Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 67
UMR/EÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 36 Faraldsfræði í dag Ferilrannsóknir FerilrannsÓknir (hóprannsóknir, cohort studies) eru annað tveggja megin-rannsóknarsniða greinandi faraldsfræði. Hitt eru sjúklingasamanburðarrannsókn- ir (case-control studies). Ef til vill ætti að telja ílilut- andi rannsóknir (intervention studies, experimental studies) til þessara meginsniða en hefðin hefur þó verið sú að flokka slíkar rannsóknir sérstaklega þar sem um inngrip (clinical trials, randomized trials) en ekki áhorfsrannsókn (observational study) er að ræða. Þó eru íhlutandi rannsóknir um margt mjög líkar ferilrannsóknum hvað snertir skilgreiningu rann- sóknarhópa og söfnun og úrvinnslu gagna. Það sem skilur á milli þessara tveggja rannsóknarsniða er að- koma rannsakandans að ferlinu. í ferilrannsókn fylg- ist rannsakandinn með náttúrulegri tilurð eða gangi sjúkdónts eða útkomu og forðast að hafa nokkur áhrif á það ferli til að geta sem best áttað sig á tengsl- um útkomunnar við áreitið óháð utanaðkomandi þáttum. Öll áhrif rannsakandans eða rannsóknarinn- ar á ferlið frá áreiti til útkomu geta valdið röskun (confounding) eða skekkju (bias) í niðurstöðunum. í íhlutandi rannsókn er tilgangurinn hins vegar bein- línis að hafa áhrif á ferlið með virkri íhlutun. Segja má að í ferilrannsókn sé fylgst með náttúrulegri til- raun þar sem fylgst er með áhrifum áreitis sem orðið hefur óháð rannsókninni, en í íhlutandi rannsókn er um virka tilraun að ræða þar sem rannsakandinn stýrir áreitinu og fylgist með afleiðingum þess. Ferilrannsóknir bera saman hópa einstaklinga til að prófa tilgátu um samband áreitis og útkomu. Fyrsta skref þeirra er að skilgreina tvo hópa einstaklinga sem ekki hafa sjúkdóminn eða útkomuna sem verið er að rannsaka. Annar hópurinn hefur orðið fyrir skil- greindu áreiti en hinn ekki. Stundum eru notaðir fleiri hópar sem orðið hafa fyrir mismiklu áreiti. Hópununt er fylgt eftir í tiltekinn tíma og ný tilfelli sjúkdómsins eða útkomunnar skráð. Hærra nýgengi sjúkdómsins í þeim hópi er varð fyrir áreitinu er merki um samband milli áreitis og útkomu og getur stutt tilgátu um orsakasamband þar á milli. Ferilrannsóknir byggjast í sumum tilfellum á fyrir- liggjandi gögnum þar sem bæði áreiti og útkoma hafa átt sér stað áður en rannsóknin hefst. Sem dæmi má nefna ferilrannsókn þar sem könnuð eru tengsl bólu- setningar og tiltekins sjúkdóms með því að skoða bólusetningarskrár og lista yfir sjúkdómsgreiningar sjúkrahúsa á liðnum aldarfjórðungi. Þá er talað um sögulega ferilrannsókn (historical cohort) þar sem tengsl liðinna atburða eru skoðuð. Slíkt er auðvitað mun fljótlegra, þægilegra og ódýrara en að gera venjulega ferilrannsókn þar sem rannsakandinn þarf að bíða eftir að tíminn líði og útkoman (hugsanleg áhrif áreitisins) geti komið fram. í báðum tilfellum er þó um framsæja (prospective) rannsókn að ræða; byrjað er á því að greina milli þeirra sem orðið hafa fyrir áreitinu og hinna sem ekki hafa orðið fyrir því og síðan fylgst með tilurð útkomunnar. Stundum er talað um sögulegar ferilrannsóknir sem aftursæjar (retrospective) og er rökstuðningurinn sá að verið sé að skoða liðna atburði með því að byggja á eldri gögnum en ekki horft á atburðina þegar þeir verða og þeir skráðir jafnóðum. Ég er ekki sammála þessu viðhorfi og tel mun eðlilegra og mikilvægara að hafa í huga hvernig menn leiða líkur að tengslum og jafn- vel orsakasamhengi áreitis og útkomu en það hvort nýttar eru fyrirliggjandi upplýsingar eður ei. í feril- rannsókn er gengið út frá því að ef útkoman er al- gengari meðal þeirra sem urðu fyrir áreiti en hinna sem ekki urðu fyrir því sé það vísbending um orsaka- samband. í aftursæjum rannsóknum, til dæmis sjúk- lingasamanburðarrannsóknum, er hins vegar byrjað á að greina á milli þeirra sem hafa sjúkdóminn og hinna sem hafa hann ekki, síðan er litið til baka og tíðni áreitis borin saman meðal þessara hópa. Þannig er ég á því að skilgreina allar ferilrannsóknir sem fram- sæjar, þó svo sumar þeirra séu sögulegar (historical) og takmarka notkun orðalagsins „aftursæ rannsókn" við sjúklingasamanburðarrannsóknir og skyld snið. Næstu pistlar verða helgaðir ferilrannsóknum: skil- greiningu og söfnun gagna um áreiti og útkomu, eftir- fylgni hópa, helstu aðferðum við úrvinnslu, túlkun niðurstaðna og loks helstu kostum og göllum rann- sóknarsniðsins. Grundvöllur ferilrannsókna eru upp- lýsingar um áreiti og útkomu og því þarf að vanda vel til skilgreiningar þessara atriði og aðferða við gagna- söfnun. Því verður lögð sérstök áhersla á þessa þætti. María Heimisdóttir mariahei@landspitali. is María er faraldsfræðingur á Landspítala. Læknablaðið 2004/90 263
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.