Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2004, Qupperneq 42

Læknablaðið - 15.02.2004, Qupperneq 42
FRÆÐIGREINAR / NYR DOKTOR I LÆKNISFRÆÐI Doktorsvörn í læknisfræði Dr. Fritz H. Berndsen skurðlœknir. Þann 6. júní síðastliðinn varði Fritz H. Berndsen skurðlæknir doktorsritgerð við læknadeild Háskól- ans í Lundi. Ritgerðin ber nafnið The changing path of inguinal hernia surgery. Andmælandi við doktorsvörnina var Bo Anderberg prófessor í Stokkhólmi en leiðbeinandi var Agneta Mont- gomery dósent við háskólasjúkrahúsið í Malmö. Ritgerðin fjallar um þær breytingar sem orðið hafa á meðferð nárakviðslita á síðastliðnum ára- tug. Aðgerð við nárakviðsliti er ein algengasta að- gerð í skurðlækningum en helsta vandamálið eftir hana hefur verið há tíðni endurtekinna kviðslita (10-20%) Á síðasta áratug hafa komið fram nýjar skurðaðgerðir þar sem saumað er inn net til að styrkja kviðvegginn og þannig reynt að minnka líkur á endurteknu kviðsliti. Auk þess hafa kvið- sjáraðgerðir rutt sér til rúms við aðgerðir á nára- kviðsliti. Fyrsta rannsókn ritgerðarinnar fjallar um ár- angur meðferðar á sjúkrahúsinu í Karlskrona í Svíþjóð. Þar voru teknar upp nýstárlegri aðgerðir gegn nárakviðsliti 1993, auk þess sem kennsla skurðlækna var bætt. Til að meta árangur þessara breytinga var sjúklingum sem höfðu farið í aðgerð 1990 og 1996 fylgt eftir í 5 ár. Tíðni endurtekinna kviðslita fimm árum eftir aðgerð lækkaði úr 28% árið 1990 í 3% árið 1996 sem þykir mjög góður ár- angur. Önnur og þriðja rannsókn ritgerðarinnar er tví- þætt slembirannsókn á árangri kviðsjáraðgerðar og opinnar aðgerðar við nárakviðsliti. Þetta er jafn- framt stærsta rannsókn sinnar tegundar þar sem 1000 sjúklingum var fylgt eftir reglulega í fimm ár. Sjúklingar sem fóru í kviðsjáraðgerð höfðu minni verki eftir aðgerð og veikindaleyfi þeirra voru styttri. Ekki reyndist munur á tíðni endurtekinna kviðslita fimm árum eftir aðgerð en hins vegar kom í ljós marktækt samband milli þess skurð- læknis sem framkvæmdi aðgerðina og tíðni endur- tekinna kviðslita. Fjórða rannsóknin fjallar um meðferð tvíhliða nárakviðslita en í 15-20% tilvika eru kviðslit í báð- um nárum. Áður tíðkaðist að framkvæma tvær að- gerðir með nokkurra mánaða millibili en með til- komu kviðsjáraðgerða var í auknum mæli farið að gera aðgerð á báðum nárum samtímis. Við há- skólasjúkrahúsið í Malmö hafa sjúklingar með tví- hliða kviðslit verið meðhöndlaðir með kviðsjárað- gerð frá árinu 1993 og var tilgangur rannsóknar- innar að meta árangur aðgerðanna. Helstu niður- stöður voru þær að tvíhliða kviðsjáraðgerð er ör- ugg og alvarlegir fylgikvillar fáir. Tíðni endurtek- inna kviðslita þremur árurn eftir aðgerð reyndist lág, eða innan við 3%. Síðasta rannsókn ritgerðarinnar var dýratilraun þar sem borin var saman mismunandi net sem not- uð eru við nárakviðslitsaðgerðir. Sérstaklega voru könnuð áhrif netinnlagnar á sáðstreng og æðar til eista. Það net sem mest er notað í dag virðist ekki hafa áhrif á sáðstreng né æðar til eista. Fritz lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1985 og embættisprófi frá læknadeild Háskóla íslands 1991. Hann stundaði framhalds- nám á skurðdeildum Sjúkrahúss Karlskrona í Sví- þjóð frá 1993 til 1997 og fékk sérfræðiviðurkenn- ingu í almennum skurðlækningum 1997. Á árun- um 1998-2002 starfaði Fritz í Malmö þar sem hann sérhæfði sig í kviðsjáraðgerðum. Hann starfar nú sem yfirlæknir handlækningadeildar Sjúkrahúss Akraness auk þess sem hann rekur læknastofu í Domus Medica. 138 Læknablaðið 2004/90 i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.