Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / ÖLDRUNARÞJÓNUSTA
Mikið hefur verið um það rætt hvort unnt sé að
nota starfstitil kvenna sem mælikvarða á ójafnræði í
heilsufari eins og reynst hefur haldgott þegar um
karla er að ræða. Þegar konur voru yfirleitt heima-
vinnandi var starf eiginmanns/sambúðarmanns bæði
mælikvarði á vinnuaðstæður hans og efnahag heimil-
isins (8). Vegna þessa var starf eiginmannsins talið svo
mikilvægt fyrir heilsu konunnar að sú siðvenja komst
á að flokka konur með eiginmönnum sínum þegar
skipað var niður í þjóðfélags- og starfshópa. Þar sem
atvinnuþátttaka kvenna er orðin veruleg og
hjúskaparstaða breytileg í nútímanum má við því
búast að starf konunnar tengist heilsufari hennar (8).
Þessi tilgáta reyndist rétt þegar heilsa kvenna í Bret-
landi og Finnlandi var borin saman (19) og endur-
speglast í niðurstöðum þessarar rannsóknar. Atvinnu-
þátttaka kvenna á Islandi er veruleg. Árið 2000 voru
79% íslenskra kvenna á aldrinum 16-74 ára í launaðri
vinnu. Atvinnuleysi var lítið, aðeins 2,9% meðal
kvenna árið 2000 (20). Þótt þessi rannsókn sýni að
starf kvenna og menntun hefur forspárgildi fyrir líðan
er rétt að hafa í huga að áhrif efnahags heimilisins og
stöðu maka gætu einnig verið mikil. Um þessi atriði
var ekki spurt. Rannsóknir hafa sýnt að aðstæður
maka hafa gagnverkandi áhrif á heilsu beggja (8).
Mikil atvinnuþátttaka kvenna á íslandi gæti sett
mark sitt á það sem kallað er áhrif hraustra starfs-
manna en þau áhrif eru meðal annars fólgin í því að
þeir sem eru í vinnu eru frískari en aðrir (21). Áhrifa
hraustra starfsmanna gætir oftast verulega í rann-
sóknum þar sem starfsmannahópar eru bornir saman
við þjóðarheild. Það var ekki gert í þessari rannsókn.
Á hinn bóginn gæti áhrifa hraustra starfsmanna gætt
að því leyti að allar konurnar í rannsóknarhópnum
verða að hafa nógu góða heilsu til að vera færar um
að vinna þessi andlega og líkamlega erfiðu störf.
Þannig eru þær að nokkru útvalinn hópur. Þetta ætti
þó fremur að draga úr mismuninum milli hópanna.
Það kann að vekja furðu að aldursbilið er 14-79
ára. Það bendir til þess að skólastúlkur vinni í öldrun-
arþjónustu að einhverju leyti og að konur sem komn-
ar eru á eftirlaunaaldur geti annaðhvort ekki hætt að
vinna vegna þess að eftirlaunin eru of lág eða að þær
kjósa að halda áfram að vinna ef tækifæri býðst.
Rannsóknir hafa sýnt að atvinnuþátttaka fólks á
eftirlaunaaldri er mun hærri hér en annars staðar á
Vesturlöndum (22).
Það styrkir niðurstöður þessarar rannsóknar að
hún náði um allt land, þátttakendur voru margir og
svörunin mikil. Alls var 1886 manns boðin þátttaka í
könnuninni. Ef gert er ráð fyrir að karlar hafi verið
4,5% í heildarhópnum, eins og var meðal svarenda,
fór spurningalistinn til 1801 konu sem er um 2,5%
allra starfandi kvenna á aldrinum 16-74 ára á landinu
árið 2000 (20). Niðurstöður rannsóknarinnar eru því
þýðingarmiklar fyrir stóra starfshópa og afleiðingar
vanlíðanar þeirra geta orðið þjóðfélaginu þungur
baggi þegar fram í sækir.
Því hefur verið haldið fram að fáar rannsóknir hafi
verið gerðar á vellíðan í vinnunni og heilsu sjúkraliða
og ófaglærðra í umönnun (9). Við leit í nokkrum
gagnabönkum fundum við engar rannsóknir þar sem
vinnutengd líðan og heilsa sjúkraliða, ófaglærðra og
hjúkrunarfræðinga í öldrunarþjónustu var könnuð
með þeim hætti sem hér er gert. Þegar þess er gætt að
öldruðum fer fjölgandi og þörf fyrir umönnun vex
stöðugt sýnist vert að huga að starfstengdri líðan
þeirra sem starfa á þessum vettvangi. Líðan og heilsa
þeirra er líkleg til að skipta máli fyrir þá sem þjón-
ustunnar eiga að njóta.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að
vert væri fyrir heilbrigðisyfirvöld að huga sérstaklega
að heilsuvernd þeirra sem bera hitann og þungann af
umönnun aldraðra hérlendis.
Þakkir
Eftirfarandi aðilar styrktu könnunina og eru þeim
veittar þakkir: Efling stéttarfélag, Elli- og hjúkrunar-
heimilið Grund, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga,
Sjúkraliðafélags Islands, heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið, Hrafnista - DAS, Landspítali.
Þátttakendur í könnuninni eiga sérstakar þakkir
skildar.
Heimildir
I. Sörenson S. Ensk-íslensk orðabók. Reykjavík: Mál og menning,
1999.
2. Lynch J, Kaplan G. Socioeconomic Position. In: Berkman LF,
Kawachi I, ed. Social Epidemiology. New York: Oxford Uni-
versity Press, 2000:13-35.
3. Moss NE. Socioeconomic inequalities in women's health. In:
Goldman MB, Hatch MC, ed. Women & Health. San Diego:
Academic Press, 2000: 541-52.
4. Adler NE, Ostrove JM. Socioeconomic status and health: what
we know and what we don't. Ann N Y Acad Sci 1999; 896:3-15.
5. Kunst AE, Mackenbach JP. Measuring socioeconomic inequa-
lities in health. Copenhagen: WHO, Regional Office for
Europe, 1995.
6. Lynge E, Thygesen L. Occupational cancer in Denmark.
Cancer incidence in the 1970 census population. Scand J Work
Environ Health 1990; 16(Suppl. 2): 35.
7. Sacker A, Firth D, Fitzpatrick R, Lynch K, Bartley M. Com-
paring health inequality in men and women: prospective study
of mortality 1986-96. Br Med J 2000; 320:1303-7.
8. Arber S. Comparing inequalities in women's and men's
health: Britain in the 1990s. Soc Sci Med 1997; 44: 773-87.
9. Fahlström. G. Ytterst i organisationen. Om undersköterskor,
várd- och sjukvárdsbitráden i áldreomsorg (doktorsavhand-
ling). Uppsala: Uppsala universitet, 1999.
10. Sankila R, Karjalainen S, Laara E, Pukkala E, Teppo L.
Cancer risk among health care personnel in Finland, 1971-
1980. Scand J Work Environ Health 1990; 16:252-7.
II. Cox T, Griffiths A, Cox S. Work-related stress in nursing: Con-
trolling the risk to health. Working paper. Geneva: ILO (Inter-
national Labour Office), 1996.
12. Franssén A. Omsorg i tanke och handling, en studie av kvin-
nors arbete i várden (doktorsavhandling). Lund: University of
Lund, 1997.
13. Karasek R, Theorell T. Healthy work-stress, productivity, and
the reconstruction of working life. New York: Basic Books, 1990.
14. Helgadóttir B, Rafnsdóttir GL, Gunnarsdóttir HK, Hrafns-
dóttir KÓ, Tómasson K, Jónsdóttir S, et al. Könnun á heilsu-
fari, líðan og vinnuumhverfi starfsfólks í öldrunarþjónustu
(skýrsla). Reykjavík: Vinnueftirlitið, 2001. www.vinnueftirlit.is
/page/research
Læknablaðið 2004/90 221