Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2004, Page 46

Læknablaðið - 15.03.2004, Page 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LÆKNADÖGUI starfi sínu. Það er því full ástæða til að hvetja þá til að kynna sér þessar reglur sem fá má hjá Landspítalan- um og Barnaverndarstofu. Hvað gerir barnaverndarnefnd? Síðasti ræðumaður þessa fróðlega málþings var full- trúi Barnaverndarstofu, Annie Haugen félagsráð- gjafi. Hún skýrði frá því hvað tekur við þegar tilkynn- ing hefur borist um grun um að barn sé beitt ofbeldi. í máli hennar kom fram að á árinu 2002 bárust barna- verndaryfirvöldum tæplega 4500 slíkar lilkynningar en af þeim barst rúmlega helmingur frá lögreglu. Frá heilsugæslu, læknum og sjúkrahúsum bárust 246 til- kynningar þetta ár. Barnaverndarnefndir eru starfandi lögum sam- kvæmt í hverju sveitarfélagi en nefndunum hefur fækk- að verulega á undanförnum árum, bæði vegna sam- einingar sveitarfélaga og af því að sveitarfélög hafa sameinast um rekstur slíkra nefnda. Nú eru nefndirn- ar 34 og hafa nær allar sérhæft starfsfólk en Reykja- vík er eina sveitarfélagið sem starfrækir sérstaka barnaverndarskrifstofu. Eftir að tilkynning berst er lagt mat á hana og leit- að svara við þessum spurningum: Bendir eitthvað til þess að bamið sé í hættu eða að það sé vanrækt? A stofnunin í fórum sínum einhverjar upplýsingar sem rökstyðja gruninn? Hver tilkynnir og hvernig eru tengslin við barnið og fjölskylduna? Pessi könnun getur staðið í allt að þrjá mánuði en árið 2002 var það niðurstaða barnaverndarnefnda að 1017 tilkynning- ar, eða tæplega fjórðungur, krefðust frekari aðgerða. Vanræksla var algengasta niðurstaðan en ofbeldi kom við sögu í 144 málum, þar af var helmingurinn af kyn- ferðislegum toga. Vímuefnaneysla foreldra eða barna kom við sögu í fjórðungi tilvika og í 12 tilvikum var heilsa eða líf ófædds barns talið í hættu. Úrræði barnaverndarnefnda geta verið þau að veita foreldrum og börnum stuðning inni á heimilinu, svo sem með því að útvega tilsjónarmann eða stuðn- ingsfjölskyldu, aðstoða foreldra til að leita sér með- ferðar og veita þeim ráðgjöf. í sumum tilvikum er heimilið haft undir eftirliti og gefin fyrirmæli um að- búnað. Sé það mat barnaverndarnefnda að foreldrar séu ekki færir um að hafa börnin hjá sér er þeim út- vegað fósturheimili. Einnig er til í dæminu að börn og/eða foreldrar séu vistaðir á heimili eða stofnun til umönnunar eða meðferðar. Þegar Annie Haugen lauk máli sínu var komið há- degi og blaðamaður ákvað að sleppa málþinginu sem hann hafði merkt við eftir hádegið. Þar átti að fjalla um sjálfsvíg og sjálfsskaða ungmenna á Islandi. Þetta var alveg nóg fyrir einn dag af svo góðu. 242 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.