Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2004, Page 59

Læknablaðið - 15.07.2004, Page 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGARÁÐUNEYTINU Lyfjamál 127 Þunglyndislyf enn og aftur Enn vex notkun þunglyndislyfja í flokki sér- hæfðra serótónín endurupptökuhemla (N06AB) og halda landsmenn enn tryggri forystu í þeim efnum meðal Norðurlandaþjóða. Samkvæmt uppgjöri frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) var ávísað 5.420.611 dagskömmtum þessara lyfja á síðasta ári, en það magn dugir 14.851 manni til meðferðar alla daga árs- ins. Verðmætið nemur um 880 milljónum króna. Þetta eru kannski ekki nýjar fréttir fyrir marga, en nú er nýtt í gögnum TR að unnt er að skoða ald- ursdreifingu og kyn notenda og kemur þá í Ijós að 321.606 dagskammtar, eða 5,7% notkunarinnar, er hjá börnum og unglingum 19 ára eða yngri. Þetta sam- svarar því ársnotkun fyrir 880 börn og unglinga. Nú eru fimm lyf í flokki N06AB á markaði hér, flúoxetín, cítalópram, paroxetín, sertralín og escítal- ópram. Aðeins eitt þessara lyfja, sertralín, hefur ábendingu fyrir notkun hjá börnum og unglingum, það er við þráhyggju/áráttusýki 6-17 ára. Öll hin hafa í barnaábendingu annaðhvort: ekki œtlað börnum, ekki ráðlagt innan 18 ár, eða: upplýsingar um reynslu og áhrifskortir. Notkun sertralíns á aldursbilinu 0-19 ára var 135.858 dagskammtar sem samsvarar ársnotkun fyrir 372. Segjum að sertralín ávísanirnar séu í lagi. Þá standa eftir 185.748 dagskammtar. Það er með öðrum orðum hugsanlega verið að gefa 509 börnum og ung- lingum daglega flúoxetín, cítalópram, paroxetín og escítalópram, lyf sem alls ekki eru skráð með ábend- ingar fyrir börn. í Danmörku veldur það nú vaxandi áhyggjum að 2830 börn undir 17 ára aldri fengu þunglyndislyf á síðasta ári en Danir eru tuttugu sinnum fleiri en við. Væri notkun okkar í takt við notkun þeirra væru hér um 140 börn og unglingar í meðferð en ekki 880. Ráðlagður dagskammtur/lOOOÍb./dag Ráðlagóur dagskammtur 12% Kyn 10% 0% Otil 1 árs 1-4 5-9 10-14 15-19 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-64 65-69 70-74 75-79 80-84 85 og eldri ■ KK 0,0% 0,0% 0,6% 2,5% 4,2% 6,2% 7,2% 7,5% 9,1% 10,4% 10,4% 8,8% 8,6% 6,0% 4,9% 5,6% 4,0% 3,1% 1,0% ■ KVK 0,0% 0,0% 0,3% 1,2% 3,4% 5,8% 7,2% 8,2% 10,2% 11,0% 10,7% 10,2% 8,5% 6,2% 5,3% 4,8% 3,7% 2,1% 1,2% Mynd 2. NOóAB - Hlutfallsleg skipting á DDD eftir aldri. Mynd 1. SSRI-geðdeyfð- arlyfá Norðurlöndum (NOóAB). Grein þessi er tekin saman af skrifstofu lyfjamála heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins til upplýsingar fyrir lesendur Læknablaðsins. Af gefnu tilefni er grein þessi ekki skrifuð undir nafni einstaks embættismanns, því þær greinar sem birtar hafa verið á þessum vettvangi endurspegla ekki endilega persónuleg sjónarmið viðkomandi embættismanns heldur er um að ræða stefnu ráðherra og ráðuneytis. Læknablaðið 2004/90 587

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.