Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2003, Síða 71

Læknablaðið - 15.12.2003, Síða 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 33 Faraldsfræði í dag Faraldsfræði og heilsuhagfræði Mikið hefur verið rætt hérlendis á síðustu misserum um heilsuhagfræði. Nýhafið er meistaranám í grein- inni innan vébanda viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla íslands. í janúar 2004 verður hleypt af stokkunum nýju meistaranámi í upplýsingatækni á heilbrigðissviði við sama háskóla. Nám þetta er þver- faglegt og standa að því nokkrar deildir háskólans bæði heilbrigðisgreinar (læknisfræði, hjúkrunar- og lyfjafræði) auk verkfræðideildar og félagsvísinda- deildar. Þarna gefst gott tækifæri til sérmenntunar á sviðum heilsuhagfræði, faraldsfræði og útkomu- rannsókna. í þessum pistli mun ég tæpa á þætti faraldsfræði í heilsuhagfræði. Margar aðferðafræðilegar nálganir eru notaðar til að svara spurningum innan heilsuhag- fræði, en ég tel að engin önnur fræðigrein komist með tærnar í þessum efnum þar sem faraldsfræðin hefur hælana. Heilsuhagfræði miðar að því að svara bæði spurn- ingum um þjóðhagsleg áhrif meðferða (e. macro per- spective) en einnig að meta og bera saman einstök meðferðarúrræði og nefnist slíkt hagfræðilegt mat (e. economic evaluation). Heilsuhagfræðilegt mat er ætíð samanburður á að minnsta kosti tveimur með- ferðarvalkostum. Þessir valkostir geta til dæmis verið lyf, læknisaðgerðir, upplýsingagjöf til sjúklinga og fleira. Við slíkt rnat þarf gögn um kostnað við þær meðferðir sem meta á, ásamt þeim útkomum (e. out- comes) sem verða vegna þeirra. Ástæða þess að faraldsfræði skipar stóran sess í heilsuhagfræðirannsóknum er einkum sú að heilsu- hagfræðilegt mat byggir oft á rannsóknum á útkom- um. Útkomurannsóknir eru skilgreindar sem kerfis- bundin athugun á endanlegum áhrifum meðferðar- úrræða á sjúklinga. Með endanlegum áhrifum er átt við að reynt er að komast sem næst þeim áhrifum sem meðferðin hefur á heilbrigði og líf sjúklings. Til dæmis er mæling blóðþrýstings ekki talin hentugur mælikvarði á útkomu úr blóðþrýstingslækkandi lyfja- meðferð, heldur er hin raunverulega útkoma sú hvort sjúklingur fær einhverja sjúkdóma sem orsakast af of háum blóðþrýstingi. Rannsóknaniðurstöður sem nýttar eru til mæl- inga á útkomum eru einkum af fernum toga. Algeng- ast er að nýta klínískar rannsóknir sem eru slembnar íhlutunarrannsóknir þar sem sjúklingar og heilbrigð- isstarfsfólk er blindað gagnvart því hvaða meðferð hver sjúklingur fær (e. randomized controlled clini- cal trials). Þessar rannsóknir teljast hafa hátt innra réttmæti (e. internal validity) sem þýðir að slíkar rannsóknir eru nokkuð færar um að útiloka bjaga (e. bias) og raskanir (e. confounding). Hins vegar hefur verið mikið rætt og ritað um hve þær skorti ytra rétt- mæti (e. external validity) þar sem þær líkja ekki nægjanlega eftir meðferð undir raunverulegum kring- umstæðum. í öðru lagi eru notaðar niðurstöður úr faralds- fræðilegum samanburðarrannsóknum (e. observa- tional studies). Áður hefur verið greint frá saman- burðarrannsóknum í þessum dálki í Læknablaðinu. í þriðja lagi eru notaðar yfirgreiningar (e. meta-ana- lyses) sem einnig hafa verið ræddar í pistli í blaðinu. Slíkar yfirgreiningar eru gerðar annaðhvort á klín- ískum tilraunum eða samanburðarrannsóknum. í fjórða lagi hefur það færst í vöxt að nota mæli- tæki vegna heilsutengdra lífsgæða (e. health related quality of life). Þessar rannsóknir falla ekki undir hefðbundna skilgreiningu á faraldsfræði, en margir faraldsfræðingar hafa sérhæft sig á þessu sviði vegna þekkingar sinnar á gerð spurningalista og tölfræði. Þegar ekki er hægt að nýta sér til fullnustu upplýs- ingar úr rannsóknum er stundum gripið til þess ráðs að kalla saman sérfræðingahópa (e. expert panels) til að fá upplýsingar bæði um áhrif meðferða og kostn- aðarþætti. Sérfræðingarnir eru þá yfirleitt valdir úr röðum hæfustu fræðimanna og heilbrigðisstarfsfólks í þeim sjúkdómi sem verið er að rannsaka. í heilsuhagfræðilegu mati er enn algengast að nota klínískar tilraunir en einnig færist í vöxt að nýta nið- urstöður yfirgreininga. Hins vegar ættu heilsuhag- fræðingar að sækjast eftir að nýta rannsóknaniður- stöður úr samanburðarrannsóknum, þar sem þær beinast að „eðlilegri“ kringumstæðum í heilbrigðis- kerfinu. Þó oft sé hægt að velkjast í vafa um innra réttmæti slíkra rannsókna, hafa þær ótvírætt forskot hvað varðar ytra réttmæti. Að lokum vil ég benda á nokkur alþjóðleg samtök á sviði heilsuhagfræði og útkomurannsókna: - International Society for Pharmacoeconomics and Outcomes Research (ISPOR) www.ispor. org - International Society for Quality of Life Re- search (ISOQOL) www.isoqol.org - International Health Economics Association (iHEA) www.healtheconomics.org - International Society for Pharmacoepidemio- logy (ISPE) www.pharmacoepi.org Anna Birna Almarsdóttir annaba@hi.is Höfundur er lyfjafræðingur, dósent í stefnumörkun og stjórnun lyfjamála við Lyfja- fræðideild HÍ og fram- kvæmdastjóri ráðgjafafyrir- tækisins AL-BAS ehf. Læknablaðið 2003/89 987
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.