Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 60
UMR/EÐA •& FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN ástundan með undirhyggju. „Báðir vildu formann, sem þeir hugðu sér hlýðnastan, lömdu og báðir þann sama mest til lægðar, sem áður sýndust þeir lyfta til virðingar.“ „Svo slítur þetta mót, að menn þakka síra Guðmundi, sem hann hafði undir játazt kosninginn." Ekki þurfti lengi að bíða þess, að Kolbeinn Tumason reyndi að ná yfirráðunum á Hólastað og því er það, að biskupsefni (electus) ákvað, að „fá tvo röskva menn og ráðna, annan til að halda kirkjunnar umboð í hans fráveru, en annan til Noregs með sjálfum sér. Því skrifar hann tvenn bréf eftir jólin, önnur austur til Sigurðar Ormssonar í þann skilning, að honum er nú færi að firrast foráttu Oddaverja og veita vörð Hólakirkju góz, meðan electus er af landi brott.“ [Sigurður var goðorðsmaður á Svínafelli og síðar staðarhaldari á Möðruvöllum og síðast munkur á Þverá, dáinn 1235.] í Hrafns sögu segir um þessa atburði: ...,,Ok er hann var körinn til biskups, þá sendi hann orð Hrafni Sveinbjarnarsyni, að hann skyldi koma á fund hans norður í Miðfjörð. Hrafn fór á fund biskupsefnis, svá sem hann sendi orð til, ok er þeir fundust, þá bað biskupsefni, að hann skyldi fara utan með honum, því honum þótti hann bezt fallin þeirrar ferðar fyrir vizku sakir og vinsælda, er hann hafði utanlendis." I Guðmundar sögu segir svo frá sömu atburðum: „Önnur bréf skrifar hann vestur á landið til vinar sins, er Hrafn hét, reyndur maður í dyggð og hamingju. Þar lýsir hann vígsluferð sinni til Noregs, ef guð vill svo takast láta, biður Hrafn í vináttu þeirra fylgja sér og forsjá veita kirkjunnar og slíkum nauðsynjum, nefnir honum stað og tíma, hvar þeir skuli finnast á vorið eftir hvítasunnu ..." Hittast þeir síðan biskupsefni og Hrafn Sveinbjarnarson í Miðfirði, svo sem ætlað var og staðfesta sína sigling út af þeirri höfn, er Eyjafjörður kallast. Þar stóð uppi norrænt far á Gáseyri og ætlaði brott um sumarið. Með Guðmundi góða til Noregs Er ekki að orðlengja það að sumarið 1202 var lagt upp frá Gásum í Eyjafirði. Á leiðinni til Noregs hrepptu þeir hin verstu veður, en að lokum fengu þeir byr til Noregs „og fann biskupsefni Hákon konung í Björgvin og tók hann allvel við honum“ eins og segir í Biskupssögu Guðmundar Arasonar. Var hér kominn Hákon Sverrisson, sem ríkti í rúmt eitt ár, en hann dó 1. janúar 1204. Hákon var sonur Sverris Sig- urðssonar er var konungur Noregs frá 1184 til dauða- dags 9. marz 1202). Þetta atvik er til marks um það, að konungar vildu vera með í ráðum við val á höfð- ingjum kirkjunnar. Þegar í Niðarós var komið tók við þeim Eiríkur, hinn þriðji með erkibiskupstign frá því Páfagarður setti stóllinn árið 1154. Voru þeir í Þrándheimi um veturinn. Var Guðmundur Arason var enn efins um það hvort hann skyldi taka vígslu og færðist undan á hverja lund er hann kunni, að því er segir í Biskups- sögu hans. Biskupsefni tjáði erkibiskupi með snjöll- um orðum og framlegum, að kirkjunnar réttur er svo til falls kominn á íslandi, að kirkjan þurfi skörung og sterka hlífð með viturlegri stoð, ef hún skal ei með öllu hníga fyrir ágang og yfirgimd vondra manna. „En með umráðum Hrafns og annarra vitra manna,“ ... „þá var hann vígður til biskups á messudegi heil- agrar meyjar Eufemie“ ... „En sumarið eftir fóru þeir biskup og Hrafn út til Islands ... Þá fór biskup til Hóla til biskupsstóls síns, en Hrafn fór vestur í fjörðu til bús síns á Eyri“, eins og segir í Hrafns sögu. Endalokin Ekki er sagt frá því, að þeir ferðafélagarnir hafi hitzt síðar, en í Hrafns sögu segir: „Var þar ok in mesta vinátta með þeim Hrafni og Guðmundi inum góða, ok því hélt meðan báðir lifðu.“ Guðmundar Arasonar beið harðvítug barátta við veraldlega valdsmenn í anda umbótastefnu Gregór- íusar VII. Biskup vildi gera Hólastól og embætti sitt óháð veraldlegu valdi og hann varð fyrstur hérlendis til að berjast fyrir óháðu dómsvaldi kirkjunnar. Er því ekki að furða, að honum hafi í lifanda lífi verið jafnað til heilags Tómasar af Kantaraborg. Guðmundur álli mestan þátt í því, að fá viður- kennda hérlendis helgi biskupanna Þorláks Þórhalls- sonar (árið 1198) og Jóns Ögmundssonar (árið 1200). Það var hins vegar ekki fyrri en átta öldum síðar, að Þorlákur Þórhallsson hlaut verðskuldaða viðurkenn- ingu í Róm. í postullegu bréfi Jóhannesar Páls II. páfa dagsettu 14. janúar 1984, staðfesti stjómardeild sakra- menta og guðrækni, „að hinn heilagi biskup Þorlákur sé verndardýrlingur íslensku þjóðarinnar hjá Guði“. I Islenskum söguatlas fær Guðmundur Arason síðan þessi eftirmæli: Minningin um Guðmund varð er á leið kirkjunni til hins mesta framdráttar. Yfir deilumar fyrndist, en eftir lifði minningin um trú hans, bænahald, vígslur, örlæti við fátæka og hjálpfýsi við vesæla. Jarteinir þær, sem við hann voru tengdar, sannfærðu menn um það að hann væri helgur maður og bein hans vom skrínlögð 1315. Hann varð þjóðardýrlingur, þótt aldrei tækist að fá viðurkenningu páfa á helgi hans. Hrafn Sveinbjarnarson átti í langvinnri deilu við Þorvald Snorrason goðorðsmann í Vatnsfirði og fór svo að lokum, að tíu árum eftir heimkomuna úr ferð- inni með Guðmundi góða lét Þorvaldur taka Hrafn af lífi. Um það verður ekki fjallað hér, en fróðlegt væri að velta fyrir sér spurningunni: Hvað gat Hrafn Sveinbjarnarson vitað um lækningajurtir? Eða öllu heldur: Hvaða lækningabækur gat hann hafa haft undir höndum? Verður reynt að svara þeirri spurn- ingu síðar. 256 Læknahlaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.