Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2004, Qupperneq 59

Læknablaðið - 15.07.2004, Qupperneq 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGARÁÐUNEYTINU Lyfjamál 127 Þunglyndislyf enn og aftur Enn vex notkun þunglyndislyfja í flokki sér- hæfðra serótónín endurupptökuhemla (N06AB) og halda landsmenn enn tryggri forystu í þeim efnum meðal Norðurlandaþjóða. Samkvæmt uppgjöri frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) var ávísað 5.420.611 dagskömmtum þessara lyfja á síðasta ári, en það magn dugir 14.851 manni til meðferðar alla daga árs- ins. Verðmætið nemur um 880 milljónum króna. Þetta eru kannski ekki nýjar fréttir fyrir marga, en nú er nýtt í gögnum TR að unnt er að skoða ald- ursdreifingu og kyn notenda og kemur þá í Ijós að 321.606 dagskammtar, eða 5,7% notkunarinnar, er hjá börnum og unglingum 19 ára eða yngri. Þetta sam- svarar því ársnotkun fyrir 880 börn og unglinga. Nú eru fimm lyf í flokki N06AB á markaði hér, flúoxetín, cítalópram, paroxetín, sertralín og escítal- ópram. Aðeins eitt þessara lyfja, sertralín, hefur ábendingu fyrir notkun hjá börnum og unglingum, það er við þráhyggju/áráttusýki 6-17 ára. Öll hin hafa í barnaábendingu annaðhvort: ekki œtlað börnum, ekki ráðlagt innan 18 ár, eða: upplýsingar um reynslu og áhrifskortir. Notkun sertralíns á aldursbilinu 0-19 ára var 135.858 dagskammtar sem samsvarar ársnotkun fyrir 372. Segjum að sertralín ávísanirnar séu í lagi. Þá standa eftir 185.748 dagskammtar. Það er með öðrum orðum hugsanlega verið að gefa 509 börnum og ung- lingum daglega flúoxetín, cítalópram, paroxetín og escítalópram, lyf sem alls ekki eru skráð með ábend- ingar fyrir börn. í Danmörku veldur það nú vaxandi áhyggjum að 2830 börn undir 17 ára aldri fengu þunglyndislyf á síðasta ári en Danir eru tuttugu sinnum fleiri en við. Væri notkun okkar í takt við notkun þeirra væru hér um 140 börn og unglingar í meðferð en ekki 880. Ráðlagður dagskammtur/lOOOÍb./dag Ráðlagóur dagskammtur 12% Kyn 10% 0% Otil 1 árs 1-4 5-9 10-14 15-19 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-64 65-69 70-74 75-79 80-84 85 og eldri ■ KK 0,0% 0,0% 0,6% 2,5% 4,2% 6,2% 7,2% 7,5% 9,1% 10,4% 10,4% 8,8% 8,6% 6,0% 4,9% 5,6% 4,0% 3,1% 1,0% ■ KVK 0,0% 0,0% 0,3% 1,2% 3,4% 5,8% 7,2% 8,2% 10,2% 11,0% 10,7% 10,2% 8,5% 6,2% 5,3% 4,8% 3,7% 2,1% 1,2% Mynd 2. NOóAB - Hlutfallsleg skipting á DDD eftir aldri. Mynd 1. SSRI-geðdeyfð- arlyfá Norðurlöndum (NOóAB). Grein þessi er tekin saman af skrifstofu lyfjamála heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins til upplýsingar fyrir lesendur Læknablaðsins. Af gefnu tilefni er grein þessi ekki skrifuð undir nafni einstaks embættismanns, því þær greinar sem birtar hafa verið á þessum vettvangi endurspegla ekki endilega persónuleg sjónarmið viðkomandi embættismanns heldur er um að ræða stefnu ráðherra og ráðuneytis. Læknablaðið 2004/90 587
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.