Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2004, Side 44

Læknablaðið - 15.02.2004, Side 44
FRÆÐIGREINAR / STARFSREGLUR LEITARSTÖÐVAR Brjóstakrabbameinsleit Með röntgenmyndatöku af bqostum er oft unnt að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi. Slík mynda- taka er eina almenna leitaraðferðin sem hefur sannað gilcli sitt til lœkkunar dánartölu af völdum sjúkdóms- ins. Með góðri þátttöku kvenna í hópleit með mynda- töku er samkvæmt víðtækum samanburðarrannsókn- um erlendis, einkum í Svíþjóð, talið fullsannað að al- mennt megi lækka dánartölu kvenna úr brjósta- krabbameini um að minnsta kosti 25% á aldrinum 50-69 ára, og allar líkur benda til þess að svipað gildi um konur 40-49 ára. f þessum útreikningum eru tekn- ar með allar konur sem boðin er þátttaka í leit, það er að segja líka þær sem mæta ekki, þannig að ávinning- urþeirra sem í raun mœta er örugglega mun meiri, lík- lega að minnsta kosti 35% á aldrinum 50-69 ára (rannsóknir af öðru tagi benda jafnvel til lækkunar dánartölu um eða yfir 50% hjá þeim sem mæta). Næmi myndatöku í hópleit er í heild yfir 80% á aldrinum 40-69 ára, en er nokkuð háð aldri (yfir 70% meðal kvenna á fimmtugsaldri, yfir 85% eftir fimm- tugt). Annar meginávinningur hópleitarinnar (auk lækkunar dánartölu) er sá að mun fleiri konum sem greinast með sjúkdóminn á þann hátt stendur til boða takmörkuð skurðaðgerð (fleygskurður) í stað þess að missa allt brjóstið heldur en þeim konum sem grein- ast utan leitar. Meira en helmingur bijóstakrabbameina sem grein- ast við hópleit með myndatöku finnast ekki við þreif- ingu, þar með talin nær öll setkrabbamein (ductal carcinoma in situ - DCIS) sem eru forstig ífarandi krabbameins. Brjóstaþreifing, hvort heldur sem erhjá lœkni eða við sjálfskoðun, getur þannig alls ekki komið í stað hópleitar með myndatöku. Konur eru samt eindregið hvattar til þess að skoða brjóst sín reglulega til að fylgjast með breytingum og finna sem fyrst þau mein sem ekki koma fram við myndatöku. Mjög mikilvægt er að allir starfsmenn heilbrigðis- þjónustu hvetji konur til að nýta sér brjóstakrabba- meinsleit reglulega til að sem bestur árangur náist, svo og að leita strax læknis ef þær verða varar við grunsamleg einkenni frá brjóstum. Nokkrar heimildir Breast diseases: A Yearbook® Quarterly, Vol 13 No 4 2003, Mos- by Inc., Orlando, USA. Duffy SW, Tabár L, Chen H-H, et al. The impact of organized mammography service screening on breast carcinoma morta- lity in seven Swedish counties: a collaborative evaluation. Cancer 2002 Aug; 95:458-69. Humphrey LL, Helfand M, Chan BKS, Woolf SH. Breast cancer screening: a summary of the evidence for the U.S. Preventive Services Task Force. Ann Intern Med 2002 Sep; 137: 347-60. See also pp 344-6. Nyström L, Rutqvist LE, Wall S, et al. Breast cancer screening with mammography: overview of Swedish randomised trials. Lancet 1993 Apr; 341: 973-8. Nyström L, Andersson I, Bjurstam N, et al. Long-term effects of mammography screening: updated overview of the Swedish randomised trials. Lancet 2002 Mar; 359: 909-19. Tabár L, Vitak B, Chen H-HT, et al. Beyond randomized control- led trials: organized mammographic screening substantially reduces breast carcinoma mortality. Cancer 2001 May; 91: 1724-31. Vainio H, Bianchini F (eds). IARC Handbooks of Cancer Preven- tion, Vol 7, Breast Cancer Screening, 2002, IARCPress, Lyon, France. . A. Leghálskrabbameinsleit Eftirliti eftir fyrstu greiningu forstigsbreytinga í frumustroki er lýst í lið 2 en eftirliti forstigsbreytinga í vefjasýnum í liðum 3-7. Til glöggvunar fylgja flæðirit sem lýsa eftirliti og meðferð for- stigsbreyting í vefjasýnum án HPV-prófunar (liðir 3-6; mynd 1) og með HPV-prófun (liður 7; mynd 2). Þar til niðurstaða heilbrigðisyfirvalda liggur fyrir varðandi fjárniögnun HPV-prófunar verður stuðst við greiningarferil án HPV-prófunar (liður 3-6; mynd 1). Liður 8 fjallar um notkun HPV-greiningar við hefðbundna leit og er jafnframt háður Ijárveitingum hins opinbera. Nafngift fyrir frumubreytingar: WHO (Bethesda) flokkun: - Mikil forstigsbreyting (high-grade): Dysplasia III + CIS (HSIL) / AIS / cancer suspect - Meðalsterk forstigsbreyting (moderate): Dysplasia II (HSIL), dysplasia NOS (ASC-H) - Væg forstigsbreyting (low-grade): Dysplasia I + koilocy- losis (LSIL)/ atypia (ASC-US / AGUS) Nafngift fyrir vefjabreytingar: CIN flokkun: - Meðalsterk eða mikil vefjabreyting (moderate to high- grade): CIN II-III / AIS / cancer suspect - Væg vefjabreyting (low-grade): CIN I, koilocytotic atypia Skilgreining endanlegrar meðferðar: (l)Keila (Hnífur / LEEP / LASER); (2) Total hysterectomy HPV-greining: Leit að hááhættustofnum með HC II eða sam- bærilegu prófi. 1. Skipulag leitar Konur eru boðaðar til leitar á aldrinum 20 til 69 ára. Skoðun er framkvæmd aflœkni eða Ijósmóður (með við- bótarmenntun) sem tekur frumustrok frá leghálsi og þreif- ar á líffærum í grindarholi. Frumustrok tekin utan hefð- bundinnar leitar eru skráð og er þeim konum fylgt eftir og þær meðhöndlaðar í samræmi við þessar starfsreglur. 1.1. Tímabil milli skoðana í leit. Konur eru boðaðar á tveggja ára fresti ef strok og skoð- un eru innan eðlilegra marka. Konur með afbrigðilegt frumustrok fara á eftirlitsskrá Leitarstöðvar. Við mœðraeftirht er mælt með töku frumustroks fyrir 24. viku meðgöngu, eða sjö vikum eftir fæðingu ef slíkt frumustrok hefur ekki verið tekið á síðastliðnum 24 mánuðum fyrir þungun. 140 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.