Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Síða 29

Læknablaðið - 15.09.2004, Síða 29
FRÆÐIGREINAR / SYKURSÝKI TEGUND 2 Tafla II. Meðalgildi sjúklinga árin 2001 og 2002. ísland 2001 - GSS LSH ísland 2002 - GSS LSH Meðalgildi (95% Cl) n Meöalgildi (95% Cl) n BMI kg/m2 29,8 (29,42-30,18) 900 29,7 (29,09-30,11) 501 HbAjC (%) 7,02 (6,94-7,10) 884 6,94 (6,82-7,06) 496 Kólesteról (mmól/L) 5,44 (5,36-5,52) 770 5,27 (5,17-5,37) 453 HDL-kól (mmól/L) 1,17 (1,14-1,20) 767 1,22 (1,18-1,26) 448 LDL-kól (mmól/L) 3,34 (3,27-3,41) 725 3,17 (3,08-3,26) 430 Blóðfitulækkandi iyf (%) 24 (18,7-30,4) 906 27 (23,1-31,1) 501 Reykingar (%) 13 (10,2-16,2) 501 sýki og heimilislæknar skráð sykurstjórnun, meðferð, Tafla III. Hlutfall sjúkitnga sem ná alþjóðlegum viðmiöunarmarkmiöum. fylgikvilla og áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma að Hlutfall (%) ísland 2001 ísland 2002 minnsta kosti einu inni á ári fyrir hvern sjúkling. Um (95% Cl) GSS LSH GSS LSH p-gildi 90% göngudeilda sjúkrahúsa og 40% heilsugæslu- HbAlc < 7% 57 (53,4-60,1) 41,7 (37,7-46,6) 0,00 stöðva taka þátt í skráningunni. Þetta er einn stærsti BMI kg/m2 < 24 konur 11 (7,9-14,7) 10,7 (6,8-15,8) NS sykursýkisgagnagrunnu í heimi og árið 2002 voru nær BMI kg/m2 < 25 karlar 17 (14,0-20,4) 23,1 (16,8-26,4) NS 75.000 sjúklingar með sykursýki skráðir í grunnnn. Þar er sykursýki skilgreind sem tegnd 2 ef fólk er >30 Blóðþrýstingur < 140/80 mmHg 55 (51,8-58,4) 61 (56,6-65,3) 0,03 ára við greiningu. Kól < 5,0 mmól/L 46 (35,1-42,1) 42,8 (35,2-44,0) NS HDL-kól > 1,2 mmól/L 37 (33,9-40,8) 43,5 (38,9-48,3) 0,03 Niðurstöður LDL-kól < 3,0 mmól/L 38 (34,4-41,6) 44,7 (39,9-49,5) 0,024 Tafla I sýnir kynja- og aldursskiptingu milli ára og landa, ásamt aldri við greiningu. Karlar eru alls stað- ar í meirihluta. Helmingur sjúklinganna greindist með sjúkdóm- inn á síðastliðnum átta árum eða á tímabilinu 1994- 2002 en greiningartímabilið náði frá árinu 1960. Tafla II sýnir niðurstöður hjá sjúklingum með teg- und 2 sykursýki í Göngudeild sykursjúkra árin 2001 og 2002 og í töflu III eru niðurstöðurnar settar upp sem hlutfall þeirra sem ná alþjóðlegum markmiðum. Framfarir urðu á milli ára hvað varðar blóðþrýsting, HDL- og LDL-kólesteról. Meðalgildi HbAlc var 7,02% fyrra árið en 6,94% seinna árið. Samt sem áður náðu hlutfallslega færri alþjóðlegum markmið- um hvað blóðsykurstjórnun varðar seinna árið. Af hópnum í eftirliti á Göngudeild sykursjúkra árið 2002 voru 329 (66%) sjúklingar á blóðþrýst- ingslækkandi lyfjum, 41,9% voru á einu lyfi, 37,1% á tveimur og 21 % á þremur eða fleiri lyfjum. Eins og sést í töflu IV voru 65-66,5% af sjúklingum í eftirliti á GSS LSH meðhöndlaðir með blóðsykurlækk- andi töflum einungis en af þeim voru 63,5% á einu lyfi, 29,5% á tveimur lyfjum og 7% á þremur lyfjum. Mun færri voru á insúlínmeðferð hér en í Svíþjóð. Af íslensku sjúklingunum árið 2002 voru 17,1% með augnbotnabreytingar. Umræða Sykursýki er langvarandi sjúkdómur, oft erfiður í með- höndlun og kostnaðarsamur. Því hafa margar þjóðir sett fram klínískar leiðbeiningar varðandi meðhöndl- un á sykursýki. Slíkar leiðbeiningar byggðar á alþjóð- legum viðmiðum voru gefnar út á vegum starfshóps Landlæknisembættisins árið 2002 (13). Mikilvægt er að sjá hversu vel tekst að ná meðhöndlunarmarkmið- um, fylgjast með breytingum milli ára, sjá hvað betur má gera og setja mælanleg markmið. Ekki síður er áhugavert að bera saman árangur okkar við önnur lönd. Sá samanburður er erfiður þar sem sjúklinga- hópar eru mismunandi hvað varðar stig sjúkdómsins, skilgreiningu á sjúkdómnum og mismunandi aðferðir við rannsóknir og skráningu. Á Göngudeild sykursjúkra á LSH Hringbraut koma í reglulegt eftirlit sjúklingar af Stór-Reykjavík- ursvæðinu ásamt sjúklingum utan af landi sem eru allt frá því að vera meðhöndlaðir með fæðismeðferð ein- göngu til daglegrar insúlíngjafar. í Svíþjóð er meiri skipting milli sjúklinga sem eru í reglubundnu eftirliti á heilsugæslustöð eða á göngu- deildum sykursjúkra. í síðarnefnda sjúklingahópnum eru fyrst og fremst þeir sem illa hefur gengið að með- höndla á heilsugæslunni og/eða eru komnir með fylgi- kvilla sykursýkinnar. Tafla IV. Meðferðarform. Meöferóarform (%) ísland 2001 GSS LSH Island 2002 GSS LSH Svíþjóð 2002 Heilsugæsla Svíþjóö 2002 Göngudeild Fæði 17,4 15,2 28,1 3,4 Töflur 65,1 66,5 41,7 12,3 Töflur og insúlín 12 12,8 14,3 23,8 Insúlín 5,4 5,6 15,9 60,5 Læknablaðið 2004/90 625

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.