Læknablaðið - 15.02.2004, Qupperneq 98
LEIÐRETTING
Leiðrétting
Við vinnslu janúarheftis Læknablaðsins urðu þau mistök að innihaldslýsingar greina skiluðu
sér ekki á réttan stað. Við birtum nú rétt efnisyfirlit janúarheftisins og biðjumst velvirðingar.
17 Öndunarmælingar í heilsugæslu
Gunnar Guðmundsson, Sólveig Dóra Magnúsdóttir, Jón Steinar Jónsson
Öndunarmælingar eru mikilvægt hjálpartæki við greiningu og eftirlit á sjúkdómum í
lungum þegar saga og skoðun eru ekki nægjanleg. Þetta er fyrsta rannsókn sem gerð
hefur verið á íslandi á notkun þessara mælinga í heilsugæslunni. Kannaðar voru
ábendingar, niðurstöður og gæði mælinganna. Rannsóknin leiddi í ljós að notkun
öndunarmælinga var ekki almenn meðal þeirra heilsugæslulækna sem störfuðu á
heilsugæslustöðinni þar sem rannsóknin var gerð.
21 Algengi örorku á íslandi 1. desember 2002
Sigurður Thorlacius, Sigurjón B. Stefánsson
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna umfang og einkenni örorku á Islandi í
desember 2002 og hvaða breytingar hafa orðið í því efni frá því í desember 1996. Augljós
aukning reyndist hafa orðið og má rekja hana til gildistöku örorkumatsstaðals árið 1999
en einnig hafa breyttar aðstæður á vinnumarkaði með auknum kröfum um vinnuafköst og
aukið atvinnuleysi lagt sitt að mörkum. Geðraskanir eru algengasta orsök örorku
hérlendis.
29 D-vítamínbúskapur fullorðinna íslendinga
Örvar Gunnarsson, Ólafur Skúli Indriðason, Leifur Franzson, Edda
Halldórsdóttir, Gunnar Sigurðsson
Hér var kannaður D-vítamínbúskapur íslendinga í ljósi neyslu næringarefna og
framleiðslu í húð. Þátttakendur voru af höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 30-85 ára, alls
1630 manns. Niðurstöðurnar gefa til kynna að íhugunarvert væri hvort auka ætti D-
vítamíninnihald í matvælum hér á landi og auka magnið í hinum núgildandi ráðlagða
dagsskammti til þess að tryggja öllum nægjanlegt D-vítamín.
37 Mat á gildi tíðniskema Manneldisráðs íslands til könnunar á mataræði
fullorðinna
Inga Þórsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir
Spurningalisti Manneldisráðs íslands er góður mælikvarði á C-vítamín og kalíuminntöku
og neyslu á grænmeti er niðurstaða greinarinnar. Einnig gefur listinn mynd af
próteininntöku, en reynist ekki brúklegur þegar að því kemur að mæla saltmagn/natríum í
fæðu.
194 Læknablaðið 2004/90