Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2004, Qupperneq 35

Læknablaðið - 15.09.2004, Qupperneq 35
FRÆÐIGREINAR / MEÐFÆDD VÉLINDALOKUN skurðlækni. Árangur aðgerða var metinn með tilliti til fylgikvilla og lifunar. Niðurstöður voru bornar saman við fyrri árangur hérlendis og við erlendar rannsóknarniðurstöður. Upplýsingar um fjölda fæddra barna á íslandi á rannsóknartímabilinu fengust frá Hagstofu Islands. Meðfæddri vélindalokun var skipt niður í fimm flokka eftir tegund gallans samkvæmt flokkun Gross (2) (mynd 1). Waterston flokkunin frá árinu 1962 gefur visst for- spárgildi um lifun. Þar er sjúklingum skipt í þrjá hópa út frá fæðingarþyngd og hvort lungnasjúkdómar og/ eða hjartagallar séu til staðar eða ekki (9, 13) (tafla I). Sjúklingum í flokki A er spáð 100% lifun, í B 85% og í flokki C 65% (2). Rannsóknartímabilinu var skipt í fjögur tíu ára tímabil; tímabil I; 1963-1972, tímabil II; 1973-1982, tímabil III; 1983-1992 og tímabil IV; 1993-2002. Við samanburð á hópum var beitt kí-kvaðrat prófi og tímaleitni var einnig metin með kí-kvaðrati. Mark- tækni miðast við p-gildi ^0,05. Fengið var leyfi frá Tölvunefnd/Persónuvernd og Vísindasiðanefnd fyrir rannsókninni. Niðurstöður Alls greindust 37 sjúklingar með meðfædda vélinda- lokun á þessu fjörutíu ára tímabili, þar af 23 stúlkur (62%). Petta gefur algengi 0,9 börn á ári. Á rann- sóknartímabilinu fæddust 174.351 börn sem gefur nýgengi 1/4712 börnum. Rannsóknartímabilinu var skipt í fjögur 10 ára tímabil til að auðvelda saman- burð milli tímabila og má sjá niðurstöður um fjölda sjúklinga á hverju tímabili á mynd 2. Einungis greind- ust fjögur börn á síðasta tímabilinu til samanburðar við 12 börn á fyrstu tíu árunum sem gefur lækkun á nýgengi sjúkdómsins frá 1/3737 til 1/10639 sem er þó án tölfræðilegrar marktækni (p=0,24). Tímaleitni var ekki tölfræðilega marktæk (p=0,08). Skiptingu vélindagalla eftir flokkun Gross má sjá á mynd 1. Langalgengust er tegund C, með blind- an nærenda vélinda og fistil milli fjærenda og barka (n=34, 92%). Tveir sjúklingar (5%) greindust með „H“-fistil án vélindalokunar og einn (3%) með vél- indalokun án fistils. Upplýsingar um meðgöngulengd og fæðingar- þyngd má sjá í töflu II eftir tímabilum. Fimmtán sjúk- linganna (41%) voru fyrirburar (<38 vikur) og rúm- lega þriðjungur (n=14, 38%) voru léttburar (<2500 grömm). Fæðingarþyngd rannsóknarhópsins fór lækkandi á tímabilinu. Getið var um of mikið legvatn á meðgöngu hjá fimm börnum (hydramnios). Sautján börn voru frumburðir (46%). Um fjöl- skyldutengsl var getið hjá einu barni sem átti bæði eldra systkini og tvímenning með meðfædda vélinda- lokun. Aðrir meðfæddir gallar voru algengir og komu fram hjá 21 barni (57%) þar sem hjartagallar voru al- gengastir (n=12, 32%) (tafla III). Eitt barn greindist með litningagalla (þrístæða 18). Table III. Other congenitat anomaiies and diseases in lcelandic patients with oesophageal atresia. Number of patients Gongenital heast diseases 12 Musculoskeletal diseases 9 Genito-urinary tract anomalies 5 Gastrointestinal anomalies 3 Various syndrome 3 Dysmaturity 3 Chromosomal abnormality 1 Other diseases and congenital anomalies 5 Skiptingu sjúklinga eftir Waterston áhættuflokk- uninni og lifun í hverjum flokki má sjá í töflu I. Prjú börn gengust ekki undir aðgerð og létust þau öll á fyrsta sólarhring, tvö þeirra höfðu alvar- legan lungnasjúkdóm og það þriðja hafði fjölda galla á hjarta- og æðakerfi (tvö þeirra voru í Waterston flokki C og eitt í B, öll höfðu vélindagalla af algeng- Figure 2. The mimber of patients with oesophageal atresia in Iceland in four different time periods. (1:1963-1972, II: 1973- 1982, III: 1983-1992, IV: 1993-2002). Table II. Demographics of lcelandic patients with oesophageal atresia in four different time periods. (1:1963-1972, II: 1973-1982, III: 1983-1992, IV: 1993-2002). 1(n=12) II (n=ll) III (n=10) IV (n=4) Total Average Incidence 1:3737 1:3616 1:4356 1:10639 1:4712 Birth-weight g (mean) 2858 2463 2383 2105 2626 Birth-weight < 2500 g 1 3 6 4 14 (38%) Prematurity (< 38 weeks) 2 3 6 4 15(41%) Læknablaðið 2004/90 631
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.