Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2004, Side 73

Læknablaðið - 15.03.2004, Side 73
ÞING / STYRKIR Arsþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands verður haldið á Nordica hóteli 14. og 15. maí 2004 (föstudag og laugardag). Á þinginu verða meðal annars flutt frjáls erindi og kynnt veggspjöld. Nánari dagskrá þingsins verður auglýst síðar. Ágrip erinda skulu berast fyrir 15. mars til Margrétar Aðalsteinsdóttur hjá Fræðslustofnun lækna, með tölvupósti eða á disklingi. Þau ágrip sem vísindanefnd félaganna samþykkir til flutnings á þinginu verða birt í Læknablaðinu. Vísindanefnd áskilur sér rétt til að hafna innsendum ágripum og einnig rétt til að hafna ágripum til flutnings en samþykkja þau í formi veggspjalds. Höfundar geti þess hvort þeir óska eftir að flytja erindi eða sýna veggspjald. Ágrip skulu skrifuð á íslensku. Hámarkslengd ágripa er 1800 letureiningar (characters). Nafn flytjanda skal feitletrað. Við ritun ágripa skulu eftirtalin atriði koma fram í þeirri röð sem hér segir: • Titill ágrips, nöfn og vinnustaður höfunda, inngangur, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir. Nánari upplýsingar um þingið veita: Helgi H. Sigurðsson, Landspítala Fossvogi og Felix Valsson, Landspítala Hringbraut. Ritari þingsins er Margrét Aðalsteinsdóttir hjá Fræðslustofnun lækna, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi, sími: 564 4108, bréfasími: 564 4106, magga@Hs.is NCU - Styrkir Norrænu krabbameinssamtakanna Norrænu Krabbameinssamtökin (NCU), samtök nor- rænu krabbameinsfélaganna, auglýsa styrki fyrir árið 2005. Þeim er ætlað að styðja og örva samstarf í krabbameinsrannsóknum á Norðurlöndunum (samstarf tveggja landa að lágmarki). Rannsóknaverkefnin verða að vera á krabbameinssviði, vera einstaklega fallin til þess að framkvæma þau einmitt á Norðurlöndum og áhrif samstarfsins þurfa að vera gagnvirk. Fjármögnun slíkra samstarfsverkefna takmarkast við 1) faraldsfræðilegar rannsóknir þar sem notaðar eru krabbameinsskrár viðkomandi lands, 2) klínískar rann- sóknir og 3) skipulagningu slíkra rannsókna og forrann- sóknaverkefni (til dæmis innan undirbúningshópa á Norðurlöndum). Að hámarki munu þrjú verkefni fá stærstu styrkina, um það bil 180.000 evrur á ári hvert. Auk þess verður minna fjármagn veitt til undirbúnings- og tilraunaverk- efna. Styrkir eru veittir til eins árs. Senda þarf nýja um- sókn um framhaldsstyrk til verkefnisins. Sérhvert verk- efni getur að hámarki notið styrkja í þrjú ár. Mat umsókna er í höndum Norrænu vísindanefndar- innar. Umsókn, rituð á ensku, skal innihalda: • umsóknareyðublað • kostnaðaráætlun verkefnis • verkefnislýsingu (hámark 10 A4 blaðsíður) • stutta starfsferilslýsingu (1-2 A4 blaðsíður) • meðmæli • lista yfir birtar fræðigreinar • undirritaða yfirlýsingu um samstarf • samþykki vísindasiðanefndar á verkefninu (þar sem það á við). Umsókn skal senda í einu frumeintaki og sjö afritum til: NCU Secretariat C/o Cancer Society of Finland Liisankatu 21 B 00170 Helsinki, Finland Tel +358 9 1353 3238 Fax +358 9 135 1093 E-mail: ncu@cancer.fi Umsóknarfrestur er til 14. maí 2004. Umsóknareyðublöð er hægt að fá á heimasíðu Krabba- meinsfélags íslands www.krabb.is og frekari upplýsing- ar hjá Valgerði Jóhannesdóttur fjármálastjóra KÍ í síma 540-1900. Læknablaðið 2004/90 269

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.