Læknablaðið - 15.12.2003, Side 85
LAUSAR STÖÐUR
SHAíi
Sjúl-srahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi
Sérfræðingur í svæfingum
Staða sérfræðings á sviði svæfinga og deyfinga á svæfinga- og skurðdeild Sjúkrahússins og heilsu-
gæslustöðvarinnar á Akranesi er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf. Staðan veitist frá 1. janúar
2004.
Umsóknum ber að skila á þartilgerðu eyðublaöi, sem fæst á skrifstofu landlæknis og á heimasíðu emb-
ættisins. Mikilvægt er að staðfest afrit fylgi af starfsvottorðum, vottorðum um próf og nám, leyfisveit-
ingum og vísindaritgerðum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri
SHA, sími 430 6000, thorirbergmundsson@sha.is Umsóknir á að senda til Guðjóns S. Brjánssonar,
framkvæmdastjóra stofnunarinnar, Merkigerði 9, 300 Akranes fyrir 20. desember 2003.
Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) skiptist í sjúkrasvið og heilsugæslusvið. Á sjúkrasviði er
starfrækt fjölgreinasjúkrahús með örugga vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um kring. Sjúkrahúsið veitir al-
menna og á vissum sviðum sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á lyflækningadeild, handlækningadeild, fæðinga-
og kvensjúkdómadeild, hjúkrunar- og endurhæfingadeild og á vel búnum stoðdeildum þar sem höfuðáhersla
er lögð á þjónustu við íbúa Vestur- og Suðvesturlands. Jafnframt er vaxandi áhersla lögð á þjónustu við íbúa
höfuðborgarsvæðisins. Á heilsugæslusviði er veitt almenn heilsugæsluþjónusta fyrir íbúa í heilsugæsluum-
dæmi Akraness og almenn heilsuvernd og forvarnarstarf sett á oddinn. SHA tekur þátt í menntun heilbrigðis-
stétta í samvinnu við Háskóla íslands og aðrar menntastofnanir. Starfsmenn stofnunarinnar eru um 240 tals-
ins. SHA er reyklaus stofnun. Sjá nánar heimasíðu www.sha.is
Læknastöðin LIND
Opnuó verður ný læknastöð í Bæjarlind 12
þann 5. janúar 2004.
Á stöðinni verða átta fæðinga- og kvensjúk-
dómalæknar auk sálfræðings og næringar-
fræðings. Stefnt er að því að fá fleiri lækna eða
annað fagfólk sem tengist starfsemi kvensjúk-
dómalækna í húsið þar sem enn eru laus þrjú
herbergi. Herbergin eru björt og falleg, ca 30 m2
hvert og skiptast í viðtals- og skoðunarher-
bergi.
Gott aðgengi er að húsinu og nóg af bílastæðum.
Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að hafa sam-
band við Sigrúnu Arnardóttur í síma 693 3913.
Heilsugæslulæknar
Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslustöð-
ina á Akureyri er laus til umsóknar. Gert er ráð
fyrir sérfræðiviðurkenningu í heimilislækning-
um. Staðan veitist eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar gefur Pétur Pétursson, yfir-
læknir, petur@hak.ak.is í síma 899-3523.
Umsóknir um stöðuna berist á þartilgerðum
eyðublöðum frá landlæknisembættinu fyrir 31.
desember nk.
Veffang stöðvarinnar er að finna á slóðinni
www.akureyri.is —► Þjónusta — Heilbrigðismál
—* Heilsugæslustöðin
www.laeknabladSd.is
Læknablaðið 2003/89 1001