Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SÁTTMÁLI LÆKNA UM FAGMENNSKU að sáttmálinn sé afrakstur vinnu sem fram fór á vegum samtaka bandarískra lyflækna (American College of Physicians-American Society of Inter- nal Medicine og American Board of Internal Medicine) og Evrópusamtaka lyflækna (European Federation of Internal Medicine). Samtök lyf- lækna í Bandaríkjunum hafa lengi verið mjög öfl- ug og á undanförnum árum hafa samtök evr- ópskra lyflækna verið að sækja í sig veðrið í takt við samrunaferlið sem nú stendur yfir í Evrópu. Pau hafa í vaxandi mæli leitað eftir samstarfi við bandarísku samtökin og sáttmálinn er eitt þeirra sameiginlegu verkefna sem komið hafa út úr því. „Vinnan við sáttmálann hófst árið 1999 og hann var fyrst birtur samtímis í Lancet og Annals of Internal Medicine ári síðar.“ - En hvað um aðra lækna, gætu þeir ekki skrif- að undir svona sáttmála? „Jú, enda hafa mörg sérgreinafélög lækna gert hann að sínum, hann hefur verið birtur í fjölmörg- unt fagtímaritum lækna og kynntur á læknaþing- um um allan heim. Pað sýnir að sáttmálinn höfðar til allra lækna þótt lyflæknar hafi tekið að sér að setja hann saman. Astæðan fyrir því að lyflæknar tóku þetta frum- kvæði er kannski ekki síst sú að kostnaðaraukn- ingin sem orðið hel'ur í heilbrigðiskerfinu snertir þá mikið og jafnvel meira en aðra lækna. Lyflækn- ar fást fyrst og fremst við langvinna sjúkdóma og sjúklingar þeirra eru að stórum hluta aldraðir ein- staklingar. Stöðugt er unnið að þróun nýrra og betri lyfja til að meðhöndla þessa sjúkdóma og því fylgir gífurlegur kostnaður. Þeir eiga því oft á hættu að blandast í hagsmunaárekstra sem verða milli sjúklinga, stjórnenda sjúkrastofnana og lyfja- fyrirtækja. Það er mikilvægt fyrir lækna að halda uppi góðum samskiptum við alla þessa aðila. Sam- skipti lækna og lyfjafyrirtækja eru viðkvæmt mál og ekki sama hvernig á því er haldið. Önnur ástæða fyrir þessu frumkvæði er að mörg- um fannst að rödd lækna væri orðin veik og áhrif þeirra á stefnumótun heilbrigðismála þverrandi. Þeir hafa misst nokkuð af því trausti sem þeir hafa notið, ekki í samskiptum við sjúklinga heldur sem faghópur og stétt. Það hafa orðið til fjölmargar aðrar fagstéttir en framhjá því verður ekki horft að læknar hafa mikla sérstöðu innan heilbrigðis- kerfisins. Sú sérstaða er ekki alltaf virt sem skyldi, svo sem þegar verið er að skipa fjölmenna starfs- hópa um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og gjarn- an látið nægja að hafa einn lækni.“ Það er mikilvægt að nýta betur þekkingu lækna á þessum vettvangi. Aðild að Evrópusamtökum lyflækna Félag íslenskra lyflækna hefur gengið til samstarfs við Evrópusamtök lyflækna og varð nú á haust- dögum 29. aðilarfélag þeirra. í framhaldi af því var ákveðið að þýða sáttmálann og fá hann birtan. Önnur verkefni samtakanna snúa að samhæfingu á skipulagi og störfum lyflækna í Evrópu, svo sem hvað varðar kröfur í framhaldsnámi og til sér- fræðiviðurkenningar, símenntun og fleira. „Það ríkir mikið ósamræmi milli einstakra landa í Evrópu á þessum sviðum og það er mikið hagsmunamál íslenskra lækna að reynt sé að sam- hæfa þessar kröfur því þeir leita sér framhalds- menntunar í mörgum löndum Evrópu. Evrópu- samtökin eru vettvangur þeirrar samræmingar og sérgreinafélög lyflækna snúa sér þangað með slík mál. Samtökin sinna einnig vísindastarfi og halda vísindaþing annað hvert ár. Þau hafa líka áhuga á að taka þátt í sameiginlegri stefnumótun í heil- brigðismálum álfunnar," sagði Runólfur Pálsson að lokum. Runólfur Pálsson formaður Félags íslenskra lyflœkna og sérfrœðingur í nýrnalœkningum á Landspítala. Læknablaðið 2004/90 251
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.