd- um, og hefur ekki verið talin þörf á henni hér, en auk þess krefst hún allmikillar vinnu og kostar nokkurt fé. Nú er hins vegar brýn þörf á þessari athugun til þess að eyða órökstuddum orðrómi, gera vissa þætti lækningastarfseminnar framkvæmanlega með eðli- legum hætti og beina athygli fólks að hinum raun- verulegu orsökum nautnalyfja- og nautnaefnavanda- máls í nútímaþjóðfélagi. Við viljum benda á, að ef tekin er upp nútíma- tækni við afritun lyfseðla, verður vinna vart tilfinnan- lega mikil. Þar sem um svo mikið velferðarmál er að tefla, ætti ekki að horfa í kostnað, sem eðlilegt er, að greiddur verði úr ríkissjóði. Við væntum þess, að heil- brigðisyfirvöld sjái sér fært að hefja athugun þessa hið fyrsta. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Læknafélags íslands Guðmundur Jóhannesson Arinbjörn Kolbeinsson gjaldkeri formaður 978 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.