Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2004, Page 62

Læknablaðið - 15.02.2004, Page 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / RAFRÆN SKRÁNING Biðin langa eftir Heilbrigðisnetinu - Þótt hægt miði við að tengja saman heilbrigðiskerfið miðar rafrænni skráningu töluvert Þröstur Haraldsson í umræðum um heilbrigðismál verður æ háværari krafan um að efla rafræna skráningu í heilbrigðis- kerfinu. Jafnframt undrast margir hversu hægt hefur miðað í því að koma henni á svo sómi og gagn sé að. Enn er verið að flytja pappíra á milli stofnana, slá inn gögn og skýrslur með handafli og eins og margir sjúk- lingar hafa upplifað þá veit hægri höndin sjaldnast hvað sú vinstri hefur verið að krukka í þá, jafnvel inn- an sömu stofnunar, að ekki sé minnst á stofnanir í fjarlægum borgarhverfum eða landshlutum. A Heilbrigðisþingi sem haldið var á síðastliðnu hausti stóð það upp úr öðrum hverjum ræðumanni og svipaður söngur kvað við á Læknadögum: Seina- gangur í því að koma á rafrænni skráningu er farinn að há heilbrigðisstarfsmönnum í störfum sínum og grafa undan öryggi sjúklinga í hinu hættulega heil- brigðiskerfi, svo vitnað sé til ummæla Jespers Poulsen formanns dönsku læknasamtakanna á aðalfundi LI á Hólum í sumar. Sigurður Guðmundsson landlæknir gerði þetta að umtalsefni í setningarræðu sem hann flutti í upphafi Læknadaga og vitnaði til orða sem William nokkur Osler lét falla árið 1911: „Það sem ekki hefur verið skráð, hefur ekki verið gert.“ I ræðunni lýsti Sigurður því kerfi sem hann sér fyrir sér að komið verði á fót. Gagnlegt tæki Kjarninn í framtíðarkerfinu er miðlæg, rafræn sjúkra- skrá fyrir allt landið. I hana skrá læknar og aðrir heil- brigðisstarfsmenn upplýsingar um sjúklinga og sækja þangað upplýsingar um sjúkrasögu þeirra, hvað aðrir læknar hafa gert við þá, hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á þeim, fyrir hverju þeir hafa verið bólusettir, hvaða lyf þeir taka, hvort þeir eru haldnir ofnæmi fyr- ir lyfjum og svo framvegis. Utan um sjúkraskrána verði svo búið til Heil- brigðisnet sem unnið hefur verið að með hraða snig- ilsins undanfarin ár en það á að tengja allar heilbrigð- isstofnanir landsins saman á neti. Á þessu neti verða ýmsir gagnabankar á borð við lyfjagagnagrunn, slysa- skrá og skrá yfir bólusetningar. Þar inni yrðu líka gögn um rannsóknir í læknisfræði, dánarmeinaskrá, gögn úr Krabbameinsskrá, vistunarupplýsingar, gögn um sýkingar og smitsjúkdóma og fleira og fleira. Jafnframt yrðu þar valdar upplýsingar úr rafrænu sjúkraskránni sem allar heilbrigðisstofnanir og - starfsmenn hefðu aðgang að. Tilgangurinn með svona skráningu er margþættur. Hún gagnast að sjálfsögðu við læknisstörfin, jafnt á hátæknideildum Landspítala sem heilsugæslustöðv- um landsbyggðarinnar og læknastofu einyrkjans. Um það munu þeir vitna hér á eftir Samúel J. Samúelsson yfirlæknir í Mjódd og Þorvaldur Ingvarsson fram- kvæmdastjóri lækninga á FSA. En landlæknir nefndi einnig gagnsemi skráningar fyrir stjórn heiibrigðis- mála og taldi þar upp þessa þætti: • Skráning á heilsu landsmanna • Faraldsfræðilegar athuganir • Athuganir á orsakatengslum • Mat á forvörnum • Árangursmat heilbrigðisþjónustu • Mat á gæðum • Eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum • Stjórnun og fjármál (DRG) Heilsugæslan langt komin í Reykjavík í ráðuneytinu og víðar hefur verið unnið að gerð Heilbrigðisnetsins en hvað líður gerð rafrænnar sjúkra- skrár? Samúel J. Samúelsson yfirlæknir á Heilsu- gæslunni í Mjódd hefur fylgst með því. Hann starfaði um skeið á vegum ráðuneytisins að þarfagreiningu heilsugæslunnar hvað rafræna skráningu varðar og hefur einnig átt þátt í þróun tölvukerfisins Sögu sem er í eigu eMR hf. Ný útgáfa (3.1) á því kerfi er í sjón- máli sem að hans sögn mun bæta stöðuna verulega. „Það sem við þurfum er kerfi sem heldur utan um öll gögn sem við notum í daglegri vinnu, auðveldar okkur að skrá allt sem við gerum og veitir okkur að- gang að rannsóknarupplýsingum. Svo er ekki nú því allar upplýsingar sem við fáum frá öðrum eru sendar á pappír og handskráðar inn á heilsugæslustöðvun- um. Stöðvarnar eru ekki samtengdar svo ef ég þarf að senda skrá á næstu stöð verð ég að prenta hana út og senda í pósti. Það þarf að koma á rafrænum samskipt- um milli heilbrigðisstétta sem fyrst. Mesta forgangsmál heilbrigðisyfirvalda ætti þó að vera að rafvæða rannsóknarþáttinn þannig að allir sem eru að sinna sjúklingum hafi aðgang að öllum rannsóknum, blóðrannsóknum, myndgreiningu og svo framvegis. Nú koma öll svör bréflega og eru svo skráð í sjúkraskrána en því fylgir hætta á mistökum. Það myndi sparast töluvert fé við það að við hættum að endurtaka rannsóknir sem nýbúið er að gera en við vitum ekki um. Auk þess myndu rafræn samskipti bæta öryggi sjúklinga og spara tíma og losa þá við óþarfa álag. Draumurinn er að koma á fót einni rafrænni sjúkraskrá og hann er ekki svo fjarlægur innan heilsu- gæslunnar í Reykjavík. Það er búið að koma upp miðlægri gagnageymslu sem allar stöðvarnar eru 158 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.