Læknablaðið - 15.12.2003, Síða 96
SERLYFJATEXTAR
Celebra (celecoxib)
Abendingar:Til meðhöndlunar á einkennum slitgigtar og iktsýki. Skammtar og l/fjagjöf: Slitgigt: Ráðlagður dagsskammtur er yfirleitt 200 mg einu sinni á sólarhring eða skipt í tvo skammta.Auka má skammtinn eftir
þörfum í 200 mg tvisvar sinnum á sólarhring. lktsýki:Ráðlagður dagsskammtur er 200-400 mg skipt í tvo skammta.Ráðlagður hámarksskammtur á sólarhring er 400 mg. Nota má Celebra með mat eða án. Aldraðir:
Öldruðum (> 65 ára) á í upphafi meðferðar að gefa minni skammtinn (200 mg á sólarhring). Síðar meir má eftir þörfum auka skammtinn í 400 mg á sólarhring. Skert lifrarstarfsemi: Hefja skal meðferð með helmingi
ráðlagðs skammts hjá sjúklingum með staðíesta í meðallagi skerta lifrarstarfsemi sem hafa 25-35 g/l af albúmíni í sermi. Hvað þennan sjúklingahóp varðar liggur einungis fýrir reynsla frá sjúklingum með skorpulifur. Skert
nýrnastarfsemi: Reynsla af notkun celecoxibs handa sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta nýrnastarfsemi er takmörkuð og skal því meðhöndla slíka sjúklinga með varúð. Börn: Celebra er ekki ætlað börnum.Frábendingar
Meðganga og konur sem geta orðið þungaðar, nema notuð sé örugg getnaðarvörn. Hjá þeim tveimur dýrategundum sem hafa verið rannsakaðar hefur komið (Ijós að celecoxib getur valdið fósturskemmdum. Hugsanleg
áhætta fyrir þungaðar konur er ekki þekkt en ekki er unnt að útiloka hana. Brjóstagjöf. Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Þekkt ofnæmi fyrir sulphonamidum. Sjúklingar sem hafa fengið astma,
bráða nefslímubólgu, nefsepa (nasal polyps), ofsabjúg, ofsakláða eða annars konar ofnæmi eftir notkun asetýlsalisýlsýru eða bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID).Virkt ætisár eða blæðingar í meltingarvegi.Bólgusjúkdómur í
þörmum.Alvarleg hjartabilun (congestive heart failure). Alvarlegur lifrarsjúkdómur (albúmín í sermi < 25 g/l eða Child-Pugh 10). Sjúklingar með áætlaða kreatínínúthreinsun < 30 ml/mín. Sérstök varnaðarord og
varúðarreglur við notkun:Hjá sjúklingum sem hafa fengið meðferð með celecoxibi hefur komið fyrir gatmyndun, sár og blæðingar í efri hluta meltingarvegar og hefur þetta í sumum tilvikum verið banvænt. Því skal
gæta varúðar hjá sjúklingum með sögu um sjúkdóm í meltingarvegi, t.d. sármyndun eða bólgur og hjá sjúklingum sem eru í sérstakri hættu hvað þetta varðar. Svo sem við á um önnur lyf sem hemja nýmyndun prostaglandina
hefur sést vökvasöfnun og bjúgur hjá sjúklingum sem nota celecoxib. Því skal nota celecoxib með varúð handa sjúklingum með sögu um hjartabilun, vanstarfsemi vinstri slegils eða háþrýsting og hjá sjúklingum sem eru
með bjúg af einhverri annarri ástæðu, vegna þess að hömlun prostaglandina getur haft í för með sér versnun nýrnastarfsemi og vökvasöfnun. Einnig skal gæta varúðar hjá sjúklingum sem nota þvagræsilyf eða geta af
öðrum orsökum verið í hættu á að verða fyrir blóðþurrd. Hjá öldruðum eru meiri líkur á skertri nýrna- eða lifrarstarfsemi og sér í lagi skertri hjartastarfsemi og skal nota minnsta virkan skammt handa þeim, auk þess
sem læknar skulu hafa viðeigandi eftirlit með sjúklingunum. í klínískum rannsóknum var sýnt fram á að celecoxib hefur svipuð áhrif á nýru og það NSAID sem miðað var við.Alvarlegar blæðingar hafa komið fyrir hjá
sjúklingum sem jafnframt nota warfarin. Gæta skal varúðar þegar celecoxib er notað samtímis warfarini. Celecoxib hamlar CYP2D6. Enda þótt það sé ekki öflugur hemill þessa ensíms kann að vera nauðsynlegt að minnka
skammta þeirra lyfja sem skömmtuð eru einstaklingsbundið og umbrotna fyrir tilstilli CYP2D6. Celecoxib getur dulið hita.Líklega er ekki það mikill mjólkursykur í hverju hylki (149,7 mg í 100 mg hylkjum og 49,8 mg í
200 mg hylkjum) að hann kalli fram sértæk einkenni mjólkursykursóþols. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milíiverkanir.Lyfhrifamilliverkanir: Fylgjast á með blóðstorkuvirkni hjá sjúklingum sem nota warfarin eða
svipuð lyf, einkum á nokkrum fyrstu dögunum eftir að meðferð með celecoxibi hefst og þegar skömmtum celecoxibs er breytt. Greint hefur verið frá blæðingum í ter.gslum við lengingu prothrombintíma, einkum og
sér í lagi hjá öldruðum sjúklingum, sem nota samtímis warfarin og celecoxib og hefur þetta í sumum tilvikum verið banvænt. NSAID geta dregið úr virkni þvagræsilyfja og háþrýstingslyfja. Eins og við á um NSAID getur
hætta á bráðri nýrnabilun aukist við samtímis notkun ACE-hemla og celecoxibs. Á það hefur verið bent að samtímis notkun NSAID og cidosporins eða tacrolimus geti aukið eiturverkanir cidosporins og tacrolimus á
nýru. Því skal fylgjast náið með nýrnastarfsemi þegar celecoxib er notað samtímis öðru hvoru þessara lyfja. Nota má celecoxib samtímis litlum skömmtum af asetýlsalisýlsýru en það kemur þó ekki í stað asetýlsalisýlsýru
sem notuð er til fyrirbyggjandi meðferðar við hjarta- og æðasjúkdómum. Lyfjahvarfamilliverkanir: Áhrif celecoxibs á önnur lyf Celecoxib hemur CYP2D6. Við meðferð með celecoxibi jókst plasmaþéttni CYP2D6 hvarfefnisins
dextromethorphans um 136%. Við samtímis meðferð með celecoxibi getur plasmaþéttni þeirra lyfja aukist, sem umbrotna fyrir tilstilli þessa ensíms. Meðal lyfja sem umbrotna fyrir tilstilli CYP2D6 eru geðlægðarlyf
(þríhringlaga og SSRI), sefandi lyf (neuroleptics), lyf við hjartsláttartruflunum og fleiri. Þegar byrjað er á samtímis meðferð með celecoxibi þarf hugsanlega að minnka skammt CYP2D6 hvarfefna, sem skömmtuð eru
einstaklingsbundið, eða auka skammtinn þegar meðferð með celecoxibi er hætt. /n vitro rannsóknir gefa til kynna að celecoxib geti hamlað CYP2C19 hvöttum umbrotum. Klínískt mikilvægi þessara in vitro vísbendinga
er ekki þekkt. Dæmi um lyf sem umbrotna fyrir tilstilli CYP2CI9 eru diazepam, citalopram og imipramin. í milliverkanarannsókn hafði celecoxib engin marktæk klínísk áhrif á lyfjahvörf getnaðarvarnalyf|a til inntöku (I
mg norethisteron/35 míkróg ethinylestradiol). Celecoxib hefur ekki áhrif á lyfjahvörf tolbutamids (CYP2C9 hvarfefni) eða glibenclamids í þeim mæli að það skipti klínísku máli. Hjá sjúklingum með iktsýki hafði celecoxib
engin tölfræðilega marktæk áhrif á lyfjahvörf (plasma- og nýrnaúthreinsun) methotrexats (í þeim skömmtum sem notaðir eru við gigt). Engu að síður skal íhuga viðeigandi eftirlit með eiturverkunum tengdum methotrexati,
þegar þessi tvö lyf eru notuð samtímis. Hjá heilbrigðum einstaklingum sem fengu celecoxib 200 mg tvisvar sinnum á sólarhring og litíum 450 mg tvisvar sinnum á sólarhring jókst C™, litíums að meðaltali um 16% og
AUC litíums jókst að meðaltali um 18%. I upphafi og við lok meðferðar með celecoxibi skal því fylgjast náið með sjúklingum sem nota litíum. Áhrif annarra lyfja á celecoxib Vegna þess að celecoxib umbrotnar að langmestu
leyti fyrir tilstilli CYP2C9, skal nota helming ráðlagðs skammts hjá sjúklingum sem nota fluconazol. Samtímis notkun staks 200 mg skammts celecoxibs og fluconazols 200 mg, sem er öflugur CYP2C9 hemill, einu sinni á
sólarhring leiddi til þess að C™, celecoxibs jókst að meðaltali um 60% og AUC jókst að meðaltali um 130%. Plasmaþéttni celecoxibs getur minnkað við samtímis notkun CYP2C9 hvata, svo sem rifampicins, carbamazepins
og barbiturlyfja.Þess hefur ekki orðið vart að ketoconazol eða sýrubindandi lyf hafi áhrif á lyfjahvörf celecoxibs. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla:Sjúklingar sem finna fyrir sundli, svima eða syfju þegar þeir
nota celecoxib eiga ekki að aka bifreið eða nota vélar. Aukaverkanir: Algengar (/%)Almennar: Bjúgur á útlimum/vökvasöfnun.Meltingarfæri: Kviðverkur, niðurgangur, meltingartruflun, vindgangur.Taugakerfi: Sundl.
Geðrænar: Svefnleysi. Öndunarfæri: Kokbólga, nefslímubólga, skútabólga, sýkingar í efri hluta öndunarvegar. Húð: Útbrot. Sjaldgæfar (0./%-/%)Blóð: Blóðleysi. Hjarta ogæðar: Háþrýstingur, hjartsláttarónot. Meltingarfæri:
Hægðatregða, ropi, magabólga, munnbólga, uppköst. Lifur: Óeðlileg lifrarstarfsemi, hækkuð gildi transaminasa. Efnaskipti: Óeðlileg nýmapróf (aukning kreatíníns og þvagefnis, blóðkalíumhækkun).Taugakerfi: Þokusýn,
ofspenna vöðva, náladofi (paraesthaesia). Geðrænar: Kvíði, þunglyndi. Öndunarfæri: Hósti, mæði. Húð: Ofsakláði. Aðrar: Sinadráttur, eymasuð, þreyta, þvagfærasýkingar. Mjög sjaldgæfar (< 0,1%)Blóð: Hvítfrumnafæð,
blóðflagnafæð. Meltingarvegur: Sármyndun í maga, skeifugörn og vélinda, kyngingartregða, gatmyndun í meltingarvegi, vélindisbólga, sortusaur.Taugakerfi: Ósamhæfing vöðvahreyfinga. Húð: Hárlos, aukið Ijósnæmi.
Aðrar: Breytt bragðskyn. Frá því lyfið var markaðssett hefur verið tilkynnt um höfuðverk, ógleði og liðverki auk eftirtalinna aukaverkana sem koma örsjaldan fyrir < I/10.000 eða sem einstök tilvik eru um: Oínæmi:
Alvarlegt ofnæmi, bráðaofnæmislost, ofsabjúgur. Blóð: Blóðfrumnafæð. Hjarta og æðar: Hjartabilun (congestive heart failure), hjartabilun, hjartavöðvafleygdrep. Eyru og völundarhús: Heyrnarskerðing. Meltingarfæri:
Blæðingar í meltingarvegi, bráð brisbólga. Ónæmiskerfi: Æðabólga, vöðvabólga. Lifur: Lifrarbólga, gula.Taugakerfi: Versnun flogaveiki. Geðrænar: Rugl, ofskynjanir. Nýru og þvagfæri: Bráð nýrnabilun, millivefsnýrnabólga.
Öndunarfæri: Berkjukrampar. Húð og undirhúð: Einstök tilvik um skinnflagning, þ.á m. Stevens-Johnson heilkenni, dreplos húðþekju (epidermal necrolysis), regnbogaroðasótt. Pakkningar og verð I .septembcr: Hylki,
hart 100 mg: 100 stk. (þynnupakkað) 7.919 kr. Hylki, hart 200 mg: 10 stk (þynnupakkað) 2.094 kr. Hylki. hart 200 mg: 20 stk (þynnupakkað) 3.402 kr og 100 stk (þynnupakkað) 13.811 kr. Afgreiðslutilhögun: Lyfið er
lyfseðilsskylt. Greiðslufyrirkomulag: E. HANDHAFI MARKAÐSLEYFIS: Pfizer ApS Lautrupvang8 2750 Ballerup Danmörk.
Umboðsaðili á íslandi: PharmaNor hf., Hörgatúni2, 210 Garðabæ. Samantekt um eiginleika lyfs er stytt í samræmi við reglugerð um lyfjaauglýsingar.
Upplýsingar um lyfið er að finna í sérlyfjaskrá og á lyfjastofnun.is
CELEBRA
(CELECOXIB)
Bextra (valdecoxib)
Ábendingar: Einkennameöíerö hjá sjúklingum meó slitgigt eöa iktsýki.Meðferö viö tiöaverkjum (primary dysmenorrhoea). Skammtar og lyfjagjöf: Bextra er til inntöku. Nota má Bextra hvort sem er meö mat eða án. Slitgigt og iktsýki: Ráölagóur skammtur er 10 mg einu sinni á sólarhring.
Vera má aö aukinn ávinningur fáist hjá sumum sjúklingum ef notuö eru 20 mg einu sinni á sólarhring. Ráölagöur hámarksskammtur er 20 mg einu sinni á sólarhring. Meðferö vió tiöaverkjum (primary dysmenorrhoea). Ráölagöur skammtur til aö slá á einkenni er 40 mg einu sinni á
sólarhring eftir þörfum. Á fyrsta degi meðferöar má taka 40 mg viöbótarskammt ef þörf krefur. Þaöan i frá er ráölagöur hámarksskammtur 40 mg einu sinni á sólarhring. Aldraöir. Hjá öldruöum sjúklingum (- 65 ára), einkum þeim sem eru innan viö 50 kg aö líkamsþyngd, skal hefja
meöferö meö minnsta ráölögöum skammti viö slitgigt og iktsýki (10 mg einu sinni á sólarhring). Skert lifrarstarfsemi: Yfirleitt þarf ekki aö breyta skömmtum hjá sjúklingum meö vægt skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh flokkur A). Hefja skal meöferö gætilega hjá sjúklingum meö í meöallagi
skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh flokkur B). Nota skal minnsta ráölagöan skammt viö slitgigt og iktsýki (10 mg einu sinni á sólarhring) og skammtur skal ekki fara yfir 20 mg viö tlöaverkjum. Ekki liggur fyrir nein klínisk reynsla vegna sjúklinga með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (Child-
Pugh flokkur C) sem er því frábending fyrir notkun lyfsins hjá þessum sjúklingum. Skert nýmastarfsemi: Á grundvelli lyfjahvarfa þarf ekki aö breyta skömmtum hjá sjúklingum meö vægt til i meóallagi skerta (kreatíninúthreinsun 30-80 ml/min.) eöa alvarlega skerta (kreatininúthreinsun <
30 ml/mín.) nýmastarfsemi. Hins vegar skal gæta varúöar hjá sjúklingum meö skerta nýmastarfsemi og hjá sjúklingum sem kunna aö vera I hættu hvaö varöar vökvasöfnun. Böm og unglingar. Notkun Bextra hefur ekki veriö rannsökuö hjá sjúklingum undir 18 ára aldri. Notkun þess er
því ekki ráólögö handa þessum sjúklingum. Frábendingar: Saga um ofnæmi fyrir virka efninu eöa einhverju hjálparefnanna. Saga um ofnæmi fyrir suúlfónamiöum. Saga um berkjukrampa, bráöa nefslimubólgu, sepa i nefslimhúö (nasal polyps), ofsabjúg, ofsakláða eöa ofnæmi eftir
notkun asetýlsalisýlsýru eóa bólgueyöandi gigtarlyfja (NSAID) eöa annarra sértækra cyclooxygenasa-2 (COX-2) hemla. Siöasti þriöjungur meögöngu og brjóstagjöf. Virk ætisáramyndun (peptic ulceration) eöa blæöingar i meltingarvegi. Bólgusjúkdómur i gömum. Alvarleg hjarlabilun
(congestive heart failure). Alvarlega skert lifrarstarfsemi (Child-Pugh ftokkur C). Sérstök varnaóaroró og varúóarreglur vió notkun: Eftir kransasðahjáveituaögerö skal gæta varúöar viö notkun valdecoxibs vegna þess aö þeir sjúklingar kynnu aö vera i aukinni hættu hvaö varöar alvarlegar
aukaverkanir, til dæmis heilaæöaáfall, skerta nýrnastarfsemi eöa fylgikvilla i bringubeinssári (sýking, opnun sárs), einkum þeir sem eru meö sögu um heilaæöasjúkdóm eöa eru meö líkamsþyngdarstuöul > 30 kg/m2. Eftir markaössetningu hefur veriö greint frá alvarlegum áhrifum á húö,
þ.e. skinnflagningsbólgu (exfoliative dermatitis), Stevens-Johnson heilkenni og eitrunardrepi i húö (toxic epidermal necrolysis), hjá sjúklingum sem nota valdecoxib (sjá kafla 4.8). Hætta skal notkun valdecoxibs strax og fram koma fyrstu merki um húöútbrot. Vera má aö sjúklingar meö
sögu um ofnæmi fyrir suúlfónamíöum séu I meiri hættu hvaö varöar áhrif á húð. Eftir markaössetningu hefur veriö greint frá ofnæmi (bráöaofnæmi og ofsabjúg) I tengslum viö notkun valdecoxibs (sjá kafla 4.8). I sumum tilvikum hefur veriö um aö ræöa sjúklinga meö sögu um ofnæmi
fyrir súlfónamíóum.Hætta skal notkun valdecoxibs strax og fram koma fyrstu merki um ofnæmi. Gæta skal varúöar hjá sjúklingum meö sögu um háþrýsting eöa hjartabilun eóa annaö ástand sem haft getur vökvasöfnun i för meö sér. Vegna þess aö hömlun á nýmyndun prostaglandina
getur leitt til versnunar nýmastarfsemi og til vökvasöfnunar skal gæta varúöar þegar valdecoxib er gefió sjúklingum meó skerta nýmastarfsemi. Eins og viö á um önnur bólgueyöandi gigtarlyf (NSAID) hefur oröiö vart vökvasöfnunar, bjúgs og háþrýstings hjá sumum sjúklingum vió langtíma
notkun valdecoxibs 10-20 mg/sólarhring (sjá kafla 5.1). Þessi áhrif geta veriö skammtaháö og sjást oftar þegar notaöir eru stærri skammtar en þeir sem ráölagöir eru viö langtíma meöferö. I upphafi skal gefa minnsta ráölagöan skammt valdecoxibs sjúklingum meö sögu um háþrýsting
eöa hjartabilun eóa annaö ástand sem haft getur vökvasöfnun i för meö sér. Gæta skal varúöar i upphafi meöferöar meö valdecoxibi hjá sjúklingum með vessaþurrö (dehydration). I þessum tilvikum er ráölagt aö gefa sjúklingum vökva áöur en meöferö meö valdecoxibi hefst. Nota skal
valdecoxib meö varúó handa sjúklingum meö í meöallagi skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh ffokkur B). Valdecoxib getur dulið hækkaöan likamshita. I einstökum tilvikum hefur veriö lýst versnun mjúkvefjasýkinga I tengslum viö notkun bólgueyöandi gigtariyfja (NSAID) og i öðrum rannsóknum
á valdecoxib en klínískum. Þess skal gætt aö fylgst sé meó vísbendingum um sýkingu hjá sjúklingum sem gengist hafa undir skuröaögerö og fá valdecoxib. Hjá sjúklingum sem íengiö hafa meöferó meö valdecoxibi hefur komió fyrir gatmyndun í efri hluta meltingarvegar, sár og blæóingar.
Þvi skal gæta varúöar hjá sjúklingum meö sögu um meltingarfærasjúkdóm á borö viö sáramyndun og bólguástand, sem og hjá sjúklingum sem eru í sérstakri hættu. Aldraöir sjúklingar og þeir sem eru meó aöra sjúkdóma sem skipta máli geta veriö i meiri hættu hvaö varöar skerta
hjartastarfsemi og aukaverkanir á efri hluta meltingarvegar og nýru. Hjá þessum sjúklingahópum skal þvl halda áfram vióeigandi læknisfræöilegu eftirliti. Vegna þess aö valdecoxib hefur ekki áhrif á blóðflögur kemur þaö ekki i staö asetýlsalisýlsýru sem fyrirbyggjandi meöferö viö hjarta-
og æöasjúkdómum. Gæta skal varúöar þegar valdecoxib er notaö samtímis warfarini. Svo sem viö á um önnur lyf sem hamla COX-2, er ekki mælt meö notkun valdecoxibs handa konum sem hyggjast veröa þungaóar. Milliverkanir vió önnur lyf og aórar milliverkanir: LyfhrifamiHiverkanir
Fylgjast skal meö segavarnarmeöferö, einkum fyrstu dagana eftir aö meöferö meö valdecoxibi hefst eöa er breytt hjá sjúklingum sem nota warfarin eöa svipuð lyf, vegna þess aö þessir sjúklingar eru i aukinni hættu á aö fá blæöingafylgikvilla. Valdecoxib haföi engin áhrif á hömlun
blóöflagnasamloöunar sem veröur fyrir tilstilli asetýlsalisýlsýru, eöa blæöingatima, þegar þaö var gefiö á formi stungulyfs sem fortyfiö parecoxibnatrium, samtimis asetýlsalisýtsýru. Klínískar rannsóknir benda til þess aö nota megi valdecoxib samtimis litlum skömmtum af asetýlsalisýlsýru
sem notaöir eru fyrirbyggjandi viö hjarta- og æöasjúkdómum. Hins vegar leióir samtimis notkun valdecoxibs og litilla skammta asetýlsalisýlsýru til aukinnar hættu á sármyndun i meltingarvegi og öðrum fylgikvillum, samanboriö vió valdecoxib eitt og sér. Bólgueyóandi gigtarlyf (NSAID)
geta dregiö úr verkun þvagræsilyfja og háþrýstingslyfja. Svo sem viö á um bólgueyöandi gigtartyf getur veriö meiri hætta á bráöri, skertri nýmastarfsemi þegar valdecoxib er gefö meö ACE-hemlum eöa þvagræsilyfjum. Bent hefur veriö á aö samtimis notkun bólgueyöandi gigtarlyfja
(NSAID) og ciclosporins eöa tacrolimus kunni aö auka eiturverkanir ciclosporins og tacrolimus á nýru. Fylgjast á meö nýmastarfsemi þegar valdecoxib er gefiö samtimis ööru hvoru þessara lyfja. Áhrif annarra lyfja á tyfjahvörf valdecoxibs. Hjá mönnum umbrotnar valdecoxib einkum fyrir
tilstilli CYP3A4 og 2C9 Isóenslma. Því skal nota valdecoxib meó varúö samtimis lyfjum sem vitaö er aö hamla CYP3A4 og 2C9. Útsetning plasma (AUC) fyrir valdecoxibi jókst um 62% viö samtímis notkun fluconazols (sem einkum er CYP2C9 hemill) og um 38% vió samtímis notkun
ketoconazols (CYP3A4 hemill). Nota skal minnsta ráölagöan skammt valdecoxibs handa sjúklingum sem nota fluconazol eöa ketoconazol. Eftir 12 daga samtímis notkun valdecoxibs (40 mg tvisvar sinnum á sólarhring) og fenýtoins (300 mg einu sinni á sólarhring), sem hvetur CYP3A4,
sást 27% minnkun á útsetningu plasma (AUC) fyrir valdecoxibi. Búist var viö minnkaöri útsetningu plasma fyrir valdecoxibi í Ijósi þekktrar ensimhvetjandi verkunar fenýtoins og hún var ekki talin klínískt mikilvæg. Þess vegna þarf ekki aö auka skammt valdecoxibs viö samtímis notkun
meö fenýtoini. Hins vegar eiga læknar aö ihuga afleióingar þess þegar valdecoxib er gefiö meö CYP3A4 hvötum, til dæmis carbamazepini og dexametasoni. Kliniskt marktæk minnkun á AUC fyrir valdecoxib getur komið fram viö samtímis notkun meö öflugri ensímhvötum á borö viö
rifampicin. Notkun valdecoxibs samtimis sýrubindandi lyfi (álmagnesíumhýdroxiö) haföi ekki marktæk áhrif á þaö hve hratt eöa mikió frásog valdecoxibs varö. Áhrif valdecoxibs á lyfjahvörf annarra lyfja. Meóferö meö valdecoxibi (40 mg tvisvar sinnum á sólarhring i 7 daga) leiddi til 3-
faldrar aukningar á plasmaþéttni dextrometorfans (hvarfefni CYP2D6). Því skal gæta varúöar viö samtimis notkun valdecoxibs og lyfja sem einkum umbrotna fyrir tilstilli CYP2D6 og hafa þröngt lækningalegt bil (t.d. flecainid, propafenon, metoprolol). Viö notkun omeprazols (hvarfefni
CYP2C19) 40 mg einu sinni á dag jókst útsetning plasma um 46% eftir notkun valdecoxibs 40 mg tvisvar sinnum á sólarhring i 7 daga, en útsetning plasma fyrir valdecoxibi var óbreytt. Þessar upplvsingar gefa til kynna aö enda þótt valdecoxib umbrotni ekki fyrir tilstilli CYP2C19, þá
kunni þaö aö vera hemill þessa Isóensíms. Þvl skal gæta varúöar viö samtimis notkun valdecoxibs og lyfja sem vitaö er aö eru hvarfefni CYP2C19 (t.d. omeprazol, íenýtoin, diazepam og imipramin). I milliverkanarannsóknum hjá sjúklingum meö iktsýki, sem fengu metotrexat vikulega I
vööva, haföi valdecoxib til inntöku (40 mg tvisvar sinnum á sólarhring) ekki klínískt marktæk áhrif á plasmaþéttni metotrexats. Hins vegar á aö hafa i huga fullnægjandi eftirlit með eiturverkunum tengdum metotrexati, þegar þessi Wö lyf eru gefin samtimis. Samtimis notkun valdecoxibs
(40 mg tvisvar sinnum á sólarhring 17 daga) og litiums dró marktækt úr sermisúthreinsun (25%) og nýmaúthreinsun (30%) litlums og varö útsetning sermis 34% meiri en þegar litium var gefió eitt og sér. Fylgjast á náiö meö þéttni litiums i sermi i upphafi meöferöar meö valdecoxibi og
þegar meöferöinni er breytt, hjá sjúklingum sem nota litíum. Litiumkarbónat (450 mg tvisvar sinnum á sólarhring í 7 daga) haföi engin áhrif á lyfjahvörf valdecoxibs. Valdecoxib (40 mg tvisvar sinnum á sólarhring) hamlaói umbrotum samsetta getnaöarvamalyfsins etinylestradiol (EE)/noretindron
til inntöku (35 mikróg/1 mg samsetning). Útsetning plasma fyrir EE og noretindroni jókst um 34% og 20%, taliö í sömu röö. Hafa skal þessa aukningu á þéttni EE í huga viö val á getnaöarvamalyfi til inntöku, til notkunar meö valdecoxibi. Aukin útsetning fyrir EE getur aukiö tiöni aukaverkana
sem tengjast getnaðarvamalyfjum til inntöku (t.d. atvik tengd segabláæóabólgu og segareki hjá konum i áhættuhópi). Samtimis notkun valdecoxibs og glibendamids (hvarfefni CYP3A4) haföi hvorki áhrif á lyfjahvorf (útsetning) né lyfhrif (blóösykur og insúlingildi) glibenciamids Aukaverkanir:
Algengar (1/100, < 1/10). Úsjálfráöa taugakerfið: Munnþurrkur, háþrýstingur. Almennar. Bjúgur á útlimum. Meltingarfæri: Uppþemba, kviöverkir, tannholubeinbólga (alveolar osteitis), niöurgangur, meltingartruflanir, ropar, ógleöi.Gedræn vandamál: Svefnleysi, svefnhöfgi. Rauö blóökom:
Blóöleysi.Öndunarfærf: Hósti, nefkoksbólga, skútabólga. Húö og undirhúó: Kláöi, útbrot. Þvagfæri: Þvagfærasýking. Sjaldgæfar (1/1.000, < 1/100) Ósjálfráða taugakerfiö: Versnun háþrýstings, yfiriiö. Almennar. Vessandi útferö úr bringubeinssári, versnun oínæmis, útbreiddur bjúgur,
bólgur umhverfis augu (periorbital swelling), sýking i sári. Hjarta og æðar. Hjartabilun. Miötaugakerfi og úttaugakerfi: Ofspenna vööva (hypertonia), skert húöskyn (hypoaesthesia), náladofi (paraesthesia). Meltingarfæri: Skeifugarnarbólga, maga- og garnabólga, ætisáramyndun I maga
og skeifugöm, vélindabakflæði, munnbólga.Hjartsláttur og -taktur: Hjartsláttarónot. Lifuroggall: Aukiö AST, aukiö ALT. Efnaskipti og næring: Aukinn alkaliskur fosfatasi, aukiö þvagefni í blóöi, aukiö kreatínin, aukinn kreatínfosfókinasi, þyngdaraukning. Blóöflögur, blæöingar og blóóstorknun.
Flekkblæöingar (ecchymosis). Geðræn vandamál: Kviöi, rugl, taugaveiklun.Ónæmiskerfi: Sveppasýking, veirusýking. öndunarfæri: Berkjuþrengingar, lungnabólga. Húö og undirhúö: Ofsakláöi. Skynfæri: Breytt bragöskyn. Nýru og þvagtæri: Albuminmiga, blóómiga, þvagþurrö. Æðar
(utan hjarta). Margúll (hematoma).S/ón: Sjóntruflanir, tárubólga. Mjög sjaldgæfar (1/10.000, < 1//.000)Miótaugakerfi og úttaugakerfi: Raddleysi (dysphonia). Meltingarfæri: Blóöhægöir, blóöuppköst, stífla i meltingarvegi.Blóöflögur, blæöingar og blóöstorknun: Blóöflagnafæö. Geóræn
vandamál: Geödeyfð. Húð og undirhúð: Ofsabjúgur, Ijósnæmi. Nýru og þvagfæri: Nýrabólga. Æöar (utan hjarta): Heilaæöaröskun. Hvit blóókom og netþekja: Hvitfrumnafæð. Eftir kransæöahjáveituaðgerö kann aö vera aö sjúklingar sem fá valdecoxib 80 mg/sólarhring séu i meiri hættu
á aö fá aukaverkanir, svo sem heilaæöaáfall, skerta nýmastarfsemi og fylgikvilla i bringubeinssári.Greint hefijr veriö frá eftirfarandi mjög sjaldgæfum, alvariegum aukaverkunum i tengslum vió notkun bólgueyöandi gigtariyfja (NSAID) og ekki er unnt aö útiloka aö þær geti tengst valdecoxibi:
Bráö nýmabilun, lifrarbólga.Eftir markaössetningu hefur veriö greint frá eftirtöldum aukaverkunum: Bráöaofnæmi, ofsabjúgur, regnbogaroöaþot (erythema multiforme), Stevens-Johnson heilkenni, skinnflagningsbólga (exfoliative dermatitis) og eitrunardrepi I húö (toxic epidermal neaolysis).
Pakkningar og verö (nóv.'03): Filmuhúðarar töflur, 10 mg: 20 stk. (þynnupakkaö) kr 4.040 og 100 stk (þynnupakkaö) 16.380 kr. Filmuhúðaðar töflur 20 mg: 20 stk (þynnupakkaö) 4.057 kr og 100 stk (þynnupakkaö) 16.487 kr. Filmuhúóaöar töflur 40 mg: 5 stk (þynnupakkaö) 1235 kr.
Afgrelóslutilhögun: Lyfiö er lyfseöilsskylt. Grelóslufyrirkomulag: E. Handhafi markaösleyfis: Pharmacia-Pfizer EEIG Hillbottom Road High Wycombe Buckinghamshire HP12 4PX Bretland. Umboósaöili á Islandi: PharmaNor hf., Hörgatúni2,210 Garóabæ. Samantekt um eiginleika
lyfs er stytt í samræmi viö reglugerð um lyfjaauglýsingar. Upplýsingar um lyfiö er aö finna I sérlyfjaskrá og á lyfjastofnun.is
Pfizer
PharmaNor hf.
Hörgatúni2
210 Garðabæ
&BEXTRA
[VALDECOXIB]
Virkar á verki
1012 Læknablaðið 2003/89