Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2004, Page 46

Læknablaðið - 15.02.2004, Page 46
FRÆÐIGREINAR / STARFSREGLUR L E I TA R S T 0 Ð VA R Figure II. Management of abnormat Pap diagnosis / ICELAND 2004 - with HPV testing. - Efö 11 þessi frumustrok eru eðlileg flyst konan yfir í hefðbundna hópleit. - f/endurtekin breyting er í frumustroki skal konu vísað til leghálsspeglunar. Sjá lið 3 varðandi frekara eftirlit. 3. Eftirlit eftir forstigsbreytingar í vefjasýnum án HPV-eftirlits CIN flokkun. 3.1. Vefjasýni með CINII-III, AIS og grun um byrjandi krabbamein. Keiluskurður. í þungun frestað til 12. viku eftir fæðingu nema grunur sé um krabba- mein. Leghálsspeglun á meðgöngu í völd- um tilfellum. 3.2. Vefjasýni með CIN I, koilocytotiska atypiu eða eðlilega niðurstöðu. 3.2.1. Endurtekin frumustrok með CIS, dysplasiu III eða AIS: Keiluskurður til endanlegrar greiningar. 3.2.2. Öll önnur tilfelli: Eftirlitsfrumustrok tvisvar á sex mánaða fresti, síðan eftir eitt ár og loks eftir tvö ár: - Ef öll þessi frumustrok eru eðlileg flyst konan yfir í hefðbundna hópleit. - £/endurtekin meðalsterk / sterk breyting eða tvisvar væg breyting: Konu vísað til annarrar leghálsspeglunar (sjá 3.3.). 3.3. Eftirlit eftir aðra leghálsspeglun. 3.3.1. Veljasýni er með CIN II-III / AIS eða hærra: Keiluskurður til endanlegrar greiningar. 3.3.2. Vefjasýni með CIN I, koilocytotiskri atypiu eða eðlilegt: Eftirlitsfrumustrok tvisvar á sex mánaða fresti, síðan eftir eitt ár og loks eftir tvö ár : - Ef öll þessi frumustrok eru eðlileg flyst konan yfir í hefðbundna hópleit. - £/endurtekin meðalsterk / sterk breyting eða tvisvar væg breyting: Konu vísað til þriðju leghálsspeglunar (sjá 3.4.) eða endanlegrar meðferðar ef 24-36 mánuðir eru liðnir frá index stroki (fyrsta afbrigðilega strok). 3.4. Eftirlit eftir þriðju leghálsspeglun. 3.4.1. Vefjasýni er með CIN II-III / AIS eða hærra: Keiluskurður til endanlegrar greiningar. 3.4.2. Vefjasýni með CINI eða koilocytotiskri atypiu eða eðlilegt: Endanleg meðferð ef 24-36 mánuðir eru liðnir frá index stroki (fyrsta afbrigðilega strok). 4. Eftirlit eftir keiluskurð án HPV-eftirlits 4.1. Fullkominn (radical) keiluskurður (frí skurðbrún: breyt- ingarnar >1 mm frá efri og neðri (endo- / exocervical) skurðbrún: Eitt frumustrok eftir hálft ár, síðan tvö strok með árs millibili og eitt strok eftir 24 mánuði. - £/endurtekið afbrigðilegt frumustrok: Sjá lið 2 varð- andi frekara eftirlit. 4.2. Ófullkominn keiluskurður (breytingarnar <1 mm frá efri eða neðri skurðbrún); Tekið frumustrok og gerð leghálsspeglun með útskafi á leghálsi sex mánuðum frá aðgerð. Eftir það þrjú strok á sex mánaða fresti, síðan eitt strok eftir ár. Eftirlit eftir það á 24 mánaða fresti. - Ef endurtekið afbrigðilegt frumustrok: Sjá lið 2 varð- andi frekara eftirlit. 4.3. Legnám eftir keiluskurð. Oháð tímalengd frá keiluskurði er ætíð mælt með að legháls sé fjarlægður með legi, svo fremi það sé tækni- lega framkvæmanlegt. Eftir legnám er mælt með frumu- stroki eftir eitt ár og síðan á tveggja ára fresti. 4.4. Tímalengd eftirlits eftir endanlega aðgerð. Yngri konum er fylgt eftir til 55 ára aldurs, en minnst í tuttugu ár eftir aðgerð. Eldri konum er fylgt eftir til 70 ára og verða þá að hafa verið í eftirliti í minnst fimm ár. 5. Eftirlit vegna VAIN og VIN Konum með VAIN (vaginal intraepithelial neoplasia) og VIN (vulvar intraepithelial neoplasia) er vísað til meðferðar hjá sérfræðingi í krabbameinslækningum kvenna. Eftirlit eftir meðferð fer eftir breytingum við skurðbrúnir vefjasýna: - Konur með „non-radikal“ aðgerð: Eftirlit hjá aðgerð- arlækni. - Konur með„radikal" aðgerð: Sjálið 4.1. eða 7.4. varð- andi frekara eftirlit. 142 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.