Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2004, Side 34

Læknablaðið - 15.03.2004, Side 34
FRÆÐIGREINAR / KRANSÆÐAVÍKKANIR Table IV. Relationship between clinical characteristics and in hospital mortality after PCI. Variable No. of patients Age (range 30 -91 years, 10 year intervals) 4435 Sex (males) 3386 Diabetes mellitus 377 History of smoking 3469 Hypertension 1904 Hypercholesterolemia 1815 Prior myocardial infarction 1987 Prior CABG 521 Prior PCI 1179 AP class lll-IV 3036 Triple vessel disease present 1047 Primary PCI for acute Ml 144 Triple vessel PCI performed 28 Stenting performed 2275 GP llb/llla drugs used 408 CK-mb increase over 3-fold 171 Univariate Multivariate Odds ratio (95% Cl) (p-value) 0.02 (p-value) 0.049 1.64 (1.00-2.68) 0.40 - - 0.06 0.029 1.92 (1.07-3.45) 0.25 - - 0.90 - - 0.04 0.043 0.52 (0.27-0.98) 0.06 0.059 1.63 (0.98-2.72) 0.46 - - 0.18 - - 0.02 - - 0.0014 0.008 1.95 (1.19-3.19) <0.0001 <0.0001 4.98 (1.10-8.34) 0.73 - - 0.40 - - 0.02 - - 0.50 - - Confidence interval = Cl, coronary artery bypass grafting = CABG, creatinine kinase = CK, glycoprotein = GP, myocardial infarction = Ml, percutaneous coronary intervention = PCI, AP = angina pectoris. verandi rannsókn voru konur, með tíðari áhættuþætti fyrir æðakölkunarsjúkdómum, útbreiddari kransæða- sjúkdóm, og hærri meðalaldur en þeir sem ekki voru með sykursýki. Sykursjúkir fá fyrr en aðrir æðakölk- unarsjúkdóm og í kransæðum er hann útbreiddari en hjá sjúklingum án sykursýki og verri hjá konum en körlum (13). Ennfremur er magn æðakölkunar á krans- æðaómun meira hjá sykursjúkum en öðrum (14). Margir samverkandi áhættuþættir stuðla að æðakölk- un hjá sykursjúkum: Aukin insúlínmótstaða og ínsúlín- styrkur í blóði, háþrýstingur, brenglaðar blóðfitur (lækkað HDL, hækkaðir þríglýseríðar), og hækkað hómócýstein (7, 8,13). Hækkaður blóðsykur stuðlar að æðaþelsskemmdum og breytingum á eggjahvítu- samselningu æðaveggjarins. Brenglun á storkuþáttum, segaleysandi kerfi líkamans, bólguþáttum, og aukin samloðun blóðflagna eykur hættu á segamyndun hjá sykursjúkum. Hjartadrep er oft þögult hjá sykursjúk- um og líkur á endurteknu drepi eru meiri hjá þeim en öðrum sjúklingum (7,8,15). Sykursjúkir fá oftar hjarta- bilun vegna sérstaks hjartavöðvasjúkdóms og eftir hjartadrep eru dánarlíkur þeirra um tvöfalt hærri en hjá þeim sem ekki hafa sykursýki (16,17). Verri horf- ur sykursjúkra eftir hjartaáfall má einnig rekja til þess að þeir þróa síður nýjar hjálpargreinar í kransæða- kerfinu ef æð lokast (18 ). Frumárangur kransœðavíkkana og fylgikvillar: í nú- verandi rannsókn var frumárangur kransæðavíkkana sambærilegur hjá sjúklingum með og án sykursýki. Er það í samræmi við sumar rannsóknir en andstætt niðurstöðum annarra sem telja frumárangur krans- æðavíkkana lakari hjá sykursjúkum (7-10). í núver- andi rannsókn var hækkun á hjartaensímum eða bráð hjáveituaðgerð eftir víkkun ekki algengari hjá sykur- sjúkum en öðrum eins og oftast er í erlendum rann- sóknum (7,8). Brenglun á storkuþáttum og blóðflög- um hjá sjúklingum með sykursýki eykur hættu á smá- segamyndun við kransæðavíkkun, sem að hluta skýr- ir ensýmhækkanir, en notkun blóðþynningarlyfja og blóðflöguhamla dregur úr þeirri hættu (19,20). Dauði í sjúkrahúslegu eftir kransœðavíkkun: I núver- andi rannsókn var dánartíðni í sjúkrahúslegu eftir kransæðavíkkun lægri bæði hjá sjúklingum með og án sykursýki en í nýlegri erlendri rannsókn, en þó hlutfallslega hærri hjá hinum sykursjúku (21). I fjöl- þáttagreiningu reyndust sykursýki og aðrir klínískir þættir vera sjálfstæðir áhrifavaldar á dánartíðni. Sam- ræmist það niðurstöðum annarra sem að hluta skýra auknar dánarlíkur í sjúkrahúslegu eftir víkkun hjá sykursjúkum út frá fleiri áhættuþáttum og öðrum samhliða sjúkdómum (21). Enn fremur tengist magn eggjahvítumigu hjá sykursjúkum auknum dánarlík- um eftir kransæðavíkkun (22). Óvænt virtist greind kólesterólhækkun minnka dánarlíkur í sjúkrahúslegu eftir víkkun. Verulegur hluti sjúklinga með hækkað kólesteról eru á statínlyfjum, en þekkt er að þau bæta horfur eftir kransæðavíkkun (23). Endurþrengsli: í núverandi rannsókn voru kransæða- víkkanir vegna klínískra endurþrengsla um 13% hjá sjúklingum með sykursýki og ekki marktækt algengari en hjá öðrum sjúklingum. Almennt hafa líkur á endurþrengslum eftir kransæðavíkkun hjá sykursjúk- um verið á bilinu 35-69% í erlendum rannsóknum (24). Eftir kransæðavíkkun, bæði með og án stoðnets, verður meiri æðaþelsþykknun og örvefsmyndun hjá sykursjúkum en öðrum og endurþrengsli meiri (25). Á kransæðaómun er endurmótun og þangeta kransæða skert hjá sykursjúkum og þar með hæfni kransæða til að viðhalda holrúmi sínu þegar æðakölkun hleðst inn í þær og þrengir (14). Auknar líkur á endurviðgerð á kransæðum hjá sykursjúkum skýrast ekki einvörð- ungu með meiri endurþrengslum á víkkunarstað, þeir fá líka oftar ný þrengsli annars staðar f kransæðunum (7, 8). Með belgvíkkun voru meiri líkur á æðalokun síðar hjá sykursjúkum en öðrum sjúklingum, einkum hjá þeim sem voru á insúlínmeðferð, og dánarlíkur eru auknar hjá sykursjúkum með endurþrengsli (24, 26). Notkun stoðneta hefur verulega minnkað endur- þrengsli eftir víkkun, bæði hjá sjúklingum með og án sykursýki (27). Lyfjahúðuð stoðnet með efnunum sirolimus og paclitaxel minnka enn frekar endur- þrengsli og er líklegt að aukin notkun þeirra muni bæta langtímaárangur víkkunaraðgerða hjá sykursjúk- um sem öðrum sjúklingum (7,8,28). Víkkun vegna bráðra kransœðaeinkenna: Kransæða- víkkanir eru í vaxandi mæli gerðar hjá sjúklingum með bráð kransæðaeinkenni og reynist frumárangur hjá sykursjúkum í heild svipaður og hjá öðrum sjúk- 230 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.