Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 34
FRÆÐIGREINAR / KRANSÆÐAVÍKKANIR Table IV. Relationship between clinical characteristics and in hospital mortality after PCI. Variable No. of patients Age (range 30 -91 years, 10 year intervals) 4435 Sex (males) 3386 Diabetes mellitus 377 History of smoking 3469 Hypertension 1904 Hypercholesterolemia 1815 Prior myocardial infarction 1987 Prior CABG 521 Prior PCI 1179 AP class lll-IV 3036 Triple vessel disease present 1047 Primary PCI for acute Ml 144 Triple vessel PCI performed 28 Stenting performed 2275 GP llb/llla drugs used 408 CK-mb increase over 3-fold 171 Univariate Multivariate Odds ratio (95% Cl) (p-value) 0.02 (p-value) 0.049 1.64 (1.00-2.68) 0.40 - - 0.06 0.029 1.92 (1.07-3.45) 0.25 - - 0.90 - - 0.04 0.043 0.52 (0.27-0.98) 0.06 0.059 1.63 (0.98-2.72) 0.46 - - 0.18 - - 0.02 - - 0.0014 0.008 1.95 (1.19-3.19) <0.0001 <0.0001 4.98 (1.10-8.34) 0.73 - - 0.40 - - 0.02 - - 0.50 - - Confidence interval = Cl, coronary artery bypass grafting = CABG, creatinine kinase = CK, glycoprotein = GP, myocardial infarction = Ml, percutaneous coronary intervention = PCI, AP = angina pectoris. verandi rannsókn voru konur, með tíðari áhættuþætti fyrir æðakölkunarsjúkdómum, útbreiddari kransæða- sjúkdóm, og hærri meðalaldur en þeir sem ekki voru með sykursýki. Sykursjúkir fá fyrr en aðrir æðakölk- unarsjúkdóm og í kransæðum er hann útbreiddari en hjá sjúklingum án sykursýki og verri hjá konum en körlum (13). Ennfremur er magn æðakölkunar á krans- æðaómun meira hjá sykursjúkum en öðrum (14). Margir samverkandi áhættuþættir stuðla að æðakölk- un hjá sykursjúkum: Aukin insúlínmótstaða og ínsúlín- styrkur í blóði, háþrýstingur, brenglaðar blóðfitur (lækkað HDL, hækkaðir þríglýseríðar), og hækkað hómócýstein (7, 8,13). Hækkaður blóðsykur stuðlar að æðaþelsskemmdum og breytingum á eggjahvítu- samselningu æðaveggjarins. Brenglun á storkuþáttum, segaleysandi kerfi líkamans, bólguþáttum, og aukin samloðun blóðflagna eykur hættu á segamyndun hjá sykursjúkum. Hjartadrep er oft þögult hjá sykursjúk- um og líkur á endurteknu drepi eru meiri hjá þeim en öðrum sjúklingum (7,8,15). Sykursjúkir fá oftar hjarta- bilun vegna sérstaks hjartavöðvasjúkdóms og eftir hjartadrep eru dánarlíkur þeirra um tvöfalt hærri en hjá þeim sem ekki hafa sykursýki (16,17). Verri horf- ur sykursjúkra eftir hjartaáfall má einnig rekja til þess að þeir þróa síður nýjar hjálpargreinar í kransæða- kerfinu ef æð lokast (18 ). Frumárangur kransœðavíkkana og fylgikvillar: í nú- verandi rannsókn var frumárangur kransæðavíkkana sambærilegur hjá sjúklingum með og án sykursýki. Er það í samræmi við sumar rannsóknir en andstætt niðurstöðum annarra sem telja frumárangur krans- æðavíkkana lakari hjá sykursjúkum (7-10). í núver- andi rannsókn var hækkun á hjartaensímum eða bráð hjáveituaðgerð eftir víkkun ekki algengari hjá sykur- sjúkum en öðrum eins og oftast er í erlendum rann- sóknum (7,8). Brenglun á storkuþáttum og blóðflög- um hjá sjúklingum með sykursýki eykur hættu á smá- segamyndun við kransæðavíkkun, sem að hluta skýr- ir ensýmhækkanir, en notkun blóðþynningarlyfja og blóðflöguhamla dregur úr þeirri hættu (19,20). Dauði í sjúkrahúslegu eftir kransœðavíkkun: I núver- andi rannsókn var dánartíðni í sjúkrahúslegu eftir kransæðavíkkun lægri bæði hjá sjúklingum með og án sykursýki en í nýlegri erlendri rannsókn, en þó hlutfallslega hærri hjá hinum sykursjúku (21). I fjöl- þáttagreiningu reyndust sykursýki og aðrir klínískir þættir vera sjálfstæðir áhrifavaldar á dánartíðni. Sam- ræmist það niðurstöðum annarra sem að hluta skýra auknar dánarlíkur í sjúkrahúslegu eftir víkkun hjá sykursjúkum út frá fleiri áhættuþáttum og öðrum samhliða sjúkdómum (21). Enn fremur tengist magn eggjahvítumigu hjá sykursjúkum auknum dánarlík- um eftir kransæðavíkkun (22). Óvænt virtist greind kólesterólhækkun minnka dánarlíkur í sjúkrahúslegu eftir víkkun. Verulegur hluti sjúklinga með hækkað kólesteról eru á statínlyfjum, en þekkt er að þau bæta horfur eftir kransæðavíkkun (23). Endurþrengsli: í núverandi rannsókn voru kransæða- víkkanir vegna klínískra endurþrengsla um 13% hjá sjúklingum með sykursýki og ekki marktækt algengari en hjá öðrum sjúklingum. Almennt hafa líkur á endurþrengslum eftir kransæðavíkkun hjá sykursjúk- um verið á bilinu 35-69% í erlendum rannsóknum (24). Eftir kransæðavíkkun, bæði með og án stoðnets, verður meiri æðaþelsþykknun og örvefsmyndun hjá sykursjúkum en öðrum og endurþrengsli meiri (25). Á kransæðaómun er endurmótun og þangeta kransæða skert hjá sykursjúkum og þar með hæfni kransæða til að viðhalda holrúmi sínu þegar æðakölkun hleðst inn í þær og þrengir (14). Auknar líkur á endurviðgerð á kransæðum hjá sykursjúkum skýrast ekki einvörð- ungu með meiri endurþrengslum á víkkunarstað, þeir fá líka oftar ný þrengsli annars staðar f kransæðunum (7, 8). Með belgvíkkun voru meiri líkur á æðalokun síðar hjá sykursjúkum en öðrum sjúklingum, einkum hjá þeim sem voru á insúlínmeðferð, og dánarlíkur eru auknar hjá sykursjúkum með endurþrengsli (24, 26). Notkun stoðneta hefur verulega minnkað endur- þrengsli eftir víkkun, bæði hjá sjúklingum með og án sykursýki (27). Lyfjahúðuð stoðnet með efnunum sirolimus og paclitaxel minnka enn frekar endur- þrengsli og er líklegt að aukin notkun þeirra muni bæta langtímaárangur víkkunaraðgerða hjá sykursjúk- um sem öðrum sjúklingum (7,8,28). Víkkun vegna bráðra kransœðaeinkenna: Kransæða- víkkanir eru í vaxandi mæli gerðar hjá sjúklingum með bráð kransæðaeinkenni og reynist frumárangur hjá sykursjúkum í heild svipaður og hjá öðrum sjúk- 230 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.