Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 69

Læknablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 161 Klinikfárdig Davíð Gíslason, lyflæknir, sendi tölvupóst í tilefni af umræðu í 159. pistli (Læknablaðið 2003; 89: 801) um flokkunarheiti á þann áfanga að sjúklingur sé orðinn útskriftarfær. Hann sagði heitið eiga við um sjúklinga sem lokið hefðu rannsóknum og meðferð á legudeild og gætu því strangt til tekið útskrifast. Af ýmsum ástæðum útskrifast sumir þó ekki og bíða úrlausnar annarra mála, svo sem félagslegra aðstæðna. Davíð sagðist vel geta fallist á heitið útskriftarfær, en honum finnst útskriftarhæfur betra. Því er til að svara að undirritaður sér lítinn mun á þessum heitum og getur fellt sig við hvort heldur sem er. I fyrra tilvikinu má með öðru orðalagi segja að sjúklingur sé fœr um að útskrífast, en í því síðara að hann sé hœfur til að útskrífast. Islensk orðabók Eddu birtir eftirtaldar skýringar á þessum tveimur lýsing- arorðum fær: 1 sem getur margt, duglegur, hraustur, sterkur, hœftleikamikill 2 duglegur í klettum 3 sem unnt er að fara um, farandi, og hæfur: 1 sem hefur getu til einhvers, fœr 2 raunsannur, ekki uppspunninn 3 (í lögfr.) sem hefur þá eiginleika sem lög krefjast til e-s tiltekins starfa, réttarstöðu e.þ.h. Tveir aðspurðir íslenskufræðingar gátu ekki orðið sammála um hvort orðið væri betra, en vonandi getur nefndin, sem fæst við flokkunarheitin í vistunarkerfinu, komist að niðurstöðu um val á öðru þeirra. Hypovolemia Alma Möller, svæfingalæknir, hringdi og bað um að- stoð vegna grísk-latneska heitisins hypovolemia. íð- orðasafn lækna birtir íslenska heitið blóðþurrð, sem er alls ekki gott vegna þess að sama íslenska heitið er einnig notuð um ischemia. Hypovolemia er notað um minnkað blóðmagn í æðakerfi líkamans. Það er samsett úr orðhlutunum hypo-, sem er gjarnan notað um skort eða of lítið af einhverju, -vol-, sem er stytting úr volumen og vísar í magn eða rúmmál, og -emia, sem er stytting úr gríska orðinu haima, blóð. Heitið ischemia er hins vegar notað um staðbund- inn blóðskort í vef eða líffæri af völdum þrengsla eða lokunar í æðum á viðkomandi svæði. Staðbundinn blóðskortur er gjaman undanfari vefjadreps. Ischemia er einnig samsett orð. Fyrri hlutinn isch- er sennilega dreginn af grísku sögninni ischein, að bæla, en síðari hlutinn af nafnorðinu haima, blóð. Blóðþurrð er því gott íslenskt heiti á því hugtaki. Eftir nokkrar umræður kom okkur Ölmu saman um að blóðmagnsskortur væri ágætis heiti á hypo- volemia. Leiðrétta þarf íðorðasafn lækna til sam- ræmis við þetta. Erythema nodosum I tölvupósti Þorkels Jóhannessonar, sem nefndur var í síðasta pistli, var einnig svarað brýningu til við- bragða vegna heitisins erythema nodosum. Um það var rætt í 158. pistli (Læknablaðið 2003; 89: 711) og tilgreind íslensku heitin hnútarós, hnútrós, rósahnút- ar, þrimlaroði, þrimlasótt og þrimlaroðaþot. Óskað var eftir upplýsingum frá læknum um hver af þeim væru í notkun. Þorkell sagðist hafa valið sér heitið húðhnútabólga. Hann beitti þar með þeirri aðferð að þýða ekki beint, heldur að búa til nýtt heiti sem byggir á tilteknum einkennum eða breytingum sem honum finnst skipta mestu máli. Tilvísunin í hinn rauðleita lit, erythema, er jafnframt horfin úr heitinu. Hvað segja húðsjúkdómalæknar við því? Þroskahömlun Fyrirspurn frá iðjuþjálfunarnema leiddi til þess að hugtökin mental retardation og developmental delay voru tekin til skoðunar. Stefán Hreiðarsson, barna- læknir, upplýsti að síðara heitið væri notað um þroskaseinkun eða seinþroska hjá mjög ungum börn- um áður en hægt væri að koma við sértækri grein- ingu. Nákvæm skoðun og mælingar, sem gera mætti síðar, gætu svo leitt til þess að sömu börn fengju greininguna mental retardation eða þroskahömlun. Developmental delay er ekki að finna í Iðorða- safni lækna. Mental retardation gengur þar hins vegar undir nokkrum heitum: vangefni, andlegur vanþroski, greindarskerðing og vitsmunavanþroski. Alþjóðlega sjúkdómaflokkunin ICD-10 bætir við heitinu þroskahefting. Þessi heiti og fleiri, sem tína mætti til frá fyrri tímum, sýna að erfitt er að finna nægilega hlutlaus heiti. Undirrituðum sýnist þó að þroskaseinkun og þroskahömlun séu góð heiti. Skor- að er á þá sem málið varðar að standa vörð um þau, til að reyna að koma í veg fyrir að þau verði niðrandi. Leiörétting í síðasta pistli (Læknablaðið 2003; 89: 885) kom fyrir villa í lýsingu á tengslum svefntímabila og næturógna, þannig að augnkyrrðarsvefni og bliksvefni var víxlað. Beðist er velvirðingar á þessum klaufaskap, en rétt verður viðkomandi málsgrein þannig: Pétur Lúðvígsson, barnalæknir, upplýsti að þessi vel skilgreinda svefnröskun, night terror, kæmi fyrir í augnkyrrðarsvefni (E. non-rapid eye movement eða non-REM-sleep). Martröð (nightmare) ætti sér hins vegar stað í draumsvefni eða bliksvefni (REM-sleep) og muna börnin oftast draumfarirnar sem tengjast martröðinni. Jóhann Heiðar Jóhannsson johaimhj@landspitali.is Læknablaðið 2003/89 985
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.