Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2004, Side 25

Læknablaðið - 15.02.2004, Side 25
FRÆÐIGREINAR / VISTUNARMAT ALDRAÐRA Vistunarmat aldraðra á árunum 1992-2001 - Tengsl við lifun og vistun í hjúkrunarrými Oddur Ingimarsson1,3 LÆKNANEMI Thor Aspelund2 TÖLFRÆ ÐINGUR, PH D Pálmi V. Jónsson1,3,4 SÉRFRÆÐINGUR í LYF- OG ÖLDRUNARLÆKNINGUM Þessi grein er stytt og endur- bætt útgáfa af 4. árs verkefni Odds Ingimarssonar í lækna- deild en því verkefni var skil- að inn til læknadeildar 5. sept 2003. Rannsókin var unnin á Rannsóknarstofu Landspítala Háskólasjúkrahúss í öldrunar- fræðum á Ægisgötu 26. Rannsóknin hlaut ekki styrki. 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Hjartavemd, 3Rannsóknar- stofu Háskóla íslands og Landspítala háskólasjúkra- húss í öldrunarfræðum, 4Öldrunarsviði Landspítala Landakoti. Bréfaskriftir og fyrirspurnir: Pálmi V. Jónsson, Landspítala Landakoti, Túngötu, 101 Reykjavík. Sími: 543-1000, palmivj@landspitali. is Lykilorö: Vistunarmat aldraðra, aldraðir, lifun, hjúkrunarheimili. Ágrip Tilgangur: Vistunarmat aldraðra er staðlað mat sem allir þeir sem óska varanlegrar vistunar á stofnun fyrir aldraða á íslandi þurfa að undirgangast. Mark- mið rannsóknarinnar er að lýsa þeim öldruðu sem óskuðu eftir varanlegri vistun á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri á 10 ára tímabili. Pá eru skoðaðir sér- staklega þeir þættir vistunarmatsins sem kynnu að hafa forspárgildi fyrir lifun. Efniviður og aðferðir: Allar umsóknir um vistunar- mat aldraðra eru færðar inn í gagnabanka sem er varðveittur hjá SKÝRR hf. Fengnar voru upplýsing- ar úr þeim gagnabanka um alla sem bjuggu á til- greindu svæði og gengust undir fyrsta vistunarmat á tímabilinu 1. janúar 1992 til 31. desember 2001 en upplýsingar um Iifun voru fengnar úr þjóðskrá. Sam- tals voru þetta 4272 einstaklingar. Notast var við töl- fræðiforritið SPSS® við tölfræðilega úrvinnslu. Niðurstöðun Meðalaldur karla sem voru vistaðir á hjúkrunarheimili í Reykjavík var 82,7 ár ± 0,5 en hjá konum var meðalaldur 84,4 ár ± 0,4 sem er marktæk- ur munur, p<0,01. Karlar voru um þriðjungur vist- aðra. Meðalbiðtími vistaðra frá fyrsta mati í hjúkr- unarþörf í Reykjavík var 219 ± 20 dagar hjá körlum og 290 ± 22 dagar hjá konum og er munurinn mark- tækur, p<0,01. Af þeim sem biðu vistunar í Reykjavík létust 22% karla og 14% kvenna á fyrsta árinu án þess að til vistunar kæmi og er munurinn marktækur, p<0,01. Karlar lifðu að meðaltali í 2,5 ± 0,2 ár á hjúkrunarheimilum í Reykjavík en konur 3,1 ± 0,2 ár sem er marktækur munur, p<0,01. Peir þættir sem spáðu marktækt fyrir um lifun hjá körlum í Reykjavík voru aldur, hreyfigeta og hæfni til að matast en hjá konum voru spáþættirnir aldur og hreyfigeta. Ályktun: Það er hagur allra að aldraðir geti dvalið sem lengst heima en þegar þörf hefur myndast fyrir varanlega vistun væri réttmætt að forgangsraða þannig að þeir sem skemmst eiga ólifað samkvæmt spáþáttum lifunar fengju úthlutað vistrými fyrst. Inngangur Með bættri heilsu þjóðarinnar, þar sem ýmsir bráðir sjúkdómar hafa breyst í langvinna sjúkdóma, hækkar meðalaldur þjóðarinnar hægt og bítandi en samtímis fjölgar hraðast í elsta aldurshópnum. Pessi fjölgun kallar á fleiri úrræði fyrir þennan aldurshóp en jafn- framt þarf nýting þeirra úrræða sem um er að velja að vera sem best. Mikill meirihluti þeirra öldruðu sem ENGLISH SUMMARY Ingimarsson O, Aspelund T, Jónsson PV The Preadmission Nursing Home Assessment (PNHA) in lceland in 1992-2001 - Relationship to survival and admission to a long term care facility Læknablaöiö 2004; 90:121-9 Objective: PNHA is a standardized evaluation of the elderly which everyone who applies for an admission to long term care (LTC) in lceland must undergo. The objective of this study is to describe the elderly who asked for an admission to LTC in The Reykjavik metropolitan area and in Akureyri over a 10 year period. A special attention is paid to factors that could possibly predict survival after PNHA. Material and methods: Every PNHA evaluation is stored in a database by SKÝRR Inc. Information from that database regarding all who lived in the greater Reykjavík area and Akureyri and had undergone their first PNHA during the period from January 1st 1992 to 31 st of December 2001, was collected. Information about survival was collected from the the lcelandic national registry. There were 4272 individuals in the study group. SPSS® was used for statistical analysis. Results: The average enrollment age of men in nursing homes(NH) in Reykjavík was 82.7 ± 0.5 years and for women 84.4 ± 0.4 (p<0.01). Men were about one third of residents in NH’s. The average waiting time for men from the first PNHA to NH placement was 219 ± 20 days and for women 290 ± 22 days (p<0.01). Of those who were waiting for NH’s, 22% of men and 14% of women died without being admitted (p<0,01). The mean survival of men in NH’s in Reykjavík was 2.5 ± 0.2 years and for women 3.1 ± 0.2 years (p<0.01). Factors predicting longer survival for men in Reykjavík were lower age, good mobility and being able to eat but for women the factors were lower age and good mobility. Conclusions: It’s in all stakeholders' interest that elderly people are enabled to live at home for as long as possible. Factors that predict survival should be taken into account when the elderly are prioritized for admission to NH’s so that elderly who are predicted to have the lowest survival rate of assessed are those admitted first. Key words: Assessment, elderly, survival, nursing homes, pre admission. Correspondance: Pálmi V. Jónsson, paimivj@tandspitaii.is eiga í erfiðleikum með að búa heima án aðstoðar vill búa heima og fá aðstoð fremur en að vistast á öldrun- arstofnun (1). Mikill skortur er á úrræðum fyrir Læknablaðið 2004/90 121

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.