Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2004, Side 15

Læknablaðið - 15.09.2004, Side 15
FRÆÐIGREINAR / KÆLING VEGNA HJARTASTOPPS Ekki varð vart við alvarlegar aukaverkanir við kæl- inguna, hvorki blæðingar, hjartsláttaróreglu né óvið- ráðanlegar breytingar í blóð-, sýru/basa- og salthag sjúklinganna. Fylgst var með pH-gildi, laktat-gildi, blóðsykri, kalíumstyrk og blóðflögum í blóði sjúk- linganna í báðum hópum. Ekki var munur á þessum mæligildum milli hópa. Kœlingin í hópnum sem var kældur var meðaltal þess tíma sem leið frá því að blóðflæði komst á aftur (return of spontaneous circulation) þar til að kæling hófst 132 mínútur. Meðaltími frá því að kæling hófst þar til að lægsta hitastigi, eða 34° C, var náð var 420 mínútur. Það tók því að meðaltali 550 mínútur að koma sjúk- lingunum undir 34° C frá því að sjálfvirkt blóðflæði komst á aftur. Markhitastig (<34° C) náðist ekki hjá átta sjúklingum af þeim 20 sem voru kældir (40%). Tafla II. Tímamælingar viðkomandi kælingunni. Kældir Tími frá áfalli þar til kæling er hafin — (klukkustundir) meðaltal (bil) 2,8’ (1-5) Tími frá áfalli þar til lægsta hitastigi er náð - (klukku- stundir) meðaltal (bil) 9.8‘ (3-24) Þegar talað er um lægsta hitastig hér þá er átt við þegar sjúklingur kemst niður í 34° C, en nái sjúklingur því hitastigi ekki þá er skráður tíminn að la^gsta hitastigi sem hann nasr. * Upplýsingar voru ekki til fyrir alla sjúklingana. í töflu II sést tími sem leið frá því hjartastopp átti sér stað og þar til kæling hófst og þar til lægsta hita- stigi var náð. Upplýsingar vantaði hjá sex af 20 í báð- um mælingunum. Á mynd 1 má sjá þróun hitastigsins bæði hjá hópn- um sem var kældur sem og hópnum sem ekki var kældur. Kælingarhraðinn var 1° C á fyrstu sex klukku- stundunum (0,17° C/klst.) en næstu sex klukkustundir þar á eftir var hraðinn 0,2° C (0,03° C/klst.). Kæling- arhraðinn þar til lægsta hitastigi var náð var því 1,2° C á 12 klukkustundum (0,1° C/klst). Afdrif Afdrif sjúklinganna við útskrift frá sjúkrahúsinu er sýnd í töflu III. Átta af þeim 20 sjúklingum sem voru í hópnum sem var kældur (40%) höfðu góða útkomu (útskrifast heim eða á endurhæfingardeild), en níu af þeim 32 sjúklingum sem voru í hópnum sem ekki var kældur (28%). Umræóa Nýlegar erlendar rannsóknir (13, 14) hafa sýnt að kæling dregur úr einkennum frá heila eftir hjarta- stopp hjá mjög völdum sjúklingahópi. Niðurstöður þessarar afturvirku rannsóknar á öllum meðvitund- Tafla 1. Klínísk kennileiti þeirra sjúklinga sem voru með t rannsókninni. Kennileiti Kældir (N=20) Ekki kældir (N=32) Aldur - meöaltal (bil) 63 (43-83) 66 (43-88) Karlar - fjöldi/heild (%) 14/20 (70) 23/32 (72) Vitni að hjartastoppi - (%) 16/18 (89)’ 16/22 (73)* * Endurlífgun viðstaddra -(%) 9/18 (50)’ 9/20 (45)' Tími frá áfalli að upphafi endurllfgunar - mlnútur meðaltal 3,2' (0-10) 3,3’ (0-13) Tími frá áfalli þar til blóðrás er komin á - mínútur meðaltal 35,4’ (7-65) 29,3' (3-90) * Upplýsingar voru ekki til fyrir alla sjúklingana. Biöðruhitastig (°C) Samanburður á hitastigi hópanna 39,0 38,0 37,0 36,0 35,0 34,0 33,0 32,0 — Ekki kældir r N, Kasldir GG 6 12 18 24 Klukkustundir eftir innlögn ð gjörgæslu Mynd 1. Hitaslig mœlt íþvagblöðru hjá báðttm hópum. Neðri línan sýnir hitastig kælda hópsins á meðan efri línan sýnir hitastig viðmiðunarhópsins. Markmiðið var að ná kœlda hópnum niðurfyrir 34° C og helst sem nœst 32° C. GG = koma á gjörgœslu. Tafla III. Afdrif sjúklinga við útskrift af sjúkrahúsi. Útkoma Kældir (N=20) Ekki kældir (N=32) Eðlilegir eða mjög lítil van- hæfni (geta hugsað um sig sjálfir, útskrift beint heim) 5 (25%) 5 (15,6%) Hófleg vanhæfni (útskrifast á endurhæfingardeild) 3(15%) 4(12,5%) Mikil vanhæfni, gjörsam- lega háður öðrum eða meðvitundarlaus (útskrifast á langlegudeild) 0 1 (3,1%) Dánir 12 (60%) 22(68,8%) Munurinn milli hópanna hvaö góóa útkomu varöar (eðlilegur eða með hóflega vanhæfni) var 12% (kældir með 40% en ekki kældir með 28%). arlausum sjúklingum eftir hjartastopp sýndi að 40% kældra sjúklinga farnaðist vel en 28% sjúklinganna sem ekki voru kældir farnaðist vel. Einnig sýndi rann- sóknin fram á að kælingaraðferðin (ytri kæling með köldum blæstri og ísbökstrum) er hægvirk og einungis náðist að kæla 60% sjúklinganna niður í 34° C sem þó var markmiðið. Rannsakendur (13, 14) eru sammála um gildi þess að kæla hratt og fljótt. Markmið okkar var að Læknablaðið 2004/90 611

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.