Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2004, Síða 58

Læknablaðið - 15.02.2004, Síða 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKN ADAGAR Læknadagar lukkuðust listavel - Fjölbreytt dagskrá í heila viku laðaði að sér hundruð lækna og endurómaði í fjölmiðlum Umrœður voru ofl líflegar í kaffihléum, ekki síður en í fundarsölunum. Lœknablaðið var í fyrsta sinn með kynningu á Lœknadögum - en ekki það síðasta. Þröstur Haraldsson Árleg endurmenntunarvika íslenskra lækna - Lækna- dagar - tekur stöðugum framförum, það fer ekki milli mála. Þessir janúardagar hafa fest sig í sessi sem hápunktur í félagslífi lækna og dagskráin verður þétt- ari og fjölbreyttari með hverju árinu. Að þessu sinni var bryddað upp á þeirri nýjung að halda síðdeg- isfundi milli kl. 16 og 19 sem mæltust vel fyrir þótt sumir væru að vísu orðnir heldur framlágir eftir stífa fundarsetu frá kl. 9 um morguninn. Setning Læknadaga var einn af þessum síðdegis- fundum og þar hélt Sigurður Guðmundsson land- læknir erindi sem hann nefndi Vonir og væntingar. Þar fór hann yfir sviðið og velti vöngum yfir stöðu heilbrigðismála í upphafi árs. Hann kom víða við og reifaði meðal annars þnskiptingu heilbrigðisþjónust- unnar þar sem heilsugæsla og heimilislæknar veita grunnþjónustu, sérfræðingar og landshlutasjúkrahús mynda annað stigið og deildaskipt sjúkrahús (les: Landspítalinn) þriðja stigið. Landlæknir hefur sett fram hugmyndir um að nokkur landshlutasjúkrahús verði efld svo þau geti þjónað stærri svæðum og veitt alla almenna þjónustu en auk þess tekið að sér sér- hæfðari verkefni, ekki síst á sviði lýðheilsu, sam- kvæmt þjónustusamningum. Sem dæmi um svona stofnun nefndi hann Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri sem hann telur að eigi að geta sinnt 30-40.000 íbúum Norður- og Austurlands. Að sjálfsögðu ræddi Sigurður einnig vanda Land- spítalans og sagði brýnt að samkomulag tækist milli fjárveitingavaldsins og spítalans. „Skilyrði þess er að spítalanum sé mörkuð skýr stefna: hverjum á hann að sinna, hvar, hvenær og hvers vegna.“ Hann lagði áherslu á að rannsóknir og kennsla eigi að vera „skil- yrðislaus hlutverk“ spítalans og bætti því við að „ef við viljum annað verður það að koma fram“. Menn ættu ekki að einblína á niðurskurð á spítalanum held- ur yrði að huga að umhverfi hans, efla heilsugæslu og fjölga hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu svo spítalinn geti sinnt því sem hann á að gera en sé ekki upptekinn af því að sinna grunnþjónustu. Nýir vágestir og gamlir Eins og vaninn er á Læknadögum sannast þar hið fornkveðna að læknum er ekkert mannlegt óviðkom- andi. Það sást best á dagskránni því málþing og erindi sem þar voru flutt fjölluðu unr allt nrilli himins og jarðar. Allt frá innviðum mannsraddarinnar yfir í fuglaflensu og hagvöxt. Tíðindamaður Læknablaðs- ins sótti eins og áður helst þau málþing sem ekki gerðu miklar kröfur til klínískrar þekkingar og setti fyrst kúrsinn á smitsjúkdóma. Þar var fjallað um nýja og gamla fjandmenn mannkyns, sýkla, veirur og pestir sem maður hélt að sumar hverjar heyrðu sögunni til en lifa enn góðu lífi hér og þar um heiminn. Svo eru alltaf að koma til ný afbrigði sem taka ekki mark á mótvægisaðgerðum mannsins. Karl G. Kristinsson smitsjúkdómalæknir á sýklafræðideild Landspítalans greindi meðal annars frá því að nýjar og fjölónæmar bakteríur breiðist ört út á sjúkrahúsum Vesturlanda þessi misserin. Helsta ástæða þess er talin vera ótæpileg notkun sýklalyfja. Úr henni hefur heldur dregið og hefur það haft merkjanleg áhrif á baráttuna gegn sýklunum. Á hinn bóginn hefur á allra síðustu árum orðið vart við verulega fjölgun svonefndra MÓSA-tilfella sem fátt bítur á annað en dýr og kröftug lyf á borð við Vankomýsin. Þessum tilfellum fór að fjölga ört á breskum sjúkrahúsum snemma á síðasta áratug og hefur það verið rakið til niðurskurðar og aukins vinnu- álags í breska heilbrigðiskerfinu. Á undanförnum tveimur til þremur árum hefur sama þróun verið að gerast á Norðurlöndum og Island er þar ekki undan- skilið. Afleiðingin af þessum tilfellum eru þær að lyfja- kostnaður margfaldast, spítalalegur sjúklinga lengjast og æ oftar verður að grípa til þess að loka deildum eða setja fólk í einangrun. Það gæti því reynst dýrkeyptur sparnaður að skera niður á sjúkrahúsum. Fuglar og aðrir flensuvaldar Aðrir fyrirlesarar á þessu málþingi fjölluðu um til- raunir mannskepnunnar til að breyta sýklum og eit- urefnum ýmiss konar í vopn sem nota má á vígvellin- um. Ólafur Steingrímsson fræddi viðstadda um þessi „vopna fátæka mannsins“ eins og þau hafa verið köll- uð vegna þess að þau eru ódýr í framleiðslu og ein- föld í notkun. Tegundir vopnanna eru fjölmargar, ekki síst efnavopnanna, en af sýklavopnum nefndi hann einkum þijú til sögunnar: stóru bólu, svarta dauða og miltisbrand. Þótt flestum þyki nóg um að vita af þessum vopn- unt þá er það huggun harmi gegn að flestir veigra sér 154 Læknablaðið 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.