Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2004, Síða 48

Læknablaðið - 15.03.2004, Síða 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÁLFSSKAÐAR ana strax í byrjun. Innan geðgeirans hafa flest sjúk- dómsgreiningakerfi verið í langri, samfelldri þróun og eru ef til vill enn ekki komin á leiðarenda en það þýðir að samræmd notkun skilmerkja er lykillinn að marktækri niðurstöðu hverrar rannsóknar. Hugtakið vísvitandi sjálfsskaði samsvarar enska hugtakinu intentional self-destructive act og verður að skoða það í samhengi við önnur hugtök, svo sem deliberate self-harm (meðvitaður sjálfsskaði), suicidal behaviour (sjálfsvígsatferli), attempted suicide (sjálfs- vígstilraun) og para-suicide (sýndarsjálfsvíg) (2). Síð- astnefnda hugtakið er reyndar umdeilt innan sjálfs- vígsfræðanna. I rannsóknarvinnu okkar á FSA not- um við hugtakið sjálfsvígstilraun við skráningu sjálfs- skaða, en með nauðsynlegum útskýringum til að skráningin verði sem nákvæmust. Utan skilmerkja sjálfsvígstilraunar falla til dæmis lyfjaeitranir hjá börnum, þroskaheftum eða ofurölvi einstaklingum, þegar verknaður er ekki beint vísvit- andi heldur meira í ætt við slys, óvitahátt eða ölæði. Utan skilmerkja sjálfsvígstilraunar falla einnig sjálfsskemmandi lifnaðarhættir eins og stórreykingar, ofdrykkja og ofát sem flokkast fremur undir vana- bundna hegðun en verknað. í einstaka tilviki getur það verið huglægt matsat- riði að greina á milli sakleysislegustu vísvitandi lyfja- eitrana og óverulegustu skammtaaukninga á til dæm- is verkja- eða svefnlyfjum án samráðs við lækni, sér- staklega ef upplýsingar eru ófullkomnar, en einnig í þessum atriðum er reynt að styðjast við samræmd skil- merki. Hafi ætlun einstaklingsins með verknaðinum verið að skaða sig telst atvikið með, annars ekki. Sama máli gegnir að sjálfsögðu um allar aðrar sjálfs- skaðanir. Heimildir 1. Ingvarsson B. Suicidal Bchaviour in Northern Iceland. Vegg- spjald á norræna geðlæknaþinginu í Reykjavík í ágúst 2003. Læknablaðið 2003; 89 (Suppl 48): 73. 2. Nordic Medico Statistical Committee (NOMESCO): Classifi- cation of External Causes of Injuries, 48:1997. Orlofsbústaðir fyrir alla lækna Jón Sigurðsson Höfundur er svæfingarlæknir. Vorið 2002 var tekinn í notkun nýr orlofsbústaður læknafélaganna við Hreðavatn (sjá frétt í 778. tbl. Læknablaðsins 2002). Nú í haust var síðan hafin bygging á öðrum nýjum orlofsbústað og er hann er í landi Húsafells (sjá frétt í 12. tbl. Læknablaðsins 2003). Pað vekur athygli að við byggingu beggja þess- ara bústaða er sérstakt tillit tekið til aðgengis hreyfi- hamlaðra. Ég er í hópi fárra hreyfihamlaðra lækna og gleðst því væntanlega meira yfir þessu en aðrir. Ég var einnig ánægður með að Sigurbjörn Björnsson skyldi hafa kallað mig til sem ráðgjafa við byggingu bústaðarins við Hreðavatn. Síðastliðið sumar dvaldi ég í vikutíma í orlofsbú- staðnum í landi Miðhúsa við Egilsstaði. Ég hafði áður heyrt að þröskuldar væru þar frekar háir og svefn- herbergisdyr í þrengsta lagi til þess að hægt væri með góðu móti að komast þar um í hjólastól. Hringdi ég í Pétur Heimisson og spurðist fyrir um hugsanlegar úr- bætur. Daginn eftir fékk ég tölvupóst frá Pétri með myndum úr bústaðnum, en þá var þegar búið að breikka dyrnar og gera aðrar lagfæringar! Óhætt er að segja að málið hafi verið leyst samstundis. Óski læknar eftir að dveljast í orlofsbústað að vetrarlagi eru ekki notaðar sömu reglur og gilda um sumarúthlutun. Vegna tímabilsins frá áramótum og fram til vors fá þeir fyrst úthlutað sem fyrstir hringja eftir 1. nóvember. Nú í haust ákvað Orlofsnefnd að hreyfihamlaðir læknar fengju einnar viku forskot vegna umsóknar um áðurnefndan bústað við Hreða- vatn. Arni Björn Stefánsson var formaður Orlofsnefnd- ar í nokkur ár. Nýlega kynnti hann nýstárlegar hug- myndir sínar um jarðgöng inn í Þríhnúkagíg. Tók hann fram að göngin yrðu fær fólki í hjólastólum. Velti ég því fyrir mér, í gríni og alvöru, hvort orlofs- nefnd kæmi eitthvað að þessu máli. Orlofsnefnd á mikið hrós skilið fyrir að vinna að bættu aðgengi hreyfihamlaðra. Ég hef kynnst því af eigin raun að í þjóðfélaginu þurfa hreyfihamlaðir að glíma við margs konar hindranir. Pað er því ánægju- legt að geta, eins og aðrir læknar, farið í ferðalag, not- ið náttúru landsins og dvalist í orlofsbústöðum lækna- félaganna. 244 Læknablaðið 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.