Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 72
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN Orkneyjar á Ólafur Tryggvason að hafa kristnað með því að neyða jarlinn, Sigurð digra, til þess að taka skírn. Færeyingum á hann að hafa fært kristin- dóminn með hjálp Sigurðar Brestissonar. Til íslands sendi hann þýzkan prest, Þangbrand. Þarf ekki frek- ar um það að ræða. Grænlendingum sendi hann Leif heppna Eiríksson. Ólafur Tryggvason féll í orrustunni sem kennd er við Svoldur, árið sem kristni var í lög tekin á Islandi. Ólafur frændi hans Haraldsson var skírður í Rúðuborg í Normandí (Rouen) veturinn 1013-1014 og árið eftir tók hann við konungdómi í Noregi. Heimkominn í Niðarós hitti hann fyrir Sighvat skáld Þórðarson, en faðir Sighvatar, Þórður Sigvaldaskáld, var í liði konungs. Varð Sighvatur trúnaðarmaður konungs, hirðskáld, stallari og sendimaður. Jafngildir það því að hann hafi í nútímaskilningi verið bæði forsætis- og utanríkisráðherra. Ólafur lagði undir sig lendur Dana í Noregi og varð hann þannig fyrstur konungur yfir landinu öllu. Hann skipulagði trúboðið, byggði kirkjur og að ráði Grímkels, engilsaxnesks biskups, lét konungur setja kirkjulög, sem bændur samþykktu á þingi og engil- saxnesku trúboðarnir menntuðu Norðmenn til prestsstarfa. Ólafur Haraldsson féll í orrustunni við Stiklarstað árið 1030. Fljótlega þóttust menn merkja að hér hefði verið á ferð helgur maður og má segja að látinn hafi hann stuðlað betur að framgangi kristninnar, en meðan hann lifði. Magnús konungur og Sighvatur Þóröarson Þegar Magnús, laungetinn sonur Ólafs Haraldssonar, fæddist árið 1024 var það Sighvatur Þórðarson sem lét skíra drenginn og var sjálfur guðfaðir hans. Þetta staðfestir Sighvatur í niðurlagi Bersöglisvísna sinna, í átjándu vísu: „Seyni olafs bið ek snúðar sið queða aftans biða oframs sök meðal ockar allt er haligt sva mala“ ... [Syni Ólafs bið ég hagstæðra málaloka; sagt er að mál óframfærins verði að bíða þar til síðar í kvöld; milli okkar er allt heilagt]... Norski bókmenntasagnfræðingurinn Hallvard Lie segir í æviágripi Sighvats um orðalagið „meðal okkar allt er heilagt“, að það vísi til þeirrar cognatio spiritualis (andlegs skyldleika), sem skírnin stofni til. Ólafur Haraldsson hraktist í útlegð til Garðaríkis 1028. Athyglisvert er að Sighvatur varð eftir í Noregi og árið eftir fór hann í pílagrímsferð til Rómar. Hefir verið leitt að því líkum að Sighvatur hafi fyrst og fremst verið að ganga erinda Ólafs, en höfuðand- stæðingurinn, Knútur ríki Danakonungur hinn mikli, sonur Sveins tjúguskeggs, hafði þá nýverið heimsótt páfa og haft með sér digra sjóði. Á heimleiðinni frétti Sighvatur fall Ólafs konungs. Árið eftir fór hann til Svíþjóðar að finna Ástríði drottningu Ólafs helga og var honum vel tekið. Magnús Ólafsson fylgdi föður sínum í útlegðina, en þegar Ólafur konungur hélt heim á ný, varð son- urinn eftir í uppfæðzlu og fóstri hjá Jarizleifi konungi í Garðaríki. Árið 1035 fóru þeir austur Einar Þamba- skelfir og Kálfur Árnason að sækja konungssoninn og Sighvatur kom til móts við þá í Sigtúnum og síðan var haldið til Noregs, þar sem Magnús var tekinn til konungs. Ekki fer sögum af Sighvati næstu árin, en hann hef- ir áfram staðið konungi nærri því þegar harðýðgi Magnúsar þótti úr hófi gengin var ákveðið meðal þeirra tólf er nánastir voru konungi, að hlutkesti skyldi ráða hver ætti að reyna að koma vitinu fyrir hann. Var því þá þannig fyrir komið að Sighvatur vann hlutkest- ið. Þetta er talið hafa gerzt rétt fyrir 1040. Þá orti Sighvatur Bersöglisvísur sem Hallvard Lie segir í æviágripinu að sé pólitískt skjal án nokkurrar hliðstæðu og bætir þessu við; Ósk mín er að lifa og deyja með þér, Magnús, - og þurfi endanlega að berjast, verður Sighvatur þér við hlið með sverð í hendi, því heilög bönd tengja okkur saman. En - nú verður þú að gæta þín kon- ungur! Þú stefnir í óefni. Þú virðir ekki lögin, þú stundar rán í eigin ríki, tekur óðulin af bændunum, þú heldur ekki orð þín. Þetta mun fólkið ekki um- bera. Gráhærðir menn hafa misst þolinmæðina og eru þér ógn. Nú er hætta á ferðum; ógæfan er skammt undan, en henni verður enn afstýrt. Syni Ólafs bið ég hagstæðra málaloka. I mjög styttu máli er þetta nakin hugsunin í þessu stolta kvæði, sem stendur sem verðugt minnismerki, ekki ein- asta um Sighvat skáld, heldur einnig um Magnús konung, sem reyndist svo stór í sniðum að þola þessa bersöglu ræðu og draga af henni lærdóm. Líklega hafa skáldskapur og stjórnmál sjaldan átt í innilegra sambandi en var í þessu tilviki. í sögu Magnúsar konungs segir: „Nú hyggur kon- ungur að þessum ráðum og áminningum, sem Sig- hvatur skáld hefir til skipað í kvæðinu. Verða þá margir göfgir menn og góðgjarnir til að styðja þessi heilræði... og með því konungur var bæði vitur mað- ur og góðgjarn og stillti sig vel, þótt honum væri mik- ið í skapi.... Hét konungur öllum mönnum gæzku og friði.“ Við það stóð hann og gjörðist Magnús konung- ur þaðan í frá ástfólginn þegnum sínum og var hann kallaður Magnús hinn góði. Sighvatar skálds er síðan ekki getið fyrri en í her- för Magnúsar konungs til Eystrasalts og Jótlands 1041-1043 og álitið er að hann hafi fallið frá skömmu síðar, 1044 eða 1045. Orrustan viö Vinda á Hlýrskógsheiði Hörða-Knútur (1018-1042), eða Hardeknud, eins og Danir kalla hann, varð konungur Dana og Englend- 168 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.