Læknablaðið - 15.02.2004, Side 20
FRÆÐIGREINAR / ORÐSKILNINGUR
Rétt svör %
100
| Grunnskólapróf
Bak- Lungna- Sterar Ein Auka- Berkju- Hvít Sökk Sykur- Lungna-
flæði þemba tafla verk- bólga blóð- sýki teþþa
tvisvar anir korn
Mynd 5. Áhrif menntunar. * táknar marktœkan mun.
Rétt svör %
Bak- Lungna- Sterar Ein Auka- Berkju- Hvít Sökk Sykur- Lungna-
flæöi þemba tafla verk- bólga blóö- sýki teþþa
tvisvar anir korn
Mynd 6. Áhrif tekna. * táknar marktœkan mun.
Rétt svör %
100-1
Læknir segir...
Bak- Lungna- Sterar Ein Auka- Berkju- Hvlt Sökk Sykur- Sýkla- Lungna-
flæöi þemba tafla verk- bólga blóö- sýki lyf teppa
tvisvar anir korn
Mynd 7. Áhrif orðalags. svara í fjórum spurningum en munur var marktækur
í aðeins einni. Háskólamenntað fólk var með hæst
hlutfall réttra svara í öllum spurningunum tíu.
Lakast hlutfall réttra svara var í tekjuhópnum
undir 250 þúsund á mánuði í sex spurningum en
marktækur munur kom aðeins fram í einni (mynd 6).
Ein spurning til viðbótar reyndist með marktækan
mun er laut að tekjum, þar kom fram lægst hlutfall
réttra svara í tekjuhópnum 250-399 þúsund. Þá var
tekjuhæsti hópurinn með flest rétt svör í níu af spurn-
ingunum líu.
Stutt skólaganga og lágar fjölskyldutekjur tengd-
ust greinilega lakari þekkingu á þeim hugtökum sem
spurt var um í könnuninni. Fólk með grunnskólapróf
og grunnskólapróf með nokkru viðbótarnámi var til
dæmis með lægst hlutfall réttra svara í öllum spurn-
ingum. Lágar fjölskyldutekjur höfðu ekki eins af-
dráttarlaus tengsl við lakari þekkingu en tekjulægsti
hópurinn rak þó lestina í sex spurningum af tíu. Nið-
urstöðurnar benda til þess að langskólagengnir og
tekjuháir leiti ef til vill frekar skýringa á því sem þeir
ekki skilja. Hugsanlega hafa þessir hópar einnig betri
aðgang að fróðleik. Waitzkin (3) sýndi að læknar
höfðu tilhneigingu til að vanmeta hversu miklar upp-
lýsingar fólk í lægri þjóðfélagsstigum vildi fá. I ljós
kom að enginn munur var eftir stöðu og efnahag á
því hversu miklum upplýsingum sjúklingar sóttust
eftir. Lágstéttafólk hafði hins vegar tilhneigingu til að
spyrja færri spurninga sem læknar túlkuðu sem svo
að upplýsinga væri ekki óskað. Læknar vörðu einnig
meiri tíma til að útskýra fyrir langskólagengnu fólki
(3). Hérlendis hefur Hjartavernd kannað tengsl milli
menntunar og heilbrigðis. í ljós kom að langlífi
tengdist langri skólagöngu (10) og mætti því álykta
sem svo að tengsl væru milli menntunar og heilbrigð-
is. Niðurstöður okkar gætu bent til þess að skilningur
á læknisfræðilegum orðum og hugtökum skýri þessi
tengsl að hluta.
Orðalag
Tíu spumingar vom lagðar fyrir með tvenns konar
orðalagi og réð tilviljun hvora tegund spurningar þátt-
takandi fékk. Annars vegar var spurt með orðalaginu
Lœknirsegir... enhinsvegarvarspurtbeintHvaðer...
I flestum spurningum breytti orðalag litlu um svör
(mynd 7). I sjö spurningum var minni en fimm pró-
sentustiga munur milli þess hversu margir svöruðu
rétt. Athygli vekur að spurningunni hvað eru sterar
svöruðu 63,5% rétt ef spurt var með orðalagi læknis
en aðeins 39,7% ef spurt var beint (23,8 prósentu-
stiga munur). Spurningunni hvað er berkjubólga
svöruðu 80,9% rétt ef spurt var með orðalagi læknis
en 68,1% ef spurt var beint (12,8 prósentustiga mun-
ur). Spurningunni hvað eru hvít blóðkorn svöruðu
62,9% rétt ef spurt var með orðalagi læknis en 56,1 %
ef spurt var beint (6,8% munur).
Fjölbreytugreining réttra svara
Meðalfjöldi réttra svara var þrjú svör af fimm mögu-
legum (staðalfrávik 1,3). Menntun skýrði tölfræði-
lega mest af þekkingu fólks, þannig að þeir sem hafa
gengið í grunnskóla eða skemur höfðu 2,7 rétt svör
að meðaltali, en háskólagengnir 3,6 rétt svör. Meðal
háskólagenginna var marktækur munur á þekkingu
karla og kvenna, karlar höfðu 3,4 rétt svör að meðal-
116 Læknablaðið 2004/90
J