Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2004, Side 73

Læknablaðið - 15.02.2004, Side 73
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN inga eftir föður sinn, Knút hinn ríka og mikla, sama árið og Magnús góði var til konungs tekinn í Noregi. Náfrændi Hörða-Knúts, Sveinn Ástríðarson (Svend Estridsson) hafði gengið í þjónustu Magnúsar góða og svarið honum trúnaðareiða. Sveinn var sonur Ulfs jarls Sprakaleggssonar og Ástríðar, er var systir tveggja konunga, Knúts hins ríka og Ólafs hins svenska. I Flateyjarbók segir frá því að Sveinn hafi farið með Magnúsi suður til Danmerkur. Fékk konungur Sveini jarlstign og vald og ríki í Jótlandi, „er megn er allz Danaveldis, þat er fyrst Noregs ríki, en næst Vindum og Söxum, er mikinn ófrið veittu Dönum jafnan. Síðan fór Magnús konungur aptur til Noregs og sat þar um vetrin í Niðarósi og veitti þar jól sín.“ Sveinn jarl beið ekki boðanna og kallaði um vetur- inn saman þing að Vébjörgum (Viborg) „og á því þingi gáfu Danir honum konungs nafn.“ Magnús brást við hart, en fyrst varð að berja á Vindum og „sigldi hann með flotanum til Vindlanz ... gengu þeir á land upp og heijuðu og brenndu byggðir og menn ..." Haustið eftir var Magnús konungur kominn til Jótlands. Þá var honum sögð sú hersaga að Vindaher fer óspaklega, brennir allt og bælir í ríkinu. Er Vindar sneru úr ráns- ferðinni á Jótlandi, sat konungur fyrir þeim á Hlýr- skógsheiði, örskammt norðan við Heiðarbæ (Slésvík). í Flateyjarbók segir frá því að nóttina áður en herjunum laust saman vitraðist Ólafur helgi syni sín- um. Þóttist Magnús konungur sjá föður sinn á hvítum hesti og þótti hann mæla við sig: „Statt upp hart og fylk liði þínu. Ærið lið hefir þú að berjast gegn heiðnum mönnum. því að ég mun berjast með þér. Þá er þú heyrir hringt Glöð norður í Þrándheimi, þá mun ekki lengur þurfa að bíða mín, því að hún skal vera lúður minn í dag.“ I upphafi orrustunnar segir konungur mönnum sínum að þeir munu sigur fá, „því að hinn helgi Ólaf- ur konungur fer með oss. Og í því bili heyrðu allir Norðmenn klukknahljóð í himininn yfir sig og kennir Magnús konungur og allir Norðmenn, að það hljóð var sem í Glöð norður í Þrándheimi og við þetta snýr af liðinu allan ótta og hyggja allir á þessar jarteinir og enginn hræðist nú um líf sitt, hvort sem heiðingjar eru fleiri eða færri.“ Er ekki að orðlengja það að í sept- ember 1043 fékk Magnús konungur góðan sigur. Svá kom lækning af guðs miskunn fyrsta sinn í kyn Bárðar svarta I Heimskringlu segir að það sé alþýðu mál að mann- fall hafi ekki „orðið jafnmikið á Norðurlöndum í kristnum sið sem það, er varð á Hlýrskógsheiði af Vindum. En af liði Magnúsar konungs féll ekki margt, en fjöldi varð sárt og eftir orrustu lét Magnús konungur binda sár sinna manna ...“ I Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar segir frá því að Atli Höskuldsson, faðir Bárðar svarta, föður Svein- bjarnar læknis, föður Hrafns, hafði verið með Magnúsi konungi hinum góða Ól- afssyni í bardaganum á Hlýrskógsheiði, þá er hann barðist við Vindi. Þá vitraðist Ólafur konungur Magnúsi, syni sínum, bað hann velja tólf menn af öllum herinum, þá er væru af hinum beztum ætt- um, til þess að þeir bindi sár manna. En hann kveðst það myndi þiggja af guði, að í hvers þeirra kyni skyldi síðan lækning haldast, er þar væri til valdir sár manna að binda. En eptir bardagann skipaði hann þeim til að binda sár manna, því að fáir voru læknar í liði hans, en menn voru margir sárir orðnir. Þá batt Atli sár manna fyrsta sinn að boðorði Magnúss konungs og var síðan algjörr læknir, sem allir þeir, er þar bundu sár manna. Svá kom lækning af guðs miskunn fyrsta sinn í kyn Bárðar svarta. í Heimskringlu er þess getið, að Magnús konung- ur hafi nefnt til tólf menn, „þá er honum sýndist sem mjúkhenzktir myndu vera, og segir, að þeir skyldu binda sár manna, en enginn þeirra hafði fyrr sár bundið; en allir þessir urðu hinir mestu læknar. Þar voru tveir íslenzkir menn, var annar Þorkell Geira- son, annar Atli, faðir Bárðar svarta í Selárdal og komu frá þeim margir læknar síðan.“ I Landnámabók er getið tveggja manna með við- urheitið læknir: Annar þeirra var Höskuldur, sonur Þórdísar Snorradóttur Jörundarsonar, en móðir hennar, Ásný, var dóttir Sturlu Þjóðrekssonar á Staðarhóli (Víga- Sturlu). Dóttir Höskuldar læknis var Margrét, móðir Þorfinns ábóta. Hinn var Þorkell Geirason að Lundum, sem nefndur var hér á undan, faðir Geira, föður Þorkels kanúka, vinar Þorláks biskups hins helga, en Þorkell kanúki gaf fé sitt til þess að stofnað yrði klaustrið að Veri í Þykkvabæ. Hrafns saga Sveinbjarnarsonar Hrafns saga Sveinbjarnarsonar hefst á því að sögð eru deili á ætt hans: Sveinbjörn hét maður, son Bárðar svarta, Atlasonar, Högnasonar hins heppna, Geirþjófssonar, er nam Geirþjófsfjörð, Valþjófssonar hins gamla. Svein- bjöm bjó í Amarfirði á þeim bæ, er á Eyri heitir. Hann átti konu þá. er Steinunn hét. Hún var Þórð- ardóttir, Oddleifssonar. Sveinbjörn var goðorðs- maður og vitur og mikill atferðarmaður, læknir góður. Atli Högnason, afi Sveinbjarnar, hafði verið með Magnúsi konungi hinum góða Ólafssyni í bardaga á Hlýrskógsheiði, þá er hann barðist við Vindi, svo sem sagt er frá hér næst á undan. Þau Steinunn Þórðardóttir og Sveinbjörn Bárðar- son áttu fimm dætur og tvo sonu. Markús hét hinn eldri og var hann mikill vexti og rammur að afli. Hann var ungur settur til bókar og síðan vígður til prests. Var það í samræmi við það að á þessum tíma tóku margir höfðingjar vígslu, enda héldust þannig Læknablaðið 2004/90 169

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.