Læknablaðið - 15.02.2004, Qupperneq 68
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SÁTTMÁLI UM FAGMENNSKU
ir grunnþættir sem rnynda undirstöðu þessa sátlmála í
formi þriggja grundvallarreglna og nokkurra afdrátt-
arlausra atriða sem varða faglega ábyrgð.
Grundvallarreglur
Regla um að velferð sjúklinga hafi forgang
Þessi regla byggir á skuldbindingu til að þjóna hags-
munurn sjúklinga. Umhyggja fyrir hag annarra stuðl-
ar að trausti sem er þungamiðjan í sambandi læknis
og sjúklings. Markaðsöfl, samfélagsþrýstingur og
knýjandi stjórnunarleg vandamál mega ekki draga úr
gildi þessarar reglu.
Regla um sjálfsforrœði sjúklinga
Læknar verða að bera virðingu fyrir sjálfsforræði
sjúklinga. Læknar verða að vera heiðarlegir við sjúk-
linga og gera þeim kleift að taka upplýstar ákvarðan-
ir um læknisfræðilega meðferð sína. Akvarðanir
sjúklinga um læknisfræðilega meðferð verður að
virða svo fremi að slíkar ákvarðanir séu í samræmi
við siðferðilega starfshætti og leiði ekki til kröfu um
óviðeigandi þjónustu.
Regla um samfélagslegt réttlœti
Læknastéttin verður að stuðla að réttlæti innan heil-
brigðiskerfisins, þar á meðal sanngjarnri dreifingu
þeirra úrræða sem völ er á í heilbrigðisþjónustunni.
Læknar ættu að vinna að því að útrýma mismunun í
heilbrigðisþjónustu, hvort sem hún er vegna kynþátt-
ar, kynferðis, félagslegrar stöðu, þjóðernis, trúar-
bragða eða annarra félagslegra þátta.
Faglegir ábyrgöarþættir
Skuldbinding gagnvart faglegri hœfni
Læknar verða að skuldbinda sig til ævilangrar þekk-
ingaröflunar og til að bera ábyrgð á að viðhalda þeirri
læknisfræðilegu þekkingu, klínísku færni og hæfni til
að starfa með öðrum, sem er nauðsynleg til þess að
geta veitt sem besta þjónustu. í víðari skilningi þarf
læknastéttin sem heild að keppa að því að allir lækn-
ar séu hæfir og hún verður að tryggja að þeir eigi völ
á viðeigandi leiðum til að ná þessu takmarki.
Skuldbinding til heiðarleika gagnvart sjúklingum
Læknar verða að tryggja að sjúklingar séu upplýstir að
fullu og á heiðarlegan hátt áður en þeir samþykkja
læknisfræðilega meðferð og eftir að hún hefur verið
veitt. Þessi kvöð þýðir þó ekki að sjúklingar eigi að taka
þátt í öllum minniháttar ákvörðunum unt læknisþjón-
ustu; öllu heldur verður að gera þeim kleift að ákvarða
meðferðarleið. Læknar ættu einnig að viðurkenna að í
heilbrigðisþjónustu verða stundum mistök sem skaða
sjúklinga. Ávallt er sjúklingur verður fyrir skaða af
völdurn læknisþjónuslu ætti að upplýsa hann tafarlaust
því ef það bregst rýrir það alvarlega traust sjúklinga og
samfélagsins til lækna. Tilkynning og rannsókn á lækn-
isfræðilegum mistökum mynda grundvöll viðeigandi
forvarna og aðgerða til úrbóta og eru forsenda þess að
sá sem fyrir mistökum verður fái bætur.
Skuldbinding til að standa vörð um trúnað við sjúk-
linga
Að vinna traust og trúnað sjúklinga krefst þess að gál
sé höfð þegar gefnar eru upplýsingar um mál er þá
varða. Þetta á einnig við um viðtöl við fulltrúa þeirra
sjúklinga sem geta ekki sjálfir veitt samþykki fýrir
meðferð. Að halda trúnað við sjúklinga er mikilvæg-
ara nú en nokkru sinni fyrr vegna útbreiddrar notkun-
ar á rafrænum upplýsingakerfum þar sem safnað er
saman upplýsingum um sjúklinga og vegna aukins
aðgengis að erfðafræðilegum upplýsingum. Læknar
gera sér þó grein fyrir að stundum verður trúnaður að
víkja fyrir mikilvægum málum sem varða almannaheill
(til dæmis þegar öðrum stafar hætta af sjúklingum).
Skuldbinding til að viðhalda eðlilegu sambandi við
sjúklinga
Þar sem sjúklingar eru í eðli sínu berskjaldaðir og háð-
ir lækni sínum verður að forðast tiltekin samskipti
læknis og sjúklings. Sérstaklega ættu læknar aldrei að
stofna til kynferðislegs sambands við sjúklinga sína
eða notfæra sér tengsl sín við sjúklinga til fjárhagslegs
ávinnings eða á annan hátt í þágu eigin hagsmuna.
Skuldbinding til að bœta gœði þjónustunnar
Læknar verða stöðugt að helga sig umbótum á gæð-
urn heilbrigðisþjónustunnar. Þessi helgun snýst ekki
aðeins um að viðhalda klínískri fæmi, heldur einnig
um samvinnu við aðra fagaðila í því skyni að fækka
læknisfræðilegum mistökum, auka öryggi sjúklinga,
minnka misnotkun heilbrigðiskerfisins eins og unnt er
og bæta árangur heilbrigðisþjónustunnar. Læknar
verða að taka virkan þátt í að þróa betri mælikvarða á
gæði þjónustunnar og þróa gæðastaðla sem nota má
til að meta reglulega frammistöðu allra einstaklinga,
stofnana og verkferla innan heilbrigðisþjónustunnar.
Það er hlutverk lækna, bæði sem einstaklinga og fag-
hóps, að skapa og hrinda í framkvæmd nýjum aðferð-
um til að auka stöðugt gæði þjónustunnar.
Skuldbinding til að bœta aðgengi að þjónustu
Fagmennska í læknisfræði krefst þess að markmið allra
heilbrigðiskerfa sé að tryggja samræmda og viðunandi
þjónustu. Læknar verða, sem einstaklingar og hópur,
að leggja sig fram um að draga úr hindrunum að jöfnu
aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Læknar ættu hvar-
vetna að vinna að því að afnema aðgengishindranir
sem tengjast menntun, lögum, fjárhag, búsetu og fé-
lagslegri mismunun. Að stefna að jöfnuði felur í sér að
auka veg lýðheilsu og fyrirbyggjandi læknisfræði, sem
og opinbera ráðgjöf frá sérhverjum lækni án tillits til
eiginhagsmuna læknisins eða stéttar hans.
164 Læknablaðið 2004/90