Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2004, Side 42

Læknablaðið - 15.02.2004, Side 42
FRÆÐIGREINAR / NYR DOKTOR I LÆKNISFRÆÐI Doktorsvörn í læknisfræði Dr. Fritz H. Berndsen skurðlœknir. Þann 6. júní síðastliðinn varði Fritz H. Berndsen skurðlæknir doktorsritgerð við læknadeild Háskól- ans í Lundi. Ritgerðin ber nafnið The changing path of inguinal hernia surgery. Andmælandi við doktorsvörnina var Bo Anderberg prófessor í Stokkhólmi en leiðbeinandi var Agneta Mont- gomery dósent við háskólasjúkrahúsið í Malmö. Ritgerðin fjallar um þær breytingar sem orðið hafa á meðferð nárakviðslita á síðastliðnum ára- tug. Aðgerð við nárakviðsliti er ein algengasta að- gerð í skurðlækningum en helsta vandamálið eftir hana hefur verið há tíðni endurtekinna kviðslita (10-20%) Á síðasta áratug hafa komið fram nýjar skurðaðgerðir þar sem saumað er inn net til að styrkja kviðvegginn og þannig reynt að minnka líkur á endurteknu kviðsliti. Auk þess hafa kvið- sjáraðgerðir rutt sér til rúms við aðgerðir á nára- kviðsliti. Fyrsta rannsókn ritgerðarinnar fjallar um ár- angur meðferðar á sjúkrahúsinu í Karlskrona í Svíþjóð. Þar voru teknar upp nýstárlegri aðgerðir gegn nárakviðsliti 1993, auk þess sem kennsla skurðlækna var bætt. Til að meta árangur þessara breytinga var sjúklingum sem höfðu farið í aðgerð 1990 og 1996 fylgt eftir í 5 ár. Tíðni endurtekinna kviðslita fimm árum eftir aðgerð lækkaði úr 28% árið 1990 í 3% árið 1996 sem þykir mjög góður ár- angur. Önnur og þriðja rannsókn ritgerðarinnar er tví- þætt slembirannsókn á árangri kviðsjáraðgerðar og opinnar aðgerðar við nárakviðsliti. Þetta er jafn- framt stærsta rannsókn sinnar tegundar þar sem 1000 sjúklingum var fylgt eftir reglulega í fimm ár. Sjúklingar sem fóru í kviðsjáraðgerð höfðu minni verki eftir aðgerð og veikindaleyfi þeirra voru styttri. Ekki reyndist munur á tíðni endurtekinna kviðslita fimm árum eftir aðgerð en hins vegar kom í ljós marktækt samband milli þess skurð- læknis sem framkvæmdi aðgerðina og tíðni endur- tekinna kviðslita. Fjórða rannsóknin fjallar um meðferð tvíhliða nárakviðslita en í 15-20% tilvika eru kviðslit í báð- um nárum. Áður tíðkaðist að framkvæma tvær að- gerðir með nokkurra mánaða millibili en með til- komu kviðsjáraðgerða var í auknum mæli farið að gera aðgerð á báðum nárum samtímis. Við há- skólasjúkrahúsið í Malmö hafa sjúklingar með tví- hliða kviðslit verið meðhöndlaðir með kviðsjárað- gerð frá árinu 1993 og var tilgangur rannsóknar- innar að meta árangur aðgerðanna. Helstu niður- stöður voru þær að tvíhliða kviðsjáraðgerð er ör- ugg og alvarlegir fylgikvillar fáir. Tíðni endurtek- inna kviðslita þremur árurn eftir aðgerð reyndist lág, eða innan við 3%. Síðasta rannsókn ritgerðarinnar var dýratilraun þar sem borin var saman mismunandi net sem not- uð eru við nárakviðslitsaðgerðir. Sérstaklega voru könnuð áhrif netinnlagnar á sáðstreng og æðar til eista. Það net sem mest er notað í dag virðist ekki hafa áhrif á sáðstreng né æðar til eista. Fritz lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1985 og embættisprófi frá læknadeild Háskóla íslands 1991. Hann stundaði framhalds- nám á skurðdeildum Sjúkrahúss Karlskrona í Sví- þjóð frá 1993 til 1997 og fékk sérfræðiviðurkenn- ingu í almennum skurðlækningum 1997. Á árun- um 1998-2002 starfaði Fritz í Malmö þar sem hann sérhæfði sig í kviðsjáraðgerðum. Hann starfar nú sem yfirlæknir handlækningadeildar Sjúkrahúss Akraness auk þess sem hann rekur læknastofu í Domus Medica. 138 Læknablaðið 2004/90 i

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.