Læknablaðið - 15.02.2004, Page 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN ■
Kristinn heimur miðalda
og Hrafn Sveínbjarnarson
Norðurlandabúar höfðu átt langvinn og mikil
samskipti við hinn kristna heim áður en þeir sneru
endanlega baki við Óðni og Þór, Nirði og Frey. Þeir
vissu að Frankar, Englendingar, Irar og íbúar í Býzans
trúðu á Hvíta-Krist og það hafði heldur ekki farið
fram hjá norrænum kaupmönnum að viðskiptamenn
þeirra á Íberíuskaga og við Kaspíahaf aðhylltust
eingyðistrú.
Einn heimur - hinn kristni heimur
í eftirmála að Öldinni þrettándu segir Óskar Guð-
mundsson:
A hámiðöldum voru þjóðir Norður- og Vestur-Evr-
ópu svo nátengdar menningarlega að í vitundinni
lifði eitt samfélag - hinn kristni heimur. Ein kirkja
batt þessar þjóðir saman í einn sið. Líklega viður-
kenndu kirkjunnar menn varla nokkur landamæri -
og þeir töluðu meira að segja einni tungu, latínu.
Svipað má segja um tungumálið sem notað var á því
víðfeðma svæði um haf innan, löndum og eyjum við
Atlantshaf, sem byggð voru norrænum mönnum.
Þannig fóru saman sameiginlegar menntir og hug-
sjónir. Við það bætist svo að þessi heimur var að
hefja nýja byltingu í verslunar- og viðskiptaháttum.
Samskipti þjóða á milli leiddu til nýrra bandalaga og
verslunarmiðstöðva. Bandalög Hansaborga og fleiri
slík leiddu til víðtækrar löggjafar og samninga þjóða
á milli.
Islendingar voru við hið stóra haf þar sem flestir
töluðu sömu tungu, og játuðu sama sið, kristni.
Samskipti á sviði menningar, verslunar og trúmála
voru fjölbreytileg. íslendingar urðu fyrir margvís-
legum menningaráhrifum - og það eru líkindi til að
þeir hafi einnig haft töluverð áhrif í hinum norræna
heimi.
Nýr siður í Danaveldi ...
Þegar Karla-Magnús færði endimörk ríkis síns til
norðurs, komust Danir í nána snertingu við löndin í
suðri. Þeim tókst að stöðva framrás Frankanna og árið
811 var gert samkomulag um það, að áin Eider (Ege-
dorae fiuminis) skyldi marka landamæri Danaveldis
til suðurs og hélzt sú skipan til 1864. Loðvík I. keisari
hinn frómi, sonur Karla-Magnúsar, reyndi að kristna
Dani og sendi í því skyni Ansgar munk til Heiðarbæj-
ar árið 826. Ekki hafði hann erindi sem erfiði, en árið
831 stofnaði Loðvík erkibiskupsstól í Hamborg og
skipaði Ansgar í embætti. Skyldi hann ráða fyrir
kristnum á Norðurlöndum.
I Heiðarbæ (nú Slésvík, Schleswig) innst í firðinum
Slé (Schlei) reis mikilvæg miðstöð á verzlunarleið
Frankanna til múslímsku ríkjanna í austri, um Eystra-
saltið og rússnesku fljótin. Danir tóku virkan þátt í
viðskiptunum í samvinnu við Frísa, sem bjuggu suð-
vestan við þá, við Elbu og Rínarfljót. Frísar voru krist-
in siglingaþjóð sem komst undir þýzk yfirráð árið 925.
Þjóðverjar sóttu einnig á Dani og þeir urðu einnig að
verjast Vindum, slavneskum þjóðflokki við vestanvert
Eystrasalt (Vender á dönsku, Wenden á miðháþýzku).
Þegar Haraldur blátönn konungur Dana, sonur
Gorms hins gamla, tók skírn um miðja tíundu öldina
og ákvað að þegnar hans skyldu kristnir verða, fól
hann nýskipuðum biskupum á Jótlandi að stjórna trú-
boðinu, en þeir heyrðu undir erkibiskupinn í Ham-
borg. Hefir verið látið að því liggja að Haraldur
Gormsson hafi gerzt kristinn til þess að geta bægt frá
afskiptum þýzkra.
Togstreitan við Eystrasaltið náði hámarki þegar
Valdimar konungur I. var kominn til valda í Dan-
mörku og í Suður-Svíþjóð og fóstbróðir hans og ráð-
gjafi, Absalon biskup í Hróarskeldu, var orðinn erki-
biskup í Lundi 1177. Með blessun erkibiskups hóf
konungur krossferð gegn Vindum og öðrum baltnesk-
um heiðingjum, enda ógnuðu þeir Eystrasaltsverzl-
uninni. Absalon biskup hlaut menntun sína í París og
er talinn fyrsti Daninn sem þar stundaði nám.
... og í Noregi
í Noregi kostaði kristnitakan verulegar blóðsútheli-
ingar. Þar fóru fremstir Olafur Tryggvason og Ólafur
Haraldsson hinn digri, síðar nefndur hinn helgi. Báðir
voru þeir afkomendur Haraldar hárfagra. Báðir höfðu
á ferðum sínum snúizt til kristinnar trúar, báðir
reyndu að snúa Norðmönnum til betri siðar og réðu til
þess trúboða frá Englandi.
Ólafur Tryggvason var skírður af Aelfeah erkibisk-
upi af Kantaraborg árið 994. Ólafur var þá í herför á
Englandi með Sveini konungi Dana, sem auknefndur
var tjúguskegg.
Ólafur tók við völdum í Noregi 995. Um hann segir
í Noregskonungatali „er Sæmundur frodi orti“:
22. Misti litt
su er laugum styrdi
recka kind
raad hins bezsta.
þa er nordr
i Noregi
kristinn mann
til konungs toku.
23. OkOlafr
arfui Tryggua
tok liddriugr
lond ok þegna.
hinn er fimm
a faam vetrum
lofda vinar
lond kristnadi.
Fyrir utan Noreg er hér átt við Orkneyjar, Færeyj-
ar, Island og Grænland:
Örn Bjarnason
Pessi grein er fyrst í flokki
fjögurra pistla sem byggðir eru
á rannsóknum í safni Jóns
Steffensen
Höfundur var ritstjóri Lækna-
blaðsins 1976-1993. Hann er að
mestu hættur lækningum og
vinnur nú að undirbúningi að
útgáfu á norrænum lækninga-
handritum frá miðöldum og
skýringum á þeim.
Læknablaðið 2004/90 167