Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2003, Side 67

Læknablaðið - 15.12.2003, Side 67
S M A S J A I N • leiða til dauða • eru lífshættulegar • valda varanlegum skaða eða langvar- andi fötlun • leiða til innlagnar á sjúkrahús • eru nýjar áður óþekktar aukaverkan- ir eða milliverkanir • þegar tíðni þeirra virðist aukast eða þær verða alvarlegri Tilkynna skal allar aukaverkanir þeirra lyfja sem sérstaklega er verið að fylgjast með, það er þeim lyfjum sem hafa verið skemur á markaði en fimm ár. Tilkynna skal aukaverkun þó aðeins leiki grunur á að hún tengist lyfinu. Lyfjastofnun birtir á heima- síðu sinni lista yfir ný lyf sem hafa komið á markað síðustu fimm árin www.lyfjastofn- un.is Þar er einnig að finna eyðublað til að tilkynna aukaverkun. Tafla 1. Aukaverkanatilkynningar á íslandi Áriö 2002 Áriö 2003 fram til 1.11. Fjöldi aukaverkana- tilkynninga t heild 17 15 Tilkynningar vegna nýrra lyfja 4 5 Alvarlegar aukaverkanir 8 3 Á árinu 2003 hafa borist 15 tilkynningar og var þriðjungur vegna nýrra lyfja, það er fimm tilkynningar vegna fjögurra nýrra lyfja, tvær tilkynningar vegna rófecoxíb (Vioxx) og vegna esómeprazól (Nexium), glatiram- er (Copaxon) og fimmgilda bóluefnisins Pentavac. Á síðasta ári bárust 17 lilkynn- ingar vegna lyfja, þar af fjórar vegna þriggja nýrra lyfja, tvær vegna inflixímab (Remi- cade) og sitt hvor vegna tíbólón (Livial) og zípraídon (Zeldox). Hvernig standa íslenskir heilbrigöisstarfsmenn sig? Aukaverkanatilkynningar í Noregi eru um 1300 á ári, í Svíþjóð 3200 og Danmörku um 1500, sem er um ein tilkynning á 3000-3500 íbúa á ári. Tilkynningafjöldi á íslandi er ein tilkynning á 17.000 íbúa ári. Það er misjafnt hversu vel gengur að fá heilbrigðisstéttir að tilkynna aukaverkanir í löndunum á evr- ópska efnahagssvæðinu. Norðurlöndin standa sig yfirleitt vel í samanburði við hin Evr- ópulöndin nema Island sem sker sig úr hópnum í þessu tilviki. Hverjir eiga að tilkynna? Þeir sem eiga að tilkynna aukaverkanir eru heilbrigðisstarfsfólk. Danir hafa áhuga á að bæta aukaverkanatilkynningar hjá sér þrátt fyrir að þeir fái um 1500 tilkynningar á ári og hafa því frá í sumar ákveðið að taka við tilkynningúm sem berast beint frá sjúkling- um. Hin EES-löndin munu fylgjast grannt með þessu og ef vel tekst til er líklegt að slíkar tilkynningar verði teknar upp í fleiri löndum. Ekkert er nýtt undir sólinni Úr grein Óskars Þ. Þórðarsonar: Reglur um lyfjagreiðslur sjúkrasamlaga. Læknablaðið 1951; 35: 26-31. Höfundur fjallar um reglur sem Tryggingastofnun ríkisins hefur nýverið gefið út. Hann lýkurgrein sinni með eftirfar- andi: Tilgangurinn með þessum nýju reglum er fyrst og fremst sá, að draga úr lyfjakostnaði sjúkrasamlaganna, en hann hefir stóraukizt á undanförnum árum. Ber margt til þess, verðhækkun á hráefnum til lyfjagerðar, ný þýðingarmikil lyf, en dýr, og svo lyfjanotk- unin, sem sjúkrasamlögin hafa stöðugt am- azt við, bæði hér á landi og annars staðar. Lyfjanotkunin er viðkvæmt mál, einkum þegar á það er litið frá sjónarmiði lækna og sjúklinga. Allir starfandi læknar þekkja lyfjahungur fólksins og vita hverjar afleið- ingar það hefir fyrir þeirra veraldlegu vel- ferð ef þeir taka upp á því að gefa góð ráð í stað lyfja, þegar þeirra er ekki brýn þörf. Eins og oft hefir verið minnzt á áður, eink- um rétt fyrir kosningar, þá búum við íslend- ingar við svo léleg sjúkrahússkilyrði, að okkur er til mikillar vansæmdar. Allur sá fjöldi, sem fær ónóga læknisþjónustu vegna sjúkrahússkortsins, leitar til heimilislækn- Var Grettir ofvirkur með athyglisbrest? Á vefsvæði einu þar sem hagyrðingar landsins skemmta sér við að kveðast á birtist ekki alls fyrir löngu athyglis- verð kenning um ástæðuna fyrir ógæfu Grettis Ásmundssonar. Höfundur limrunnar er góðkunnur hagyrðingur úr læknastétt, Hjálmar Freysteinsson heilsugæslulæknir á Akureyri. Limran er svohljóðandi: Ungur var Grettir með gort við glímur og hverskonar sport. Hann var ólmhuga og ör, hann var útlægur gjör. Það var alltfyrir rítalínskort. anna í von um að fá hjálp. Er þá skiljanlegt, að læknirinn freistist til þess að skrifa eitt vitaminreceptið í viðbót - ut aliqui fiat. Þó margt megi um lyfjanotkunina segja, þá er það íslenzkum læknum til lofs, að hún er sízt meiri hér á landi en hjá nágrannaþjóð- um okkar, sem hafa samskonar heilbrigð- islöggjöf og við, en stórum betri sjúkrahús- kost. En þrátt fyrir þetta, þá hygg ég að læknar hefðu gott af því að hugleiða, hvort ekki sé hægt að komast af með bæði færri og ódýrari lyf, án þess að meginregla lækn- isstarfsins sé með því brotin, en hún er: Vel- ferð sjúklinganna er öllu æðri. Læknablaðið 2003/89 983

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.