Læknablaðið - 15.02.2004, Page 89
Læknastofur til leigu
í Vesturbænum
Læknastofur eru til leigu í Læknastöð Vesturbæjar á
Melhaga 20-22, en stöðin hefur verið starfrækt í 12 ár.
Þar eru samtals 6 stofur og eru 3-4 þeirra nú lausar til
leigu, annaðhvort að hluta eða að öllu leyti. Góð leigu-
kjör eru í boði.
Nánari upplýsingar í síma 562 8090 hjá Árna Tómasi
Ragnarssyni eða Gunnlaugi Sigfússyni.
fea
Deildarlæknir
á myndgrein-
ingardeild
Laus er til umsóknar staða deildarlæknis á mynd-
greiningardeild. Staðan er veitt til 6 mánaða með
möguleika á framlengingu. Staðan getur nýst til sér-
fræðináms í myndgreiningu. Starfinu fylgir bak-
vaktaskylda. Læknirinn fær í starfi sínu leiðsögn og
kennslu hjá fjórum sérfræðingum deildarinnar og
auk þess kost á að sækja fræðslufundi og námskeið
á starfstímanum.
Nánari upplýsingar veitir Halldór Benediktsson, for-
stöðulæknir myndgreiningardeildar í síma 463 0100,
halldorb@fsa.is
Umsóknarfrestur er til 1. mars 2004.
Staðan veitist frá 1. apríl 2004 eða eftir samkomu-
lagi.
Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu
ásamt hæfileikum á sviði samskipta og samvinnu.
Umsóknum skal skila á þartilgerðum eyðublöðum,
sem fást hjá landlæknisembættinu, ásamt fylgiskjöl-
um. Umsóknir skulu vera í tvíriti og berast til Þor-
valdar Ingvarssonar, framkvæmdastjóra lækninga,
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Eyrarlandsvegi,
600 Akureyri, og veitir hann einnig nánari upplýsing-
ar í síma 463 0109 eða í thi@fsa.is
Öllum umsóknum um starfið verður svarað.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
REYKJALUNDUR
Yfirlæknir
Auglýst er laus til umsóknar staða yfirlæknis á gigt-
arsviði Reykjalundar. Viðkomandi þarf annaðhvort
að vera sérfræðingur í endurhæfingarlækningum
eða gigtlækningum.
Reykjalundur, endurhæfingamiðstöð SÍBS, ereinka-
stofnun rekin á þjónustusamningi við heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið. Starfsemin fer fram á níu
meðferðarsviðum. Meðferó er veitt á legudeild, dag-
deild og göngudeild. 150 sjúklingar eru til meðferð-
ar á hverjum tíma. 13 læknar starfa á Reykjalundi.
Þverfagleg vinna fagfólks í endurhæfingu er undir-
staða starfseminnar. Lögð er rík áhersla á góð
mannleg samskipti.
Staðan er laus frá 1. september næstkomandi.
Upplýsingar veitir Hjördís Jónsdóttir lækningafor-
stjóri í síma 5666200 eða hjordisj@reykjalundur.is
Umsóknarfrestur er til 31. mars 2004.
Lheilsugæslan
SALAHVERFI
Heilsugæslulæknar
Tvær nýjar stöður heilsugæslulækna við Heilsu-
gæsluna Salahverfi í Kópavogi eru lausar til um-
sóknar. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í aðra stöðuna
í apríl-maí næstkomandi en í hina næsta haust.
Stöðurnar eru ætlaðar sérfræðingum í heimilislækn-
ingum en einnig koma til greina læknar sem komnir
eru langt í sérnámi í heimilislækningum. Hlutastörf
koma til greina.
Heilsugæslan Salahverfi er ný heilsugæslustöð sem
einkum er ætlað að þjóna Linda-, Sala- og Vatns-
endahverfi í Kópavogi. Um er að ræða spennandi
möguleika fyrir heilsugæslulækna til að móta starf-
semi heilsugæslunnar.
Umsóknarfrestur er til 20. febrúar nk. Umsóknir ósk-
ast sendar á eyðublöðum sem fást hjá Landlækn-
isembættinu, www.landlaeknir.is, Hauki Valdimars-
syni, yfirlækni, Heilsugæslunni Salahverfi, Salavegi 2,
201 Kópavogi, sem einnig gefur nánari upplýsingar í
síma Heilsugæslunnar, 590-3900.
Salus ehf.
Læknablaðið 2004/90 185