Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LÆKNADÖGUI starfi sínu. Það er því full ástæða til að hvetja þá til að kynna sér þessar reglur sem fá má hjá Landspítalan- um og Barnaverndarstofu. Hvað gerir barnaverndarnefnd? Síðasti ræðumaður þessa fróðlega málþings var full- trúi Barnaverndarstofu, Annie Haugen félagsráð- gjafi. Hún skýrði frá því hvað tekur við þegar tilkynn- ing hefur borist um grun um að barn sé beitt ofbeldi. í máli hennar kom fram að á árinu 2002 bárust barna- verndaryfirvöldum tæplega 4500 slíkar lilkynningar en af þeim barst rúmlega helmingur frá lögreglu. Frá heilsugæslu, læknum og sjúkrahúsum bárust 246 til- kynningar þetta ár. Barnaverndarnefndir eru starfandi lögum sam- kvæmt í hverju sveitarfélagi en nefndunum hefur fækk- að verulega á undanförnum árum, bæði vegna sam- einingar sveitarfélaga og af því að sveitarfélög hafa sameinast um rekstur slíkra nefnda. Nú eru nefndirn- ar 34 og hafa nær allar sérhæft starfsfólk en Reykja- vík er eina sveitarfélagið sem starfrækir sérstaka barnaverndarskrifstofu. Eftir að tilkynning berst er lagt mat á hana og leit- að svara við þessum spurningum: Bendir eitthvað til þess að bamið sé í hættu eða að það sé vanrækt? A stofnunin í fórum sínum einhverjar upplýsingar sem rökstyðja gruninn? Hver tilkynnir og hvernig eru tengslin við barnið og fjölskylduna? Pessi könnun getur staðið í allt að þrjá mánuði en árið 2002 var það niðurstaða barnaverndarnefnda að 1017 tilkynning- ar, eða tæplega fjórðungur, krefðust frekari aðgerða. Vanræksla var algengasta niðurstaðan en ofbeldi kom við sögu í 144 málum, þar af var helmingurinn af kyn- ferðislegum toga. Vímuefnaneysla foreldra eða barna kom við sögu í fjórðungi tilvika og í 12 tilvikum var heilsa eða líf ófædds barns talið í hættu. Úrræði barnaverndarnefnda geta verið þau að veita foreldrum og börnum stuðning inni á heimilinu, svo sem með því að útvega tilsjónarmann eða stuðn- ingsfjölskyldu, aðstoða foreldra til að leita sér með- ferðar og veita þeim ráðgjöf. í sumum tilvikum er heimilið haft undir eftirliti og gefin fyrirmæli um að- búnað. Sé það mat barnaverndarnefnda að foreldrar séu ekki færir um að hafa börnin hjá sér er þeim út- vegað fósturheimili. Einnig er til í dæminu að börn og/eða foreldrar séu vistaðir á heimili eða stofnun til umönnunar eða meðferðar. Þegar Annie Haugen lauk máli sínu var komið há- degi og blaðamaður ákvað að sleppa málþinginu sem hann hafði merkt við eftir hádegið. Þar átti að fjalla um sjálfsvíg og sjálfsskaða ungmenna á Islandi. Þetta var alveg nóg fyrir einn dag af svo góðu. 242 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.